Minnismerki um Bobby Fischer

Hvað svo sem Bobby Fischer hefur sagt og verður sagt um hann, munu standa afrek hans í skákinni upp úr öllu öðru í framtíðinni af því sem hann hefur gert. Afrek hans og áhrif á skákina eru slík að þau verða ekki endurtekin í náinni framtíð ef nokkurn tíma.

Vinir Fischers hér á landi hafa unnið mikið og gott verk með því að koma honum til Íslands á sínum tíma. Spurning er hvort þeir væru ekki til í að setja endapunkt á sitt verk með því að heiðra minningu Fischers og reisa honum minnismerki í Reykjavík. Þetta gæti verið stytta eða merki af öðrum toga.

Reyndar ættu stjórnvöld að koma að því að koma á laggirnar alþjóðlegum skákskóla í Reykjavík og halda áfram á þeirri braut sem Taflfélagið Hrókurinn hefur lagt út á - sem í sjálfu sér er afar aðdáunarvert verkefni. Hér á Íslandi gæti því orðið til e.k. alþjóðleg skákmiðstöð, þar sem við gætum boðið til náms erlendum áhugamönnum ásamt því að halda hér alþjóðleg mót.

Í öllu falli mun minning um afrek Fishers hér í Reykjavík lifa um ókomin ár, þar sem hann velti ekki aðeins heimsmeistara úr sessi, heldur líka ímynd heimsveldis ásamt því vekja heimsathygli á skákinni og koma Íslandi á heimskort fjölmiðla.

Afrek Fishers eiga það skilið að þeim sé haldið á lofti og Ísland eðlilegur staður til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband