Ísland hreinasta landi í heimi!

Það er margt sem styður þá fullyrðingu að Ísland sé hreinasta land í heimi. Hér er hlutfall endurnýjanlegrar orku um 70% ef ég man rétt, af heildarorkunotkun landsmanna, þegar mörg Evrópuríki eru einhversstaðar við 10% og Evrópusambandið er með langtímamarkmið að koma þessu hlutfalli í 20%! Hér er að sjálfsögðu átt við hitaveituna og vatnsaflvirkjanir okkar.

Vissulega getum við bætt okkar hlut og eigum að að gera það, s.s. með bættum skilum og endurnýjun umbúða, aukið hlut endurýjanlegrar orku eða hlut minna mengandi orkugjafa í bílaumferð eins og rafmagns og metans svo dæmi séu tekin.

Kostir íslenskra matvæla felast í hreinleikanum og ferskleikanum. Við erum laus við öll þau bætiefni og eiturefni sem nauðsynlegt er að nota við matvælaframleiðsu víð erlendis. Það þekkjum við öll sem höfum samanburð. Langlífi hér á landi er ein skírasta vísbending um að við gerum eitthvað rétt. Hægt væri að bæta hér mörgum atriðum við þennan lista.

Þó eflaust mætti gagnrýna þessa fullyrðingu, að Ísland sé hreinasta land í heimi, og finna einhvern óhagstæðan samanburð, gætum við samt markaðssett landið okkar sem sem slíkt og látið aðra um að leitast við að afsanna þessa fullyrðingu, ef svo ber undir.

ÍSLAND ER HREINASTA LAND Í HEIMI!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband