Slæmt mál - en hægt að draga lærdóm af þessu

Viðurkenning Marion Jones á því að hafa tekið ólögleg lyf er ekki aðeins slæmt mál fyrir hana persónlulega, heldur íþróttahreyfinguna almennt. Hennar mál sýnir í hnotskurn stöðuna sem íþróttamenn standa frammi fyrir, þótt hennar mál verði betur þekkt en flest önnur vegna frægðar hennar og árangurs.

1. Það er erfitt að komast upp með að hafa rangt við. Réttlætið nær sínu fram.
2. Freistingarnar eru fyrir hendi að hafa rangt við, sbr. þau laun sem hún fékk fyrir að keppa.
3. Nauðsyn á fræðslu og viðhorfsbreytingu. Það er ekki nægilegt að starfrækja lyfjaeftirlit og "hræða" íþróttamenn til hlýðni með yfirvofandi banni eða sektum vegna brota á lyfjalöggjöf íþróttahreyfingarinnar. Það þarf að fræða íþróttamenn og almenning um alvarleika þessa máls.

Samtök kvikmyndarétthafa eru um þessar mundir að vinna að því að sannfæra almenning um að ólöglegt niðurhal á myndum og tónlist sé sambærilegur glæpur og þjófnaður. Þetta er markviss fræðsluherferð til að breyta viðhorfi notenda. Sama þarf íþróttahreyfingin að gera. Það þarf að sannfæra alla íþróttamenn um að þetta sé ekki aðeins ólöglegt heldur líka siðferðislega rangt. Ennfremur er þetta frekar heilsuspillandi aðferð til að ná árangri, því ýmsar hliðarverkanir geta verið alvarlegar, jafnvel banvænar.

Nauðsynlegt er að skapa andrúmsloft sem er neikvætt gagnvart ólöglegri notkun lyfja og að íþróttamenn vilji berjast gegn þessu. Jafnvel ætti það að vera hluti af "keppnisleyfi" íþróttamanna að þeir undirgangist próf sjálfviljugir eða þeir lýsi því yfir að þeir séu á móti ólöglegri lyfjanotkun og fái jafnvel "vottun" um það að þeir séu "hreinir" eins og það er kallað. Þá eru íþróttamenn sem ná langt í íþróttum, ekki grunaðir um að hafa haft rangt við.

Íþróttahreyfingin hefur ekki efni á að lenda í mörgum áföllum af þessu tagi. Skynsamlegast væri að taka frumkvæðið í því að eyða óvissu með markvissri fræðslu og "vottun". Það kostar jú sitt, en allt forvarnarstarf gerir það, en það skilar árangri.


mbl.is Marion Jones viðurkennir lyfjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband