Bretland að verða stjórnlaust?

Verkamannaflokkurinn breski hefur ekki fengið jafnlítið fylgi í Wales frá því í kosningunum árið 1918 og er þar í öðru sæti á eftir Íhaldsflokknum. Í kosningum til Evrópuþingsins í sl. fimmtudag missti flokkurinn um 7% fylgi, varð í 3. sæti á eftir Breska Sjálfstæðisflokknum og Íhaldsflokkum og ekki nema með um 1% forskot á Frjálslynda Demókrata sem töpuðu rúmlega 1% fylgi í þessum kosningum frá því fyrir fjórum árum. 

Þessi ósigur kemur ofaná skelfileg úrslit fyrir Gordon Brown og Verkamannaflokkinn í sveitarstjórnarkosningum fyrir helgi, þar sem þeir misstu meirihluta í fjórum sveitarstjórnum og tæplega 300 sætum í sveitarstjórnum. Íhaldsflokkurinn vann mikið á í þessum kosningum, náði meirihluta í 7 nýjum sveitarstjórnum hafa meirihluta í 30 af þeim 34 sveitarstjórnum sem kosið var um. Mestur þótti sigur Íhaldsmanna í Derbyshire, þar sem hann hefur ekki unnið meirihluta síðan 1977 og flokkur Browns tapaði 16 af 37 sætum sínum.

Við þessar hörmungar bætast við stöðugt vaxandi óvinsældir Browns og Verkamannaflokksins, tap í maí í fyrra í borgarstjórnarkosningum í London, illa útreið í aukakosningum á undaförnum mánuðum. Í raun hefur leið Browns verið niður á við allt frá því að hann tók við leiðtogahlutverki flokksins og það áður en efnahagshrunið varð.

Vinsældir Browns innan eigin þingflokks takmarkast við þá staðreynd að þingflokkurinn getur hreinlega ekki bolað honum burt. Í aðdraganda hins mikla ósgurs sl. fimmtudag, sem fyrirsjánanlegur var skv. könnunum, stóð til að gera miklar breytingar á ríkisstjórninni. M.a. stóð til að færa Alastair Darling til í starfi, en vegna fjölda afsagna fyrir kosningarnar og fyrir breytingar Browns, urðu breytingarnar minni en ella. Darling sem lækka átti í tign, sem helsta akkilesarhæl stjórnarinnar, situr áfram sem fastast sem ný kjölfesta í stjórninni. Eini árangurinn af þeim breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórninni, er að það tókst að útiloka raunhæft mótframboð við Brown - þ.e. það er að mynda pattstöðu innan þingflokksins.

Þar sem Brown situr sem fastast, vill ekki fara og ekki er hægt að hreyfa við honum gerist ekkert. Þar sem hann er rúinn öllu trausti bæði í flokknum og meðal kjósenda gerist útá við, gerist heldur ekki neitt í landsmálunum, nema að ástandið efnahagsástandið fer versnandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband