Færsluflokkur: Íþróttir

FIFA-listinn blöff?

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið í "frjálsu falli" niður FIFA listan í knattspyrnu að sögn sumra fjölmiðla.

Sumt er varðar þennan lista þarfnast nánari skýringa, alla vega fyrir okkur sem ekki erum innvígð í fagið og vitum lítið á hverju hann er byggður. Frammistaða liðsins hefur reyndar verið brokkgeng, en samt koma sprettir sem sýna að þetta lið getur anzi mikið, ef því er að skipta.

Lið hafa verið að færast upp og niður listan án þess að hafa leikið. Það mun væntanlega vera vegna þess að önnur lið hafa verið að leika og færst til. Spurningin er hvað liggur að baki þessari stöðuskráningu liða. Skákmeistarar fá Elo-stig eftir frammistöðu og halda þeim þótt aðrir bæti sig. Eins ætti að vera með þennan FIFA lista, nema að þetta sé e.k. markaðstól eða "söluvara.'' Í öllu falli ættu lið að geta haldið sinni stöðu, þótt önnur lið færi sig.


Áfengi böl?

Fjallað hefur verið um í hneykslunartón að veitt sé áfengi á íþróttakappleikjum hér á landi og fullyrt að áfengi og íþróttir fari ekki saman og það sé ekki gott til fyrirmyndar fyrir unga verðandi afreksmenn í íþróttum að áfengi sé veitt á íþróttavöllum. Þessi umræða hefur komið upp í tengslum við nýja veislustúku við Laugardalsvöll og vínveitingar í leikhléum þar.

Nú má um deila um forgangsatriði hjá KSÍ, hvort leggja eigi fjármuni í uppbyggingu grasrótarinnar eða nýrrar glæsilegrar stúku við Laugardalsvöll, en ásamt ríki og borg lagði KSÍ fjármuni í verkið með styrk erlendis frá.

Hins vegar þarf ekki að deila um það að vín er hluti af menningu okkar og ekki bara á föstudags- og laugardagskvöldum, heldur hluti af ákveðnum lífsstíl. Sá sem þetta ritar hefur sótt íþróttamót erlendis í rúman áratug og þar er nær undanteknarlaust veitt áfengi. Hins vegar er spurning um það magn sem hver og einn fær sér, því ég hef ALDREI séð menn kennda eða ráfandi um í áfengisvímu, þótt þeir fái sér vín- eða bjórglas með mat eða sem „sósíal“ drykk.

Mörgum okkar hættir oft til að horfa eingöngu á áfengi sem böl. Það er í hugum sumra sú mynd sem dregin var t.d. af sjómönnum í sjónvarpsþætti nú á Sjómannadaginn, þegar togarasjómenn komu eingöngu í land til að drekka frá sér allt vit og peninga. Sú mynd er hvorki rétt né algengur hluti í okkar daglega lífi lengur - vona ég.

Við þurfum að læra að fara með vín sem hluta af okkar daglega lífi. Að fá sér léttvínsglas eða bjórglas á íþróttaleik þarf ekkert að vera undantekning þar á. Við þurfum e.t.v. frekar að skapa jákvætt umhverfi um notkun áfengis í stað þess að berja hausnum í steininn og vera með allt að því heimsendatal þótt einhverjir dreypi á vínglasi.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband