Ofstjórnun málið?

Bílstjóra er óheimilt, að viðurlögðum sektum, að tala í farsíma, nema að bíllinn sé kyrrstæður og/eða að notast sé við viðurkenndan handfrjálsan búnað. Með öðrum orðum bílstjóri má ekki hafa aðra hönd á síma, hina væntanlega á stýri eða gírstöng. Eins er skylda og búið að vera í nokkuð mörg ár að aka með fullum ljósum allan sólarhringinn allt árið. Ástæður eru aukið umferðaöryggi. Reyndar er fyrirmyndin sænsk, en þarlend stjórnvöld hafa lengið haft forgöngu með að hugsa fyrir íbúana.

En hversu lengi og langt á að ganga í að hugsa fyrir íbúana og senda þeim boð og bönn um lífið og tilveruna? Bílbelti eða öryggisbelti í bílum eru sjálfsögð. En á t.d. að banna fólki að drekka gos eða vatn, snæða pylsu, súkkulaðikex undir stýri? Hvað með rakstur eða andlitsmálun? Hvað með uppflettingu í símaskrá eða dagblöðum, svo ég tali nú ekki um að kíkja í kringum sig hvort sem er á fallegt landslag eða eitthvað enn fallegra? Sennilega yrði bílstjóri dæmdur fyrir að hafa ekki fulla athygli við aksturinn ef hann eða hún stundaði aktíft samræði undir akstri. En hvar á að draga mörkin?

Að sjálfsögðu eiga bílstjórar að hafa fulla athygli á akstrinum, en akstur er ekki sama og akstur. Að aka á fáförnum sveitavegi er annað en í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldi, svo dæmi sé tekið. Almenn skynsemi er e.t.v. ekki almenn, en stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að leysa sig úr vandanum með því banna hitt eða þetta.

Mín tillaga er að við bílstjórar fái aukna fræðslu um aksturinn og þá ábyrgð sem í því fellst að stýra bíl. Hlutverk stjórnvalda verði að upplýsa og fræða, sekta aðeins í undantekningartilfellum og enn síður að banna.

Bíllinn er lífsnauðsynlegur og verður það. Hann getur, eins og svo margt annað, verið lífshættulegur með rangri notkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband