Færsluflokkur: Íþróttir
10.3.2009 | 11:05
Mikilvægt að vera virkir í alþjóðlegu umhverfi
Gífurlega mikilvægt er fyrir íslenskar íþróttir að eiga virka fulltrúa á alþjóðlegum vettvangi. Guðmundur hefur náð góðum árangri hjá HSÍ á erindi í forystu IHF.
Bæði er um viðurkenningu á Íslandi og íslenskum íþróttum að ræða sem og skapar forysta af þessu tagi tækifæri fyrir hanboltan á yfirleytt, bæði íþróttamenn, þjálfara og aðra starfsmenn hreyfingarinnar.
Hér á landi njóta fulltrúar lítils stuðnings eða skilnings, þegar t.d. Svíar og aðrar Norðurlandaþjóðir vinna markvisst að framgöngu sinna manna á alþjóðavettvangi. HSÍ er nokkuð sterkt samband en þarf væntanlega að standa í harðri kosningabaráttu, sem kostar sitt.
Bæði ÍSÍ og ríkisvaldið eiga því að styðja framboð sem þessi, þó það þurfi ekki endilega að kosta mikla peninga. Ávinningurinn er mikill.
Guðmundur stefnir á forsetastól IHF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 22:03
Karfa í Hvíta húsinu
Líklega verður hægt að bregða fyrir sig smákörfu milli funda í Hvíta húsinu þegar Barak Obama tekur þar við lyklavöldum. Fimm af hans helstu ráðgjöfum og samstarfsmönnum eru eða voru liðtækir körfuboltamenn og öll taka þau í bolta sér til afþreyingar.
Sjálfur lék forsetinn verðandi körfubolta með háskólaliði sínu. Aðrir í væntanlega góðu liði eru: Susan Rice verðandi sendiherra hjá SÞ, Arne Duncan verðandi menntamálaráðherra, James Jones verðandi öryggismálaráðgjafi og Eric Holder, verðandi dómsmálaráðherra. Varamaður gæti verið Sarah "Barracuda" Phalin, ríkisstjóri í Alaska og fyrrum ríkismeistari framhaldsskóla í Alaska. Arne Duncan er reyndar sá eini sem getur státað af því að hafa leikið sem atvinnumaður í faginu - í Ástralíu reyndar.
Íþróttir | Breytt 29.12.2008 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 22:15
Talað í áttir tvær
Af þessu samtali má sjá að þeir hafa talað í áttir tvær fjármálaráðherrarnir.
Árni er varkár, fetar stíginn á milli þess sem hann getur lofað og þess sem hann getur ekki. Málinu er að öðru leyti vísað til fjármálaeftirlita landanna að hans hálfu.
Darling spyr eins og breskra er háttur, þ.e. hann þaulspyr þar til hann fær svör sem hann getur túlkað að vild og hann var e.t.v. að sækjast eftir. Þeir sem hafa hlutstað á pólitíska umræðuþætti í Bretlandi geta séð þarna ákveðið mynstur. Hann hirðir ekkert um að ath. við breska fjármálaeftirlitið hver hin raunverulega staða er.
Ábyrgð Darlings er umtalsverð í þessu máli. Hann tekur frumkvæðið í þessu máli og fer með það lengra en efni stóðu til. Fyrir ábyrgan stjórnmálamann, væri eðlilegt að kynna sér stöðu mála betur. A.m.k. hafa aðrar þjóðir, þar sem okkar bankar eru með starfsemi, ekki séð ástæðu til sambærilegra aðgerða. Segir það ekki það sem segja þarf?
Samtal Árna og Darlings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 16:09
Gott mál ...
... en er ekki þörf á fréttum á pólsku oftar?
BBC býður upp á fréttir á fjölda tungumála hjá sér.
Przyjęto ustawę | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 09:39
Athyglisverð ásökun
Þessi frétt er sérlega athyglisverð í ljósi þess sem gerst hefur áður. Aðildarþjóðir að Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC) eru 48. Skv. stofnskrá geta allar þjóðir sem styðja markmið ráðsins gert það.
Hingað til hafa ríki eins og Sviss og San Marínó ekki verið þekktar hvalveiðiþjóðir. Þær eru þarna í þeim tilgangi, verður að ætla til að friða hvali. Með öðrum orðum, þau ríki sem saka Japani um að fá inn ný ríki sem styðja hvalveiðar, hafa tekið þátt í þessum leik sjálf með einum eða öðrum hætti.
Þetta er nákvæmlega hættan sem stafar að IWC. Íslendingar sem hafa mikla hagsmuni af góðri stjórnun, þurfa að taka frumkvæðið í að gera ráðið starfhæft og marktækt til framtíðar og forða því frá "meðlimakapphlaupi" í baráttu um atkvæðavægi innan þess.
Japanar enn sakaðir um atkvæðakaup í hvalveiðiráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 18:23
Dapurleg umsögn
Þessi ummæli Carl Lewis hljóta að teljast mög dapurleg. Þessi sigursælasti spretthlaupari síðari tíma ætti ekki að leggja nafn sitt við þessa umræðu, en virðist gera það af einhverjum ástæðum, því miður.
Sjálfur fékk Lewis gullið á Ólympíuleikunum 1988 eftir að upp komst um Ben Johnsson, sem einmitt vann 100 m hlaupið með svipuðum yfirburðum og Usain Bolt gerði í Beijing.
En það er ekki rétt að Bolt hafi skotið upp á sjónsviðið í ár. Hann hljóp t.d. undir 20 sek. í 200 m fyrir 4 árum síðan. Eins varð hann heimsmeistari unglinga í 200 m hlaupi fyrir sex árum síðan. Lyfjaeftirlit er mun betra en það var þegar Carl Lewis var að hlaupa og flestir hlauparar margprófaðir.
Ennfremur þykir mér Carl Lewis kasta steini úr glerhúsi, þegar hann er að dæma lyfjaeftirlit í öðrum löndum, en það er annað mál. Eins eru frjálsíþróttir sú íþróttagrein þar sem flest lyfjapróf eru gerð. T.d. voru fyrir nokkrum árum 60% allra prófa sem fram fóru utan keppni, gerð hjá frjálsíþróttafólki. Samt er hlutfall "jákvæðra" prófa ekki hærra en t.d. í knattspyrnu, eða um 0,6% allra prófa.
Aðalatriðið er að Usain Bolt hlýtur að teljast saklaus þar til sekt hans er sönnuð og því þjónar þessi yfirlýsing Carl Lewis ekki öðrum tilgangi en að kasta rýrð á íþróttina og þar með talið hann sjálfan - því miður.
Carl Lewis: Heimskulegt að draga ekki árangur Bolt í efa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 17:00
Betri árangur í íþróttum!
Það hefur eflaust glatt marga hérlendis að Danir skyldu standa uppi sem sigurvegarar á nýafstöðu Evrópumeistaramóti í handbolta úr því að við gerðum það ekki sjálf. Fyrir einhverjum voru þetta a.m.k. illskárri úrslit en enn einn sigur Svíanna. Þó að Danir hafi verið í baráttunni á nokkrum undanfarinna stórmóta í handbolta hefur þeim ekki tekist að sigra fyrr en nú.
Það sem gerir þennan sigur Dana athyglisverðan er að þessu markmiði hefur verið unnið skipulega undanfarin ár, þ.e. að auka hlut Dana á alþjóðlegum vettvangi í íþróttum. Þessari stefnumótun er ekki eingöngu fylgt eftir af danska handknattleikssambandinu, heldur líka íþróttasambandinu og danska ríkisvaldinu. Ennfremur að þessi stefnumótun á ekki aðeins við handknattleik, því einnig er unnið eftir sambærilegri stefnu í öðrum ólympískum íþróttagreinum. Árið 2004 setti danska þingið sérstök lög um afreksíþróttir, um stofnun sérstakts verkefnis sem ber heitið Team Danmark (TD). Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, því að árið 2002 unnu íþróttamenn sem kepptu innan vébanda sambanda sem síðar tóku þátt í Team Danmark-verkefninu til 44 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Fjórum árum síðar eða árið 2006, unnu íþróttamenn innan þessara sambanda til 54 verðlauna, þ.e. árangur handboltaliðsins er langt frá því að vera tilviljun eða einstakur.
Þessi aukning er skýrð með bættum undirbúningi íþróttamanna og liða, markvissara starfi og bættu samstarfi innan íþróttahreyfingarinnar. Einna mikilvægasti þátturinn hafa verið rannsóknir og mælingar ásamt annarri aðstoð sem bæði einstaklingum og liðum hefur staðið til boða. TD fær árlega fjármagn frá ríkinu sem nemur rúmlega 81 milljón danskra króna. Til viðbótar kemur framlag frá danska íþróttasambandinu, tekjur af auglýsingum og sjónvarpsréttindum, en alls hafði TD um 142 millj. dkr. úr að spila árið 2006 eða svarar um 1,8 milljörðum íslenskra króna. Yfirfært á okkar aðstæður svarar þessi upphæð til um 100 m.kr. ef miðað er við íbúafjölda.Á lögum um TD er gerð krafa um mótun og framkvæmd heilstæðrar íþróttastefnu í landinu og stefnan sett á að gera Danmörku að ákjósanlegasta landinu til að ná árangri í íþróttum. Á vegum TD var gerð ítarleg greining á stöðu og möguleikum allra ólympískra íþróttagreina í landinu og þeim skipt í flokka eftir frammistöðu og getu. Í byrjun var farið ofan í stöðu einstakra íþróttagreina, frammistöðu einstaklinga og liða, umhverfi þeirra skoðað ásamt skipulagi, starfsemi, menntun þjálfara og annarra starfsmanna o.fl. Í kjölfarið var gerð áætlun fyrir hverja einustu íþróttagrein og unnið skv. henni. Þessi vinna er síðan í stöðugri endurskoðun, bæði að hálfu stjórnar TD og íþróttahreyfingarinnar. Hluti af starfi TD er mótun heildstæðrar þjálfunar og uppbyggingar afreksíþróttamanna framtíðarinnar.
Að verkefninu kemur ríkisvaldið, sveitarfélög, skólar ásamt íþróttahreyfingunni. Í stórum dráttum felst þetta starf í mótun heildstæðrar íþrótta- og afreksstefnu. Þetta starf skilar sér í betri undirbúningi íþróttamanna fyrir keppni og þjálfun. Fylgst er nánið með afreksíþróttamönnum líkamlegu og andlegu ástandi þeirra og gripið inn í ef nauðsyn krefur. Markvissar rannsóknir og mælingar eru gerðar á íþróttamönnum sem eru innan TD og styrktar- og þrekæfingar skipulagðar í kjölfarið í samráði við fagaðila. Þá er myndað þverfaglegt samstarf milli þjálfara í mismunandi íþróttagreinum til að tryggja hámarks nýtingu á þeirri þekkingu sem til er íþróttafólkinu til hagsbóta. Forystumenn íþróttahreyfingarinnar, sem tjáð sig hafa um þetta mál eru sannfærðir að þessi stefnumótun hafi skilað betri árangri og minni meiðslum hjá íþróttamönnum.Það er ekki bara íþróttahreyfingin sem nýtur góðs af starfi TD.
Mikil þekking um íþróttir og lýðheilsu verður til innan háskóla- og rannsóknarsamfélagsins. Aukin umræða í kjölfar bættrar frammistöðu leiðir af sér aukna þátttöku barna, unglinga og almennings í íþróttum. Flestum er ljóst mikilvægi góðra fyrirmynda fyrir æsku landsins. Sýnt hefur verið fram á fylgni milli góðs árangurs í íþróttum og í námi. Ennfremur verður forvarnargildi íþrótta seint metið til fjár. Aðstaða og skilyrði til æfinga og keppni hefur tekið miklum framförum hér á landi á undanförnum árum. Áhugi og metnaður íslenskra íþróttamanna er vel þekktur en árangurinn virðist láta á sér standa. Nauðsynlegt er fyrir íþróttamenn okkar að búa við sambærileg skilyrði og keppinautar okkar. Að öðrum kosti verðum við ekki samkeppnisfær í framtíðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 17:48
Tvö heimsmet í frjálsum í dag
Tvö heimsmet hafa verið sett í frjálsíþróttum innanhúss í dag. Rússneska stúlkan Yelena Soboleva hljóp 1.500 m á 3 mín. 58,5 sek á móti í Moskvu og Susanna Kallur setti nýtt met í 60 m grindarhlaupi þegar hún sigraði á móti IAAF í Karlsruhe. Tími Kallur var 6,68 sek.
Frábær árangur erlendis, en íslenskir frjálsíþróttamenn hafa líka verið iðnir við bætingu meta á MÍ sem fór fram um helgina. Greinilega mikið að gerast.
Voandi verður þessum mótum gerð góð skil í fjölmiðlum, hvort sem er á net- eða prentmiðlum eða í sjónvarpi og útvarpi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 09:35
Slæmt mál - en hægt að draga lærdóm af þessu
Viðurkenning Marion Jones á því að hafa tekið ólögleg lyf er ekki aðeins slæmt mál fyrir hana persónlulega, heldur íþróttahreyfinguna almennt. Hennar mál sýnir í hnotskurn stöðuna sem íþróttamenn standa frammi fyrir, þótt hennar mál verði betur þekkt en flest önnur vegna frægðar hennar og árangurs.
1. Það er erfitt að komast upp með að hafa rangt við. Réttlætið nær sínu fram.
2. Freistingarnar eru fyrir hendi að hafa rangt við, sbr. þau laun sem hún fékk fyrir að keppa.
3. Nauðsyn á fræðslu og viðhorfsbreytingu. Það er ekki nægilegt að starfrækja lyfjaeftirlit og "hræða" íþróttamenn til hlýðni með yfirvofandi banni eða sektum vegna brota á lyfjalöggjöf íþróttahreyfingarinnar. Það þarf að fræða íþróttamenn og almenning um alvarleika þessa máls.
Samtök kvikmyndarétthafa eru um þessar mundir að vinna að því að sannfæra almenning um að ólöglegt niðurhal á myndum og tónlist sé sambærilegur glæpur og þjófnaður. Þetta er markviss fræðsluherferð til að breyta viðhorfi notenda. Sama þarf íþróttahreyfingin að gera. Það þarf að sannfæra alla íþróttamenn um að þetta sé ekki aðeins ólöglegt heldur líka siðferðislega rangt. Ennfremur er þetta frekar heilsuspillandi aðferð til að ná árangri, því ýmsar hliðarverkanir geta verið alvarlegar, jafnvel banvænar.
Nauðsynlegt er að skapa andrúmsloft sem er neikvætt gagnvart ólöglegri notkun lyfja og að íþróttamenn vilji berjast gegn þessu. Jafnvel ætti það að vera hluti af "keppnisleyfi" íþróttamanna að þeir undirgangist próf sjálfviljugir eða þeir lýsi því yfir að þeir séu á móti ólöglegri lyfjanotkun og fái jafnvel "vottun" um það að þeir séu "hreinir" eins og það er kallað. Þá eru íþróttamenn sem ná langt í íþróttum, ekki grunaðir um að hafa haft rangt við.
Íþróttahreyfingin hefur ekki efni á að lenda í mörgum áföllum af þessu tagi. Skynsamlegast væri að taka frumkvæðið í því að eyða óvissu með markvissri fræðslu og "vottun". Það kostar jú sitt, en allt forvarnarstarf gerir það, en það skilar árangri.
Marion Jones viðurkennir lyfjanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 00:12
NFL tímabilið byrjað
Keppnistímabilið í Ameríska fótboltanum (NFL) eða ruðningi eins og þetta er stundum kallað er hafið, eftir langþráða bið. Þessi íþrótt er það sem skapar sérstöðu meðal Norður-Amerískra íþrótta, ásamt hornaboltanum að sjálfsögðu.
Þessi íþrótt er klæðskerasaumuð fyrir sjónvarp og áhorfendur. Hún er í senn óöguð og þrælskipulögð. Hún er bland af hæfileikum, einstaklingsframtaki og þaulhugsaðri fyrirframgerðri áætlun.
Miklir peningar eru í húfi og öll markaðssetning þaulhugsuð og úrslitavinnsla og kynning mjög góð. Ég hvet áhugasama og forvitna að kíkja á "nfl.com" og skoða hvernig á kynna íþróttir - út frá markaðslegum sjónarmiðum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar