Færsluflokkur: Bloggar

Grænar borgir?

Ég velti því fyrir mér hvort malbik og stórborgir hafi ekki áhrif á lofthita. Þeir sem hafa komið til stórborga að sumri til, t.d. London eða New York hafa fundið fyrir hinum ægimikla og kæfandi hita. Eins hafa e.t.v. einhverjir reynt að koma við malbikið eða götur þegar sólin skín beint á þær. Við höfum líka séð t.d. í formúlunni að veghiti getur verið um 20 °C hærri en lofthiti.

Við höfum líka leitað skjóls einhver í forsælunni, jafnvel í skugga af trjám og fundið svalara loft, en undir sólinni. Með öðrum orðum gróður dregur út hitun jarðar þar sem hann nýtir hitan í eigin vöxt og starfsemi.

Þegar borgir og borgarsvæði ná yfir stóran hluta flatarmáls Vestur-Evrópu, austurstrandar Bandríkjanna, London og nágrenni, svo ég tali nú ekki um stórborgir Asíu, er frestandi að velta því fyrir sér hvort einhver - ef hreinlega ekki talsverð hækkun verði á lofthita í næsta nágrenni við þessar borgir og borgarsvæði. Það vill segja að stjórborginar og malbikið á götunum, auk allra "gróðurhúsaloftegunda" leystar eru út í andrúmsloftið, hafi ekki áhrif á hina margumræddu hlýnum jarðar.

Niðurstaðan er s.s. sú hvort ekki sé tímabært að hugsa fyrir "grænum borgum" þ.e. borgum sem ekki taka í sig jafn mikinn hita og margar borgir gera í dag!


Tilvistarvandi fjölmiðla

Það kom glögglega fram í Kastljósþætti RUV í gærkvöldi (sunndaginn 13. maí) að fjölmiðlamenn eru jafnvel meira uppteknir við að búa til fréttir eða viðburði en segja frá þeim. Allar götur frá því að þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermanns sprengdu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu árið 1988, hafa fjölmiðlar verið að bíða eftir öðru meiriháttar "skúbbi", eins og það er kallað meðal fjölmiðlamanna og kvenna. Í fyrrnefndum Kastljósþætti átti að mynda ríkisstjórn eða útiloka einhvern möguleika.

Aðferðafræðin er að kreista stjórnmálamenn eins og hægt er í viðtölum og reyna að fá þá til að segja eitthvað sem er fréttnæmt eða gefa út einhverjar yfirlýsingar af einhverju tagi. Ekki er að efa að adrennalín fréttamanna gýs upp þegar þeir fá lykt af stórri frétt og við höfum dæmi um þegar þeir fara yfirum eða ganga of langt í þessari viðleitni sinni. Afleiðing þessarar ágengni fréttamanna leiðir til þess að viðmælendur þeirra fari að vera meira varir um sig og forðist að segja yfirleitt nokkurn hlut og þá er til lítils unnið.

Ekki veit ég hvert fyrirmyndir af svona fréttamennsku eru sóttar, en það sem ég hef séð bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi eru fyrirspyrjendur yfirleitt mjög fágaðir þó svo að þeir geti gengið hart eftir svörum.

E.t.v. lagast þetta með tímanum hér, en er til umhugsunar fyrir fjölmiðlamenn.


Sérstök úrslit

Meðal þess sem kemur í ljós við nýafstaðnar Alþingiskosningar er hversu það kosningakerfi sem við búum við er undarlegt, ef ekki gallað. Framboð tapar fylgir, en bætir samt við sig manni og það hefur fleiri þingmenn en annað framboð, en færri atkvæði. Það er ekki hægt annað skv. almennri skynsemi að segja að þetta kerfi sé aldeilis undarlegt. Frambjóðendur eru ýmist úti eða inni á kosninganótt og virðist hrein tilviljun ráða því hvort hinn eða þessi er inni. Enn síður er hægt að átta sig á því af hverju þetta gerist.

Dæmi um þetta ranglæti er í Reykjavík norður. Þar fær Samfylkingin þrjá kjördæma kjörna þingmenn og tvo uppbótarmenn. Samfylkingin bætir við sig manni í kjöræminu frá síðustu kosningum þrátt fyrir að tapa þar um 6% fylgi. Í ofanálag færi Samfylkingin fleiri þingmenn í kjördæminu en Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk um 7% meira fylgi í í þessu tiltekna kjördæmi! Nú eru þeir verðandi þingmenn sem hér um ræðir sjálfsagt ekkert verri eða betri en aðrir, en kerfið kemur mönnum að með þessum hætti er hvorki réttlátt né sanngjarnt.

En hvað er að?

Jú það er þessi regla um jöfnunarsæti. Kerfið er hannað þannig að flokkarnir fá þingmannafjölda sem næst hlutfalli atkvæða þeirra á landsvísu. Árangur þessa kerfis er þessi þeytingur jöfnunarsæta um allt land. Markmiðið er að jafna hlutfall framboða því sem næst óháð staðsetningu þeirra. Með öðrum orðum það er verið að jafna atkvæðavægi stjórnmálaflokka, ekki kjósenda! Þetta kerfi hefur það í för með sér líka að þingmenn eru ýmist úti eða inni og engin veit neitt um sína stöðu sem getur breyst eftir úrslitum í öðru kjördæmi. Þessi leikur er að vísu skemmtilegur fyrir fjölmiðla á kosninganótt, en hefur engan annan sýnilegan tilgang.

Er ekki tímabært að hér á landi að fara að taka um kosningakerfi sem bæði er skiljanlegt fyrir almenning og sanngjarnt?


Könnun á könnunum

Útkoma þeirra skoðanakannana sem birst hafa undanfarna daga og vikur benda til þess að þær séu ekki nægilega vel gerðar. Of miklar sveiflur eru á fylgi flokkana til þess að þær geti talist marktækar. Spurning er hvort ekki megi gera eins og gert er t.d. í Bretlandi að hafa "Poll of the polls" þ.e. einhvers konar könnun á könnunum. Tekið væri meðaltal úr könnunum bæði lóðrétt og lárétt, í stað þess að horfa á þær hverja fyrir sig. Tekið væri t.d. meðaltal þriggja síðustu kannana Capcent og fundin út ein niðurstaða út frá því. Eins mætti taka meðaltal kannana sem birtast ákveðinn dag.

Þessar kannanir eru ágæt söluvara fyrir fjölmiðla og eru orðin að aðalfrétt hverju sinni. Auðveldlega er hægt að búa til fréttir e.t.v. vegna þess að ekki er áhugi á að fjalla um aðalmálið, sem eru stefnumarkmið framboðana. Þessi "sjálfhverfa" fjölmiðla er sýnilega komin út fyrir eðlilegt mörk og þeir sem "fjórða valdið" eru að bregðast.

Ekki er þörf á að setja sérstaka löggjöf um þetta, enda slíkt mjög erfitt ef ekki óframkvæmanlegt. Hins vegar þurfa fjölmiðlarnir að taka sig á í þessum efnum. Eins þurfa þessi skoðanakönnunarfyrirtæki að útskýra þennan óeðlilega mun milli kannana dag frá degi og eins kannana sem birtast á sama degi.


Sterk bein þarf til að þola góða daga

Efnahagsleg velmegun á Íslandi hefur aldrei verið meiri en hún hefur verið um þessar mundir. Á móti því getur enginn mælt. Hins vegar njóta stjórnarflokkarnir þess ekki í skoðanakönnunum. Lengi má gott bæta og öll viljum við gera betur og öll viljum við hafa það betur, en það er ekki hægt að gera allt í einu.

Eftir að Viðreisnarstjórninn féll árið 1971 tók við tveggja áratuga óstöðugleiki í efnahagslífi þjóðarinnar. Verðlagsþróun fór úr böndunum, til varð atvinnuleysi, kjör rýrnuðu og verðbólga var yfir 100% á tímabili! Viljum við taka áhættuna á það endurtaki sig?

Við kjörborðið tökum við ákvörðun um mótun efnahagsstefnu næsta kjörtímabil, jafnvel næstu áratuga. Það er auðveldara að búa til vandamál en laga þau.

Þetta þurfa kjósendur að hafa í huga þegar þeir ganga til kosninga á laugardag.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband