„Breska veikin“ komin til landsins?

picture_2_861432.png

Þegar Eva Joly var ráðin 10. mars sl. semsérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í meintun efnahagsbrotumútrásarvíkinganna, virðist sem hugur hafi ekki fylgt máli. Þegar Eva Joly hótarað hætta, er loks talað um að bregast við óskum hennar um starfsaðstöðu,fjárveitingar o.fl. Einnig kemur í ljós að Eva hefur ekki hafið störf ennþá,þremur mánuðum eftir að hún hóf störf.

Laun Evu eru rausnarleg, um 1,3 m.kr. fyrirfjögurra daga þjónustu á mánuði. Bæði er launaupphæðin mun hærri en launforsætisráherra og síðan er vinnuskildan mun minni en gengur og gerist áalmennum vinnumarkaði. Til að bíta hausinn af skömminni er gengið þvert áyfirlýsingar um að engin laun hjá hinu opinbera ættu að vera hærri en launforsætisráðherra. Evu Joly til aðstoðar, sem e.k. tengiliður við stjórnvöld,var ráðinn arkitekt, sennilega vegna hinnar sérstæku þekkingar sinnar, sem færum hálfa milljón króna á mánuði fyrir sín störf.

Án þess að lagt sé mat á verk Evu Joly,benda vinnubrögð ríkisstjórnarinnar til þess að hugur fylgi ekki verki í þeimmikilvægu málum sem nú bíða þjóðarinnar. Né heldur virðistríkisstjórnarflokkarnir geta verið samstíga um aðgerðir. Nýjasta dæmið erIcesavesamingurinn þar sem stjórnarflokkarnir virðast vera klofnir í herðarniður í afstöðu sinni til málsins. Annað verkefni sem ríkistjórnin virðist ekkisammála um er Evrópusambandsumsóknin, þar sem annar stjórnarflokkurinn eralgjörlega á móti. Þá stenda ríkisstjórnarflokkarnir frammi fyrir um 20 milljarðakróna niðurskurði og skattahækkunum sem ekki er búið að semja um eða útfæra.Löng bið er hefur verið eftir öðrum málum eða árangri, má þar t.d. nefnavaxtalækkanir og uppgjöri á gömlu bönkunum.

Aðgerðarleysið og ástandið ástjórnarheimilinu hér er farið að minna á upplausnina í breskaVerkamannaflokknum, þar sem mun meira er gert af því að tala eigið ágæti ogmögulegar lausnir en að eitthvað sé gert og hvað þá eitthvað sé gert sem skilarárangri. „Breska veikin" hefur skotið upp kollinum aftur í Verkamannaflokknumog er farin að berast hingað, mun hraðar en aðrar flensur.


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband