24.6.2009 | 12:32
Ný ógn fyrir hvali!
Hvalir, undan ströndum Argentínu, hafa eignast nýjan skæðan óvin - máva sem eru farnir í auknum mæli að gæða sér á hval. Virðast mávarnir þar fylgja fordæmi kollega sinna sér og eru komnir í samkeppni við mennina um át á hvölum.
Árásir máva á hvala hafa þekkst í mörg ár, en talið er að árásum þeirra hafi aukist úr um 1% tilfella árið 1974 í um 74% nú. Mávar setjast á hvalina þegar þeir koma upp til öndunar, plokka sægróður utan af þeim og komast síðan í bert hold hvalana þar undir. Eftir verða nokkurra sentim. langar og nokkuð djúp sár sem sýking kemst í og eru dæmi um nokkur þúsund sár á einstökum hval. Þessi næringaraðferð mávanna er hvölunum til mikillar skapraunar og verja þeir nokkrum tíma til að losna við mávana með því að kafa og nærast því ekki á meðan. Bitnar þetta sérstaklega á kúm með kálfa sem einbeita sér að því að verja kálfana sína í stað þess að næra þá.
Myndir er hægt að sjá vef BBC: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8116551.stm
Nú þegar aðalfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur yfir er spurning hvort þetta sé ekki verðugt umræðuefni fyrir þá sem hafa áhuga á verndun hvala.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.