Tilvistarkreppa hjá Samfylkingunni?

Sú óvissa sem upp er kominn hjá Samfylkingunni í kjölfar tilkynningar formanns flokksins, að draga sig í hlé, er farin að vekja athygli. Þessi óvissa endurspeglaðist nokkuð vel þegar formaðurinn þurfti að hverfa frá störfum vegna veikinda sinna í fyrr í vetur. Þá blossaði upp óánægja með þáverandi stjórnarsamstarf og í raun þá ákvörðun formannsins að hafa farið í þetta stjórnarsamstarf.

Vandi Samfylkingarinnar er að það er lítil hefð fyrir samstarfi á vinstri væng stjórnmálanna. Reyndar er mun meiri hefð fyrir klofningi og sundurþykkju - jafnvel í nafni samstarfs eða fyrirætluna um að sameina vinstri menn. Dæmi um slíkt eru ferðalög þáverandi formanna Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins undir formerkjum sameiningar en augljóslega kom aldrei til greina að sameinast. Nýr vettvangur var framboð Ólinar Þorvarðardóttur, þingmannskandidats nú í Norð-vesturkjördæmi, til borgarstjórnar í Reykjavík í því skyni að sameina vinstri menn í Reykjavík. En fyrst þurfti hún að kljúfa sig út úr Alþýðuflokknum til þess að geta sameinað hann við önnur vinstri öfl í landinu. Að þessu leyti svipar Samfylkingunni til Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir tíma Tony Blairs, sem náði að mynda samstöðu um sókn til valda í landinu. Norsku og sænsku systurflokkarnir sem eru fyrirmynd Samfylkingarinnar hafa aldrei orðið að veruleika hér á landi.

Samfylkingin er mynduð af fólki með ólíkan grunnn og sýn - af því er virðist. Öðru megin er róttækt fólk sem styður ríkisvæðingu fyrirtækja, róttækar aðgerðir til hækkunar skatta o.s.frv. Á hinn bóginn eru þarna líka einstaklingar sem undir nafni jafnaðarmennsku vilja gefa fyrirtækjum sem mest svigrúm til að starfa. Umhverfismálin er dæmi um málaflokk sem skiptir Samfylkingunni í tvo nokkuð andstæða hópa. Landsbyggðarumræðan setur líka mark sitt á umræðu innan flokksins að nokkru leyti, nokkuð sem t.d. Alþýðuflokkurinn gamli var alveg laus við og Alþýðubandalagið eiginlega líka. Inn á milli starfa þarna líka nokkrir atvinnustjórnmálamenn sem reyna að halda fylkingunum saman undir formerkjum samstöðu og að það sé eina leiðin til að halda völdum líka. Þessir einstaklingar gætu margir hverjir átt heima í öðrum flokkum, hvort sem er á miðju, til hægri eða vinstri við Samfylkinguna.

Vinstri Grænir, sem aldrei átti að verða annað er hópur sérvitringa yst á vinstri væng stjórnmálanna, eru nú bæði orðin raunverlegt afl í íslenskri pólitík og mikil ógnun við Samfylkinguna um forystu á vinstri væng stjórnmálanna. Með afdráttarlausri baráttu í umhverifsmálum og harðri stjórnarandstöðu hefur flokknum nú tekist að taka frumkvæðið af Samfylkingunni og hefur skapað mikinn skjálfta innan hennar. Það kom berlega í ljós eftir fall bankanna í haust og þegar mótmælin hófust.

Vandamál vinstri manna hefur verið að halda liðinu saman þegar þeir eru við völd. Brestir hafa ætið komið upp á milli róttæku aflanna og þeirra sem vilja sýna ábyrgð og höfða til meirihluta kjósenda.  Nú þarf að finna formann sem getur í senn myndað hugmyndafræðilegt jafnvægi innann flokkins (þ.e. að hafa traust allra mismunandi afla) og enn mikilvægara að hafa traust út á við. Sá leiðtogi er ekki alveg í augsýn.

Sú hugmynd að gera Jóhönnu Sigurðardóttir að formanni tímabundið, er leið til að fresta ákvörðunni um framtíðarleiðtoga, enda sett fram sem skammtímalausn, á meðan er verið að finna annan einstakling sem gæti sameinað flokkinn á ný. Framboð Jóhönnu gæti forðað flokknum frá upplausn eða klofningi tímabundið, en hún er greinilega enginn framtíðarleiðtogi. Hennar tími má segja hafi fallið henni í skaut vegna kreppunnar og veikinda formannsins. Flokkurinn á enn eftir að ná saman og fara að funkera sem heilstæður flokkur sem hann þarf að verða til að ná árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 34259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband