Forsetinn að skapa nýja stjórnvenjur?

Með því að beita synjunarvaldi um fjölmiðlalögin og síðar í tvígang vegna Icesave samninga hefur forsetinn ótvírætt skapað nýja hefð sem forsetar kunna að nýta sér í auknum mæli að óbreyttri stjórnarskrá í framtíðinni. Annað sem forsetinn hefur gert sem verður að teljast nýmæli er að hann er farinn að birta á skoðanir sínar á landsmálum bæði hér heima og erlendis, jafnvel þvert á vilja ríkisstjórnarinnar.

Með þessu hefur forsetinn í raun breytt túlkun stjórnarskrárinnar og tekið sér meiri völd en venja hefur verið til þessa. Augljóst var á forsetanum var mikið fyrir þegar hann tilkynnti að myndi synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Hann valdi þetta mál vandlega og veðjaði á að ríkisstjórnin hefði ekki meirihluta fyrir því meðal þjóðarinnar, enda flestir fjölmiðlar gegn því og búið að skapa talsvert öfluga andstöðu við ríkisstjórnina og þessu frumvarpi hennar. Það var ekki vegna mikilvægi málsins sem þessu ákvæði var beitt í fyrsta sinn, heldur skynjaði hann að ríkisstjórnin hefði þá ekki meirihlutastuðning fyrir þessu máli. Með þessu sveigði forsetinn af þeirri leið þingræðis- og fulltrúaræðis sem skapast hafði hér á landi. 

Þessu til viðbótar er forsetinn í skjóli mjög veikburða ríkisstjórnar að hasla sér völl á vettvangi umræðu sem hingað til hefur verið eftirlátin ráðherrum. Hann fer galvaskur fram í erlendum fjölmiðlum og tjáir sig fyrir hönd Íslands. Og ráðherrar sem hingað til hafa séð um þessa málsvörn fá ekki rönd við reist. Hann er hér að ganga skrefi lengra, taka sér meiri völd í umræðunni en forseti hefur hingað til haft, skv. venjum hér á landi.

Þessi staða er umhugsunarefni fyrir nýtt þing, nýja ríkisstjórn sem tekur við í vor að afloknum kosningum í apríl nk. og landsmenn alla. Á forsetinn að fara fram óbeislaður í skjóli ónákvæmra ákvæða í stjórnarskrá, eða fær ný ríkisstjórn einhverju spornað við? Í vor gæti komið upp óvissa vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar og þá skapast enn frekari tækifæri fyrir forsetan að taka sér enn meiri völd, t.d. með myndun utanþingsstjórnar, eða beitt þrýstingi fyrir myndun minnihlutastjórnar eða ríkisstjórnar að hans skapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er alveg ljóst að það sem hefur aldrei verið issue í forsetakosningum verður nú höfuðspurning kjósenda, eins og skýrt kom fram í síðustu kosningum. Spurningin um beitingu málskotsréttar. Þeir munu hljóta kosningu sem jeita því að beita honum og hafa þjóðina með í ráðum um málefni sem varða rétt hennar, fullveldi, sjálfstæði og framtíð. Þessi krafa er komin til að vera og ætti ekki einu sinni að þurfa undirskriftasafnanir til að knýja þetta fram.

Augljós óeining og deilur um málið eiga að vera nóg til að forsetinn hafni lögum. Hann skoðimrök með og á móti og meti sjálfur hvort það sé þjóðarinnar að skera úr um.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 23:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt er breytingum háð,því höfum við fengið að taka á,vannýtt vald forseta nánast hingað til er nú virkjað til þess sem ætlast er til í stjórnarskrá Íslands. Þjóðin veit hvað hún kýs,þegar kemur að forseta.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2013 kl. 04:52

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Þetta er ekki spurning um breytingar eða ekki breytingar. Eðli málsins samkvæmt þarf stjórnkerfið að þróast með samfélaginu. Hins vegar er betra að allar breytingar séu gerðar með samþykki meirihluta alþingis og helst með meirihluta samþykki þjóðarinnar líka. Við eigum ekki að gera stjórnskipun landsins að tilraunastofu fyrir vísindamann i stjórnmálafræðum!

Jónas Egilsson, 30.1.2013 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband