30.3.2008 | 09:11
Gore í framboð?
Látið er að því liggja í fréttum að framboð Al Gore, fyrrverandi varaforseti í tíð Bill Clinton, geti verið e.k. málamiðlun eða samstaða náist innan Demokrataflokksins um hann, frekar en Hillary Clinton eða Barak Obama.
Að gera þetta að uppsláttarfrétt er talsvert hæpið. Fyrir það fyrsta er heimildin fyrrum samstarfsmenn Gore, sem beint eða óbeint gætu haft hag af því að Gore færi í framboð svo ekki sé talað um sigur í kosningunum sjálfum. Síðan er afar ólíklegt að þetta myndi gerast - en þó ekki útilokað. Gore bauð sig ekki fram og lítið reynt á hans póliríska styrk. Hvort það styrki hann eða ekki, getur í sjálfu sér verið umræðuefni og sem slíkt myndi kasta rýrð á hans framboð undir öllum kringumstæðum.
Tilefni þessara ummæla og það í raun sem gerir þessa hugmynd "umræðuhæfa" er að Hillary Clinton og Obama hafa sett talsvert niður fyrir ummæli sín um hvort annað. En, ummæli af þessu tagi er ekkert nýtt í bandarískum stjórnmálum, er reyndar algengara en hitt. Vonbrigði margra eru hins vegar að Obama skyldi fara "niður" á þetta plan.
Nú eru um þrjár vikur í næsta prófkjör og því nauðsynlegt að fjalla um eitthvað nýtt. Bandaríkjamenn hafa reyndar talsvert lengri reynslu af "fléttumeisturum" en við og er okkur e.t.v. hættara við að grípa á lofti svona "meldingar" sem frétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 20:20
Laun Kastljósmanna í dagsljósið
Er ekki alveg tilvalið að taka til umræðu í Kastljósinu ráðningakjör starfsmanna Kastljóssins?
RUV er ennþá opinbert fyrirtæki - einkafyrirtæki þó. En þeir einstaklingar sem telja sig þess komna að gagnrýna aðra einstaklinga samfélagsins fyrir þeirra orð og gerðir, ættu að vera sjálfir sér samkvæmir og vera boðnir og búnir til að ræða sín opinberu mál á sama hátt.
Þó svo lagalega sé hægt að koma í veg fyrir umræðu af þessu tagi, er það spurning hvort það sé siðferðislega fært að ræða ekki launakjör starfsmanna Kastlkjóssins opinberlega!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 20:10
Umboðsmaður óskeikull?
Nokkur umræða hefur verið vegna afstöðu fjármálaráðherra til spurninga umboðsmanns alþingis, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Sumum hefur fundist rangt að hafa skoðun á athöfnum umboðsmannsins og bregðast hart við. Nægir þar að nefna beiðni um utandagskrárumræðu á alþingi vegna þessa máls.
Reyndar er það svolítið merkilegt að það eru helst pólirískir keppinautar eða andstæðingar fjármálaráðherra sem hafa þessa gagnrýni frammi. Það dregur svolítið úr gildi þeirrar gagnrýni reyndar.
Á bak við embætti umboðsmanns alþingis er einfaldlega maður, sem getur sjálfsagt gert mistök eins og aðrir. Þó svo að núverandi umboðsmaður sé hinn vandaðasti og vel menntaður er hann mannlegur eftir sem áður.
Það var hér á árum áður sem reynt var að hefja páfan í Róm uppfyrir alla mannlega gagnrýni og vonandi er ekki nein viðleitni hér á landi til að hefja umboðsmann alþingis á þann stall. Nokkuð ljóst er það er hvorki í þágu hans eða embættisins að svo sé gert og enn minni líkur á því að núverandi umboðsmaður kæri sig um það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 17:00
Betri árangur í íþróttum!
Það hefur eflaust glatt marga hérlendis að Danir skyldu standa uppi sem sigurvegarar á nýafstöðu Evrópumeistaramóti í handbolta úr því að við gerðum það ekki sjálf. Fyrir einhverjum voru þetta a.m.k. illskárri úrslit en enn einn sigur Svíanna. Þó að Danir hafi verið í baráttunni á nokkrum undanfarinna stórmóta í handbolta hefur þeim ekki tekist að sigra fyrr en nú.
Það sem gerir þennan sigur Dana athyglisverðan er að þessu markmiði hefur verið unnið skipulega undanfarin ár, þ.e. að auka hlut Dana á alþjóðlegum vettvangi í íþróttum. Þessari stefnumótun er ekki eingöngu fylgt eftir af danska handknattleikssambandinu, heldur líka íþróttasambandinu og danska ríkisvaldinu. Ennfremur að þessi stefnumótun á ekki aðeins við handknattleik, því einnig er unnið eftir sambærilegri stefnu í öðrum ólympískum íþróttagreinum. Árið 2004 setti danska þingið sérstök lög um afreksíþróttir, um stofnun sérstakts verkefnis sem ber heitið Team Danmark (TD). Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, því að árið 2002 unnu íþróttamenn sem kepptu innan vébanda sambanda sem síðar tóku þátt í Team Danmark-verkefninu til 44 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Fjórum árum síðar eða árið 2006, unnu íþróttamenn innan þessara sambanda til 54 verðlauna, þ.e. árangur handboltaliðsins er langt frá því að vera tilviljun eða einstakur.
Þessi aukning er skýrð með bættum undirbúningi íþróttamanna og liða, markvissara starfi og bættu samstarfi innan íþróttahreyfingarinnar. Einna mikilvægasti þátturinn hafa verið rannsóknir og mælingar ásamt annarri aðstoð sem bæði einstaklingum og liðum hefur staðið til boða. TD fær árlega fjármagn frá ríkinu sem nemur rúmlega 81 milljón danskra króna. Til viðbótar kemur framlag frá danska íþróttasambandinu, tekjur af auglýsingum og sjónvarpsréttindum, en alls hafði TD um 142 millj. dkr. úr að spila árið 2006 eða svarar um 1,8 milljörðum íslenskra króna. Yfirfært á okkar aðstæður svarar þessi upphæð til um 100 m.kr. ef miðað er við íbúafjölda.Á lögum um TD er gerð krafa um mótun og framkvæmd heilstæðrar íþróttastefnu í landinu og stefnan sett á að gera Danmörku að ákjósanlegasta landinu til að ná árangri í íþróttum. Á vegum TD var gerð ítarleg greining á stöðu og möguleikum allra ólympískra íþróttagreina í landinu og þeim skipt í flokka eftir frammistöðu og getu. Í byrjun var farið ofan í stöðu einstakra íþróttagreina, frammistöðu einstaklinga og liða, umhverfi þeirra skoðað ásamt skipulagi, starfsemi, menntun þjálfara og annarra starfsmanna o.fl. Í kjölfarið var gerð áætlun fyrir hverja einustu íþróttagrein og unnið skv. henni. Þessi vinna er síðan í stöðugri endurskoðun, bæði að hálfu stjórnar TD og íþróttahreyfingarinnar. Hluti af starfi TD er mótun heildstæðrar þjálfunar og uppbyggingar afreksíþróttamanna framtíðarinnar.
Að verkefninu kemur ríkisvaldið, sveitarfélög, skólar ásamt íþróttahreyfingunni. Í stórum dráttum felst þetta starf í mótun heildstæðrar íþrótta- og afreksstefnu. Þetta starf skilar sér í betri undirbúningi íþróttamanna fyrir keppni og þjálfun. Fylgst er nánið með afreksíþróttamönnum líkamlegu og andlegu ástandi þeirra og gripið inn í ef nauðsyn krefur. Markvissar rannsóknir og mælingar eru gerðar á íþróttamönnum sem eru innan TD og styrktar- og þrekæfingar skipulagðar í kjölfarið í samráði við fagaðila. Þá er myndað þverfaglegt samstarf milli þjálfara í mismunandi íþróttagreinum til að tryggja hámarks nýtingu á þeirri þekkingu sem til er íþróttafólkinu til hagsbóta. Forystumenn íþróttahreyfingarinnar, sem tjáð sig hafa um þetta mál eru sannfærðir að þessi stefnumótun hafi skilað betri árangri og minni meiðslum hjá íþróttamönnum.Það er ekki bara íþróttahreyfingin sem nýtur góðs af starfi TD.
Mikil þekking um íþróttir og lýðheilsu verður til innan háskóla- og rannsóknarsamfélagsins. Aukin umræða í kjölfar bættrar frammistöðu leiðir af sér aukna þátttöku barna, unglinga og almennings í íþróttum. Flestum er ljóst mikilvægi góðra fyrirmynda fyrir æsku landsins. Sýnt hefur verið fram á fylgni milli góðs árangurs í íþróttum og í námi. Ennfremur verður forvarnargildi íþrótta seint metið til fjár. Aðstaða og skilyrði til æfinga og keppni hefur tekið miklum framförum hér á landi á undanförnum árum. Áhugi og metnaður íslenskra íþróttamanna er vel þekktur en árangurinn virðist láta á sér standa. Nauðsynlegt er fyrir íþróttamenn okkar að búa við sambærileg skilyrði og keppinautar okkar. Að öðrum kosti verðum við ekki samkeppnisfær í framtíðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 11:37
Hvaða greni?
![]() |
Fox reynir að svæla Obama út úr greninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 11:22
Eru Bandaríkin tilbúin fyrir Obama?
Eftir því sem nær dregur úrslitum í forkosningum Demókrata í Bandaríkjunum eykst sú óvissa hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir að kjósa sér forseta af afrískum uppruna. Bæði Clinton og Obama þykja spennandi frambjóðendur og fjölmargir kjósendur eru svo sannarlega tibúnir að gefa þeim tækifæri.
Ef hægt hefur verið að alhæfa, þá hefur Clinto sótt sitt fylgi til miðaldra kvenna og lægri launaðra þjóðfélagshópa ("bjórdrykkjumanna") en Obama hefur aftur á móti sótt sitt fylgi til betur menntaðra og launaðra (til þeirra sem drekka vín) auk kjósenda af afrískum uppruna. Annað sem hefur einkennt kjósendahópa þessara frambjóðenda er að Obama fær hlutfallslega meira fylgi í borgun og þéttbýli, en Clinton hins vegar í dreifbýli - almennt séð. Eins er athyglisvert að Clinton hefur sigrað mörgum ríkjum sunnan svokallaðaðrar "Mason-Dixon" sem upphaflega skipti Bandaríkjunum í Norður- Suður. Undantekningar eru að sjálfsögðu ríkin þar sem kjósendur af afrískum uppruna eru mjög fjölmennir. Þessar "línur" milli Obama og Clinton benda til þess að vissulega gengur þeim misvel að höfða til einstakra "ráðandi" minnihlutahópa (kvenna, kjósenda af afrískum, Suður-Amerískum uppruna, asískum o.sfrv.). Þegar kemur að kosningunum sjálfum hins vegar er spurning hvert t.d. "hvítir karlmenn" leita.
Enn annað atriði er að Clinton hefur borið sigur úr bítum í fjölmennustu ríkjunum, t.d. Kaliforníu, Texas og New York. Þannig að ef þær reglur giltu enn sem voru að sigurvegarinn í hverju ríki fyrir sig, tæki alla kjörmenn eða fulltrúa, þá væri hún svo gott sem búin að sigra forkosningarnar, með um 2.000 fulltrúa en hann aðeins um 1.200.
Í öllu máli skiptir fyrir Demókrata að sigra í forsetakosningunum í nóvember. Kosningarnar verða mjög áhugaverðar, því annars vegar verður "hefðbundinn" og hófsamur Republikani í framboði, þ.e. hvítur karlmaður og hins vegar eitthvað alveg nýtt. Hvort þeirra Clintons eða Obama sem verður síðan í framboði fyrir Demókrata, þurfa þau að ná trausti "hvítra karlmanna" sem eru að verða fjölmennasti minnihlutahópurinn í Bandaríkjunum, eins og þeir eru þegar í Kaliforníu - líklega kemur til með að ráða úrslitum í kosningunum í nóvember.
Úrslit forkosninganna í gær, þriðjudaginn 3. mars, benda til þess að Bandaríkjamenn séu enn hugsi og séu í raun ekki alveg tilbúnir að samþykkja Obama og heldur ekki Clinton. Í þeirri óvissu felast tækifæri McCain!
Hætt er við, þegar leiðtogar láta sjálfviljugir af völdum eða deyja, að þeirra sem minnst sem mikilhæfum mönnum. Dæmi um þetta eru t.d. Maó, Franco og Stalín. Hitlers er réttilega minnst sem hreinlega glæpamanns. Hver verður arfleifð Kastró?
Mannréttindi, trúfrelsi, réttindi samkynhneygðra verða seint talin í flokki afreka hans, nema e.t.v. árangur hans í fangelsun, kúgun og við að halda þeim niðri. Áætlað hefur verið að fram til ársins 1970 hafi um 5.000 aftökur átt sér stað á Kúbu í valdatíð Kastró. Sumar þessar aftökur voru ekki á "glæpamönnum" heldur liður í hans eigin valdabaráttu eða hluti af "byltingunni!"
Til eru þeir sem hefur verið ljóst því sem næst frá upphafi og það hefur komið betur í ljós síðar, að valdabrölt ýmissa í "nafni alþýðunar" hefur ekkert verið annað en eigin sókn til valda, án nokkurs tillits til almennins almennt. Er þá sérstaklega vísað til nýúkominnar bókar um Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday.
M.o.ö. tímabært er að fara skrifa sögu Kastró eins og hún var raunverulega - ekki láta fortíðina sjá um sig sjálfa.
![]() |
Kastró segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2008 | 17:48
Tvö heimsmet í frjálsum í dag
Tvö heimsmet hafa verið sett í frjálsíþróttum innanhúss í dag. Rússneska stúlkan Yelena Soboleva hljóp 1.500 m á 3 mín. 58,5 sek á móti í Moskvu og Susanna Kallur setti nýtt met í 60 m grindarhlaupi þegar hún sigraði á móti IAAF í Karlsruhe. Tími Kallur var 6,68 sek.
Frábær árangur erlendis, en íslenskir frjálsíþróttamenn hafa líka verið iðnir við bætingu meta á MÍ sem fór fram um helgina. Greinilega mikið að gerast.
Voandi verður þessum mótum gerð góð skil í fjölmiðlum, hvort sem er á net- eða prentmiðlum eða í sjónvarpi og útvarpi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 20:31
Kastljósið vill "skúbb" ekki fréttir
Í nýafstöðnum Kastljósþætti RUV var ítrekað reynt að fá bæði Svandís Svavarsdóttur og Vilhjálm Þ. til segja að einhver ætti að segja af sér vegna REI málsins. Ítrekað var reynt að að fá þau til að segja að einhver ætti að segja af sér eða hvort ekki ætti örugglega að reka einhvern!
M.ö.o. það var verið að reyna að búa til atburðarás frekar en að komast til botns í málinu eða sannleikanum. Í stað þess að spyrja hvað stæði til að bæta í kerfinu og þá vill Kastljósið sjá frétt eða "pólitískt blóð" ef svo má að orði komast.
Er ekki kominn tími til að þetta útvarp skattborgarnana fari að fjalla um málin með það fyirr augum að varpa kastljósi á viðburði, í stað þess að reyna að búa til einhverja atburðarás.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 14:37
Nóg komið af (reikingar)banni
Veitingamenn og gestir veitingahúsa kvarta sáran þessa dagana, eftir að farið var að framfylgja lögum um bann við reikingum á opinberum stöðum. Meira að segja er ekki nóg að hafa sérstakt reikingarherbergi (nema í Alþingishúsinu að vísu).
Ég verð að segja að mér finnst nóg komið af "umhyggju" eða stjórnsemi ríkisins. Sjálfur hef ég aldrei reykt og mun ekki gera. En þeir sem vilja það eiga að fá að stunda sína lifnaðarhætti svo fremi sem þeir eru ekki að valda öðrum tjóni.
Það er einmitt mergur málsins. Gefum þeim sem það vilja, tækifæri á að reykja á sínum veitingastöðum eða sérstöku herbergjum. Þetta eru einföld mannréttindi sem þingmenn leyfa sér að taka frá öðrum!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar