22.6.2009 | 16:27
IceSave - álagssamningar?
Það er sífellt að koma betur og betur í ljós að Icesave samningar ríkisstjórnarinnar halda hvorki lagalega né pólitíkst og að stjórnin riði til falls vegna þeirra.
Líklega mun forystumenn innan Vg. á þingi greiða samningnum atkvæði, en þar sem meirihluti stjórnarflokkana er jafn naumur (34/29) og raun ber vitni, mun það ekki duga þar sem nokkrir þingmenn munu hlaupast undan merkjum, þ.m.t. þingflokksformaðurinn hugsanlega. Þingmenn Framsóknar og Borgarahreyfingarinnar munu greiða atkvæði á móti og nú biðlar forsæstisráðherra til Sjálfstæðimanna að bjarga ríkisstjórn sinni þeirra sem hún vann hvað ötulast að koma út út ríkisstjórn í byrjun þessa árs.
Mikil gagnrýni hefur komið á samningin og ber hann ýmis merki um að hann sé gerður undir álagi og þrýstingi, ekki síst af stjórnvöldum hér á landi að ljúka honum.
- Það getur varla talist eðlilegt að allar eignir íslenska ríkisins séu til tryggingar greiðslum skv. samningum. Þetta atriði hefur ekki verið skýrt öðru vísi, en sem hræðsluáróður andstæðinga samningins.
- Eins getur það varla talist eðlilegur hlutur í samningi tveggja jafnrétthárra laga, að annar aðilinn skuli úrskurða um deilumál sem upp kunna að rísa. Eðli samninga á jafnréttisgrundvelli er að slík mál skuli rekin fyrir hlutlausum dómstól a.m.k. eða að báðir aðilar eigi kost á að tilnefna aðila í úrskurðarnefnd vegna mála sem upp kunna að koma. Þetta atriði eitt og sér kallar á ógildingu skv. venjum í þjóðarrétti, ef eitt ríki er beitt þrýstingi til að undirrita samningi sem er því óhagstæður.
- Sú leynd sem átti að hvíla á samningunum er með öllu óskiljanleg og hljómar það ótraustvekjandi að ráðherrar skuli hafa verið gerðir afturreka með þá skýringu að Bretar og Hollendingar skuli hafa krafist hennar. M.ö.o. gerð var tilraun til að blekkja bæði almenning og þingheim!
Reyndar má færa fyrir því rök að vegna ófyrirsjáanlegra breyttra aðstæðna (rebus sic stantibus), þ.e. bankahrunsins, sé Ísland ekki fært að standa við allar sínar skuldbindingar vegna bankaábyrgða erlendis. Þetta hefðu stjórnvöld átt að láta reyna á og það var reyndar tækifæri til þess í samningum við Breta og Hollendinga, sérstaklega þar sem nokkur ár eru þar til afborganir vegna þessara skuldbindinga hefjast.
En sporin hræða. Fjármálaráðherran og jarðfræðingurinn sem beitti hörkunni sex (10 á Mohrskvarðan) í stjórnarandstöðu, virðist hafa linast verulega í styrkleika gifs í viðræðum vegna Icesave-samninganna. Forsætisráðherra virðist treysta á að viðræður við ESB og skilaboð sem þeim fylgja munu bjarga okkur út úr þeim vandræðum sem stjórnvöld eru búin að koma okkur í.
Á sama tíma og Grænlendingar eru að öðlast meira sjálfstæði og eru komnir á svipaðan punkt og við árið 1918, erum við óðfluga að glata okkar, fyrst með Icesave og því næst með inngöngu í ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.