Sjálfkörinn forseti?

Lengst af var nokkur góð samstaða meðal þjóðarinnar og forystumanna þjóðarinnar um hlutverk forsetaembættisins. Núverandi forseti má segja hafi endurskilgreint það hlutverk á sínum tíma þegar hann lýsti því yfir að hann myndi neita að staðfesta "fjölmiðlalögin" svonefndu. Í kjölfarið spruttu deilur í öllu samfélaginu sem lauk ekki með afgerandi hætti.

Á sama tíma og þjóðarsátt var í gildi um embættið, þ.e. embættið naut virðingar og trausts, var yfir gagnrýni hafið o.s.frv., var forsetinn sjálfur ekki að leitast við að endurskilgreina það með því að storka framkvæmdarvaldinu. Nú þegar forsetinn sjálfur hefur dregið nýja línu í sandinn, ef svo má að orði komast, er spurning hvort ekki þurfi að draga þessa línur á fleiri sviðum.

Er það t.d. sjálfgefið að ekki skuli kosið um embættið, þótt forseti sé einn frambjóðenda? Kæmi ekki til greina að hafa kosningar um frammistöðu forsetans líka? Ef hann hefur (tekið sér) völd, þarf þá þjóðin ekki að fá tækifæri til að fella dóm um embættisfærsur forsetans?

Núverandi fyrirkomulag er ekki alveg að virka. Sú hefð hefur skapast að forsetinn sé sjálfkjörinn og meðal málsmetandi manna og kvenna, engum slíkum dettur í hug að bjóða sig fram gegn honum. Þrátt fyrir að forsetinn hafi tekið sér umdeild völd, nýtur embættið nægilegrar mikillar virðingar, að raunhæfur kostur við sitjandi forseta hefur ekki komið fram.

EF sett væru ákv. í stjórnarskrá að kosið skuli til embættis forseta á 4 ára fresti, væru meiri líkur á að raunhæfur kostur stæði til boða. Eftir þær kosningar gæti forseti sagt að hann hefði umboð þjóðarinnar. Eins og staðan er í, þá er svo ekki. Ríkisstjórn, sem hefur stuðning meirihluta Alþingismanna, getur aftur á móti sagt að hún hafi meiri stuðning þjóðarinnar. Á meðan þessi öfl togast á, ríkir ekki sátt og stöðugleiki í stjórnkerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 34313

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband