Trúverðug stjórnsýsla nýs forsætisráðherra?

Nýr forsætisráðherra hefur lýst því yfir (Kastljósviðtali 2. febr.) að vegna þess að almenningur hafi sett fram kröfu um að bankastjórn Seðlabankans víki, þá hafi hún sent bankastjórnunum bréf og beðið þá um að hætta! Eins þar sem að íslenska efnahagskerfið hafi beðið hnekki eins og hún orðar það, sé nauðsynlegt að fá það sem hún kallar faglegan bankastjóra!

Þessar fullyrðingar yfirmanns allrar stjórnsýslu í landinu hljóta að kalla á skilgreiningu hennar á því hvenær má reka embættismenn, hvað þurfi marga mótmælendur og hversu lengi þeir þurfa að mótmæla til að embættismaður verði rekinn. Það hlýtur að vera hluti af hennar nýju „ímynd" eða breyttrar stjórnsýslu sem hún hefur talað mikið um að þetta verði skilgreint. Mjög mikilvægt er fyrir framtíðarmótmælendur að fá upplýsingar um þetta atriði, svo þeir geti hagað störfum sínum skv. því.

Eins er það spurning um trúverðugleikan. Þarf ekki að rökstyðja það mál betur. Er nóg að segja „af því bara“ eða er skýringinguna að finna í bágri frammistöðu Samfylkingarinnar í nýlegum skoðanakönnunum. Þessi atriði þarf væntanlega að skilgreina, til að auka gegnsæi í stjórnkerfinu og þannig efla trúverðuleika þess. Ekki satt?

 

Það skal tekið fram  hér, að ekki er tekin afstaða til þess hvort bankahrunið sé bankastjórn Seðlabankans að kenna eður ei, eða hvort það sem kallað að „faglegur bankastjóri“ geti þá endurreist bankakerfið. Þetta er spurning um stjórnsýsluhætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 34262

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband