Áfengi böl?

Fjallađ hefur veriđ um í hneykslunartón ađ veitt sé áfengi á íţróttakappleikjum hér á landi og fullyrt ađ áfengi og íţróttir fari ekki saman og ţađ sé ekki gott til fyrirmyndar fyrir unga verđandi afreksmenn í íţróttum ađ áfengi sé veitt á íţróttavöllum. Ţessi umrćđa hefur komiđ upp í tengslum viđ nýja veislustúku viđ Laugardalsvöll og vínveitingar í leikhléum ţar.

Nú má um deila um forgangsatriđi hjá KSÍ, hvort leggja eigi fjármuni í uppbyggingu grasrótarinnar eđa nýrrar glćsilegrar stúku viđ Laugardalsvöll, en ásamt ríki og borg lagđi KSÍ fjármuni í verkiđ međ styrk erlendis frá.

Hins vegar ţarf ekki ađ deila um ţađ ađ vín er hluti af menningu okkar og ekki bara á föstudags- og laugardagskvöldum, heldur hluti af ákveđnum lífsstíl. Sá sem ţetta ritar hefur sótt íţróttamót erlendis í rúman áratug og ţar er nćr undanteknarlaust veitt áfengi. Hins vegar er spurning um ţađ magn sem hver og einn fćr sér, ţví ég hef ALDREI séđ menn kennda eđa ráfandi um í áfengisvímu, ţótt ţeir fái sér vín- eđa bjórglas međ mat eđa sem „sósíal“ drykk.

Mörgum okkar hćttir oft til ađ horfa eingöngu á áfengi sem böl. Ţađ er í hugum sumra sú mynd sem dregin var t.d. af sjómönnum í sjónvarpsţćtti nú á Sjómannadaginn, ţegar togarasjómenn komu eingöngu í land til ađ drekka frá sér allt vit og peninga. Sú mynd er hvorki rétt né algengur hluti í okkar daglega lífi lengur - vona ég.

Viđ ţurfum ađ lćra ađ fara međ vín sem hluta af okkar daglega lífi. Ađ fá sér léttvínsglas eđa bjórglas á íţróttaleik ţarf ekkert ađ vera undantekning ţar á. Viđ ţurfum e.t.v. frekar ađ skapa jákvćtt umhverfi um notkun áfengis í stađ ţess ađ berja hausnum í steininn og vera međ allt ađ ţví heimsendatal ţótt einhverjir dreypi á vínglasi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamađur um mál líđandi stundar og er stjórnmálafrćđingur ađ mennt.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband