15.7.2009 | 08:22
Pólitísk uppgjöf?
Full ástæða er til að velta því fyrir sér hvort stjórnmálamenn á Íslandi hafi gefist upp við að halda í sjálfstætt Ísland. Sigurður Líndal fyrrv. lagaprófessor hefur bent á að með aðild að ESB verði sjálfstæði Íslands minna en það var á tímabilinu 1918 til 1944.
Mikill hljómgrunnur er fyrir því að "kasta" krónunni enda skilgreindur sem ónýtur gjaldmiðill. Því til sönnunar er bent á gengissveiflur og fall. Víst hefur hún fallið og er t.d. ekki nema um 1/2300 hluti sem hún var fyrir um 70 árum, þegar hún var á pari við þá dönsku. En lýsir ekki ferill krónunnar frekar efnahagsstjórnun og stöðu efnahagsmála hér, heldur en krónunni?
Hvað breytist við upptöku Evru? Annað tveggja, færist efnahagsstjórnunin, sem okkar stjórnmálamenn virðast ekki ráða við, úr landi og við fáum innfluttan stöðugleika eða að efnahagssveiflur verða jafnaðar með öðrum hætti en gengisfellingu íslensku krónunar, eins og gert hefur verið frá því að krónan var tekin upp. Efnahagssveiflur verða síðan leystar með atvinnuleysi.
Með aðildarumsókn að ESB hefur því verið lýst að við fáum "stuðning" og "skjól" af bara umsókninni - hvað þá heldur aðild, sem ber aftur bendir til uppgjafar stjórnmálamanna við stjórnun landsins.
Icesave samningarnir lýsa þessari uppgjöf hvað best. Þar hafa sýnileg mistök verið gerð, t.d. með því að framselja úrskurðarvaldi um túlkun þeirra breskum dómstólum - svo ekki sé rætt um kjörin! Gífurlegir möguleikar á stórfelldri upptöku eigna okkar samningsaðila (Breta og Hollendinga) við greiðslufall. Síðan hafa viðbrögð bæði pólitískra forystumanna í ríkisstjórn sem áður hefðu ótvírætt verið á móti svona samningum og form. samninganefndarinnar, bent til þessara uppgjafar.
Íslenskir stjórnmálamenn sýna merki um uppgjöf fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði okkar Íslendinga og stolti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.