Fordæmi fyrir því sem koma skal?

Það að svo margir flokkar haldi prófkjör, forval eða geri kannanir meðal sinna stuðningsmanna, um sömu helgina, getur verið forboði þess sem koma skal í framtíðinni.  

Í Bandaríkjunum hafa stóru flokkarnir prófkjör sín eða forval nær undartekningarlaust um sömu helgina í einstökum ríkjun, þótt forkosningarnar dragist yfir nokkra mánuði um öll Bandaríkin.

Íslensku flokkarnir gætu t.d. komið sér saman um að hafa prófkjör eða forval um sömu dagana og sameinast þá um mannskap og húsnæði. Með þeim hætti væri t.d. komið í veg fyrir að kjósendur hoppi á milli lista eins og tæknilega mögulegt er þegar flokkarnir hafa prófkjör á mismunandi tímum.

Þetta gæti leyst deiluna sem upp er komin á þingi um stjórnarskrár- og eða lagabreytingar um val kjósenda um frambjóðendur á listum á kjördag. 


mbl.is Líflegasta prófkjörshelgin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þetta er nokkuð sem ég hefði viljað sjá fyrir löngu síðan þ.e. prófkjör á sama tíma hjá öllum flokkum. Það er alþekkt að sum bæjarfélög skipta um flokka ef styðja þarf fleiri en einn frambjóðandi frá sam bæjarfélagi í ólíkum flokki. Þá yrðu kosningar sennileg tvær umferðir eða hvað? Fyrst prófkjör flokkanna til að raða upp  á lista, síðan kosning almennings í kjörklefa og endurröðun á lista.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 16.3.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Guðrún

Já, það yrðu tvær umferðir, ef svo má að orði komast. Fyrst prófkjör eins og nú tíðast t.d. hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og forval eins og það heitir hjá VG. Þá væru ákveðnir hópar kjósenda ekki að "hoppa" á milli framboða eða þeir möguleikar útilokaðir þannig.

Þetta fyrirkomulag myndi sameina kosti núverandi kerfis og þess sem deilt er um að hægt sé að koma á hér án stjórnaskrárbreytinga þ.e. persónukjör eins og það gerist t.d. á Írlandi. Helsti gallinn við það kerfi er hve kjördæmin eru fjölmenn hér, þ.e. margir þingmenn. Á Írlandi eru venjulega 3-5 þingmenn og þú velur þá með því að setja tölur við nöfn þeirra, óháð framboði. Gallinn við þetta er að við höfum varamannakerfi hér sem ekki tíðkast þar. Segjum að þingmaður úr flokki A forfallist og næstur í röðinni inn hafi verið þingmaður úr flokki B. Við þessa breytingu gæti margt riðlast, t.d. stjórnarmeirihlutar.

Jónas Egilsson, 16.3.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband