Færsluflokkur: Bloggar

Meiri sigur Huckabees en Obama

Niðurstöður forkosninganna í Iowa sýna að Bandaríkjamenn vilja breytingar. Clinton beið þar lægri hlut hjá Demókrötum og Giuliani átti aldrei möguleika meðal Republikana. Þessir tveir frambjóðendur hafa þótt standa fyrir hefðbundin öfl og sjónarmið innan sinna flokka. Hillary er eiginkona fyrrum forseta og Giuliani hefur lagt áherslu á svipuð gildi og Bush forseti.

Sigur Mike Huckabees kemur nokkuð á óvart, þar sem hann hefur haft minnst allra frambjóðenda af peningum úr að spila. Hann hefur hins vegar höfðað til grasrótarinnar með boðskap sínum með umburðalyndari stefnu en Bush, t.d. í utanríkismálum. Hann hefur lagt áherslu á að veröldin sé ekki annað hvort hvít eða svört, með eða móti stefnu Bandaríkjanna. Árangur Huckabees sýnir að jafnvel Republikanar séu búnir að fá nóg af Bush og Cheny og vilja breyta til. Reyndar verður Huckabee að teljast mjög sigurstranglegt forsetaefni.

Sigur Obama er fyrst er fremst ósigur Hillary Clinton. Hún hefur lengst af verið í forystu í almennum skoðanakönnunum og á tíma talið eingöngu formsatriði fyrir hana að hljóta útnefningu Demókrata. Nú hafa bæði John Edwards og Barack Obama skákað henni. Spurningin er hvort Clinton nái vopnum sínum aftur, en hún hefur þótt mikil baráttukona. Í raun hefur þessi staða verið sögð koma henni vel, því að nú getur hún sótt að Obama, en hingað til hafa aðrir frambjóðendur sótt að henni, enda í forystu. Mitt á milli Obama og Clinton hefur Edwards tekist að koma sér í góða stöðu og gæti orðið sú málamiðlun sem Demókratar sættast.

Forvitnilegt verður að vita hvort Bandaríkjamenn, þá sérstaklega Demókratar, séu tilbúnir að velja sér konu eða mann af Afrískum uppruna (Afro-American) sem forsetaefni. Umræða um jafnrétti kynja og kynþátta á sér dýpri rætur í Bandaríkjunum en flestum ríkjum heims, ekki síst vegna langrar sögu og gamalla fordóma sem enn krauma undir niðri, þótt ekki fari mikið fyrir á yfirborðinu.


mbl.is Huckabee og Obama sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Síbrotamenn“ í heilbrigðisgeiranum

Frægt var þegar Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðisráðherra, þá lenti hann í því í tvígang a.m.k. að beinbrotna. Nú er það forstjóri LHS sem er „síbrotnandi.“

Þetta er greinilega hættulegt fag!


mbl.is Spítalaforstjóri aftur með brotinn fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... já og þinglýsingargjöldin

sem er ekkert annað en arfleyfð úr fortíðinni sem nútíma stjórnvöld ættu að afnema og það starx!
mbl.is Versti þjófurinn er verðbólgan og vextirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Celtics loks í sitt gamla form

Boston Celtics, sem hefur verið eitt sigursælasta lið bandaríska körfuboltans, virðist hafa endurheimt eitthvað af sinni fornu fræð á nýhöfnu keppnistímabili. Liðið hefur mátt stríða við mikið mótlæti undanfarna tvo áratugi, eða frá þeir unnu sinn síðasta titil árið 1986. Þetta má segja að þessi umbreyting hafi verið staðfest með sigri Celtics á sínum gömlu erkifjendum í LA Lakers í Boston á fimmtudaginn.

Með tilkomu Kevins Garnett hefur nýju lífi verið hleytp í liðið sem sem leikur sem aldrei fyrr. Kaldhæðni örlaganna er að Garnett þessi kom í leikmannaskiptum við Minnesota Timberwolves, en Lakers höfðu verið að falast eftir honum líka, en fengu ekki. Hæstráðandi Minnesota ákvað að hafa leikmannaskipti frekar við Boston. E.t.v. bara tilviljun, en stjórnandi Minnesota er enginn annar en Kevin McHale, sem lét með stjörnupríddu liði Celtics á 9. áratug síðustu aldar, ásamt Danny Ainge sem lék einnig lykilhutverk með Celtics á sama tíma, en hefur nú með yfirstjórn liðsins að gera.

Aðrar sárabætur fyrir þá Celtics-menn eru í þessu dæmi líka, því núverandi þjálfari Los Angeles Lakers, Phil Jackson, þjálfaði Chicago Bulls og Michael Jordan á þessum tíma, en það voru þeir sem veltu Celtics úr sessi sem afgerandi liði í Austurdeildinni á sínum tíma og fóru oft illa með þá.


mbl.is NBA: Boston vann öruggan sigur á Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á kynningu

Ljóst er af þeim skrifum um rafmagnsbyssufréttina, að sitt sýnist hverjum. Aðilar eru ýmist með eða á móti, enda mikið grundvallarmál. Fordóma gætir einnig því miður, en þeir eru fylgifiskur fáfræðinnar.

Til að eyða slíku væri gott t.d. ef þeir Kastljóshéðnar tækju þetta mál upp og kynntu með umræðum o.fl. Í öllu falli er eðilegt að ríkislögreglustjóri hefði frumkvæðið að fræðslu til almennings um þetta mál.


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netið eins og súrefnið - nauðsynlegt

Aðgangur að netinu, upplýsingum og samskiptum er ekki aðeins "fundarstaður" framtíðarinnar, heldur nauðsynlegur þáttur í lífi flestra.

Ekki er aðeins skipst á skoðununum (bloggað) á netinu, heldur eru ýmsar upplýsingar sóttar eða fengnar með eða í gegnum netið. Möguleikarnir eru óteljandi, bankaþjónusta, verslun, nám, spjall og stjórnsýsla líka. Þótt ekkert komi í stað persónulegra samskipta, er ljóst að t.d. stjórnsýsla borgarinnar og önnur opinber stjórnsýsla ætti að taka netið meira í notkun. Sem dæmi, gæti bogarstjórinn verið á blogginu eða haft viðtalstíma á netinu o.s.frv.

Með því að sinna innkaupum, stjórnsýslu, fundum o.fl. í gegnum netið mætti spara margar bílferðir og þar að leiðandi draga úr mengun. Við getum því litið á netið sem umhverfisvænan samskiptamáta, grænan ef einhver vill!

Aðgangur að þráðlausu neti verður í framtíðinni okkur jafn nauðsynlegur og að súrefni til öndunar, sem engum hefur dottið í hug að rukka fyrir - ekki enn a.m.k.


mbl.is Borgarstjóri: Netið samkomustaður 21. aldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með endemum ...

Það verður að segjast eins og er að umræðan um hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum eða ekki er komin út í ógöngur. Nú er ráðherra álitinn vanhæfur af því að hann hefur skoðun á þessu máli, þ.e. hann er samkvæmur fyrri yfirlýsingum sínum. Væri hann ekki líka "vanhæfur" hefði hann orðið uppvís að skipta um skoðun?

Bent hefur verið á ákveðna hættu samfara því að leyfa sölu áfengis í verslunum. En væri ekki nær að skoða þessi mál með vitsmunalegum hætti, frekar en að vera með þessa sleggjudóma Björn Valur? Eru þessar yfirlýsingar ekki segja meira um þig en nokkuð annað?


mbl.is Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni en ...

Ljóst er að íslenskt kvenfólk er að sækja í sig veðrið og ánægjulegt að svona hátt hlutfall þeirra í framhaldsskólum. Konur eru einnig í meirihluta í nær öllum deildum Háskóla Íslands a.m.k. Þessi sókn kvenna í menntun mun leiða til hærri tekna hjá þeim í framtíðinni.

Eftir nokkur ár verður áhyggjuefni hvert hlutskipti karla verður og spurning hvort ekki sé orðið tímabært að hefja umræðu um jafnréttisbaráttu karla. Fari fram sem horfir, verða þeir með lakari menntun að jafnaði og þ.a.l. með lakari laun.


mbl.is Fleiri konur en karlar útskrifast úr framhaldsskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv, fortíðarhyggjan og Framsókn

Formaður þingflokks Framsóknar á ekki til orð til að lýsa hneysklan sinni yfir áhuga heilbrigðisráðherra á að nútímavæða viðskipti með áfengi, þ.e. leyfa aðgengi að því í almennum verslunum.

Fyrir ekki svo mörgum árum voru aðeins þrjár áfengisverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá var verðlagi á áfengi haldið hátt til að "draga" úr neyslu, eins og það var kallað. Bjórinn átti aldeilis að steypa þjóðinni í glötun.

Nú vill framsóknarmaddaman s.s. halda í þessa fortíðarhyggju áfram í nafni "forvarna"!!

Málið er frú Siv, að lítil drykkja eð mikil snýst ekki nema að hluta til um aðgengi. Áhugi almennings á áfengi snýst um viðhorf og þar spilar Lýðheilsustofnun m.a. stórt hlutverk. Það getur líka verið óheilsusamlegt að takmarka aðgengið of mikið, því leiðist fólk oft til kaupa á ólöglegu áfengi, smylgi og bruggi sem getur verið enn hættulegra. Í því tilfelli verður ríkissjóður ekki aðeins af tekjum heldur ennfremur af tekjum.

En það er hins vegar fróðlegt, að eina þingmanni framsóknar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um 70% íbúanna eru búsettir, skuli halda sig við fortíðina með þessum hætti og fjarlægast kjósendur flokksins enn meir. E.t.v. er það nýja línan!


Hvaða neysla mun aukast?

Miklar áhyggjur voru hjá mörgum yfir því þegar bjórsala vari leyfð að áfengisneysla myndi aukast. Eins þegar áfengisgjöld lækkuðu. Það er alveg rétt, en bara að ákv. marki.

Það er rétt að LÖGLEG og skráð neysla mun aukast. Hins vegar er jafnljóst að áhugi á heimabruggi og smygli mun minnka, þ.e. salan verður raunhæfari mælistika á heildarnotkun eða neyslu. Það ætti að vera fagnarefni landlæknis o.fl. Öruggari vara, en brugg hefur reynst varasamt - eins og dæmin sanna. Meiri tekjur í ríkissjóð og minna um ólöglega starfsemi.

Það er því stundum þannig að hin "góðviljaða umhyggja" margra forsjárhyggjumanna og kvenna hefur gagnstæð áhrif miðað við það sem henni er upphaflega ætlað.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband