24.9.2007 | 00:12
Hægara um að tala en ...
Umræða um hlýnun á heimskautasvæðunum er mjög áhugaverð. Norðaustur eða norðvestur siglingaleiðin hlýtur að vera mjög áhugasamur kostur. Eins er nýting mögulegra auðlinda á heimskautasvæðunum áhugaverðir kostir.
Ljóst er hins vegar að ísinn er ekki farinn og það munu vera margar tæknilegar hrindranir fyrir því að nýta auðlindir á hafsbotni Norðurheimskautsvæðins, jafnvel þótt vinnslutækni fari ört fram. Síðan er óvissa með eignarhaldið. Rússar hafa fært fram þau rök að pólsvæðið sé eðlileg framlenging af þeirra landgrunnsvæði. Þessi regla hefur reyndar ekki verið almennt samþykkt í alþjóðlegum hafréttarákvæðum, út fyrir 200 mílurnar a.m.k. Síðan eru önnur ríki, s.s. Kanada og Bandaríkin sem munu líka gera tilkall til þessaara svæða, svo ekki sé minnst á Noreg og Danmörku þ.e. Grænland. Umráðaréttur á þessum svæðum skýrist ekki í á næstu árum.
Varðandi siglingar, þá er það hins vegar annað mál, en siglingaleiðir þurfa helst að vera opnar árið um kring til að þær verði arðvænlegar og einhver fjárfesting að gagni fari í að byggja þær upp, skip, hafnir, viðskiptatengsl o.s.frv.
Það sem möguleikar eru fyrir okkur má ætla að sé á sviði landbúnaðar og ræktunar hér á landi. Ef skilyrði til landbúnaðar hér á landi batna c.a. 20% með hverri gráðu sem meðalhiti hækkar, þarf ekki að skoða velta því lengi fyrir sér nýjum sóknarfærum hér. En það fylgir böggull því skammrifi eins og öðrum. Hlýnun getur líka leitt af sér breytingar í úrkomu, sbr. nýafstaðið sumar. Nýjar tegundir gróðurs berast til okkar og afleiðingar af breyttu gróðufari hafa ekki verið metnar. Við erum að sjá örla fyrir breytingum í lífríki hafsins sem við vitum í raun ekkert hvað merkja.
Þegar sífrerinn þiðnar í Síberíu hrinur infrastrukturinn á þeim svæðum, bæði vegir og hús. Ennfremur eru að losna í andrúmsloftið gastegundir sem hafa legið í frysti í árþúsund. Mörg vötn þar eru eins og suðupottur, þegar gasið gufar upp. Þannig að hlýnunin er ekki tóm sæla á þeim bæ.
En eins og Trausti er að vekja athygli á, felast ný tækifæri í breyttu ástandi. Okkur ber að nýta þau eftir því sem við getum. Ekki er hægt að berja hausnum í steininn og láta sem ekkert sé. Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi látið skoða þessi mál, þ.e. áhrif hlýnunar. En það ættu þau að gera. Við höfum mikla þekkingu Íslendingar, á sviði veðurfars, gróðurs, hafinu umhverfis landið og víðar - svo dæmi séu nefnd.
Átökin um norðurhjarann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.