Nýr forseti í uppfærðu Íslandi?

Fylgir nýr forseti uppfærslunni? Hann hefur sjálfur talað fyrir nauðsyn á endurskoðun og ýmsir fræðimenn bent á stjórnlagalega óvissu sem ríkir um stöðu embættisins. Þá má því vera ljóst að skýra þarf verksvið og ramma forsetans í „uppfærslunni.“

Við uppfærslur er reynt að sníða af agnúa af kerfinu. Spurning hvort í nútímasamfélagi sé þörf fyrir forseta og það væri hluti af sparnaði samfélagsins að leggja embættið niður. 

Vonandi, ef af verður, reynist þessi uppfærsla betur en t.d. Vista kerfið gerði fyrir Microsoft. Stundum hefur komið fyrir að bjóða hefur uppá niðurfærslu aftur, þegar „uppfærslan“ bregst!  


mbl.is Uppfært í Ísland 2.0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í okkar gamla kerfi var forsetinn eiginlega óþarfur.  Spurning að taka upp amerísku stjórnarskrána?  Þar hefur forseti völd, en getur ekki overrúlað þingið.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.1.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Ásgrímur.

Það eru ýmsar leiðir til, en nokkuð augljóst að forsetaembættið er ekkert annað en arfleifð frá gamla konungsveldinu var í raun til skrauts, eins og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Bandaríkin hafa þjóðkjörinn forseta sem fer með framkvæmdavaldið. Nokkur spenna er alltaf þarna á milli, en það má margt læra af þeim í þessum efnum. Frakkar eru feti nær, þar er forsetinn með talsverð á "framkvæmdavöld", en ríkissstjórnin fer með framkvæmd framkvæmdavaldsins. Forseti Íslands hefur svolítið verið að horfa þangað sýnist mér. Í Ísrael er þingræðisstjórn, en forsætisráðherra kosinn sérstaklega og sú hugmynd að nokkru leyti skyldari franska kerfinu, en þingræðisfyrirkomulaginu okkar.

Jónas Egilsson, 28.1.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Nýji Snorri

Forsetinn hefur verið að sleikja sig upp við fjárglæpamenn og einræðis herra í öðrum löndum, hann má fara eins og hvert annað rusl á haugana mín vegna.

Nýji Snorri , 28.1.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 34223

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband