7.5.2009 | 10:29
Ísland að segja sig til sveitar?
Síðasta útspil stjórnarflokkanna er að innkalla fiskveiðiheimildir sjávarútsvegsfyrirtækja og skv. úttekt þar um, mun sú leið setja útgerðina í landinu á hausinn á 5-7 árum og þjóðnýting fylgdi í kjölfarið. Síðan yrðu bankarnir aftur gjaldþrota, en þeir eru hvort sem er í eigu ríkisins og það skiptir e.t.v. ekki máli.
Önnur aðgerð sem boðið verður upp á fyrir heimilin, er e.k. "maður á mann" aðferð og flatri 20% niðurfellingu skulda hafnað. Í stað þess að bjóða upp á innspýtingu í efnahagslífið sem gæti eytt óvissu margra á að fara yfir mál hvers og eins og meta, skipa þeim tilsjónarmann, fara fyrir dómstóla með greiðsluaðlögum o.fl. Hversu langan tíma þetta tekur veit enginn og en vandamálið er að tíminn eru peningar líka. Fyrst er óvissan aukin með lengri bið eftir úrræðum. Heimilum sem leita greiðsluaðlögunar verður skipaður tilsjónarmaður. Nú á að bíta hausinn af skömminni með því að birta nöfn þessara einstaklinga með opinberri birtingu! Öll sjálsbjargarviðleitni brotin niður.
Skipaður var vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar, viku eftir kosningar, til að skoða ríkisfjármálin. Ekkert liggur á segja ráðherrar, ríkisstjórnin hafi öruggan meirihluta - reyndar minnihluta þeirra sem mættu á kjörstað. Lausin sé að finna hjá Evrópusambandinu.
Niðurstöður eru: Engin nýsköpun atvinnutækifæra, útgerðina í gjaldþrot, heimilin bíða - enginn veit hve lengi o.s.frv.
Sá grunur læðist að bloggara að það eigi að svelta landsmenn til hlýðni við ESB og skuldinni komið á fyrri stjórnvöld.
Eina lausn efnhagsmvandans verði ríkisvæðing landsins aftur eða að ESB-aðild komi landinu til bjargar. Lausin sé í raun og veru uppgjöf og landið og þjóðin segi sig til sveitar (í Evópu)!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 34432
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekkert að innkalla Kvóta Ríkið á nóg af því í gegnum bankana.
Flest fyrirtæki í sjávarútvegi eru lögnu löngu komin út úr öllum kortum með framlegð og stöðu til greiðslu afborgana af óráðsíulánum sem tekin voru til ,,fjárfestinga" í óskyldum greinum, svo sem húsnæðisfyrirtækjum, bönkum og fl.
Ríkið þarf bara að innheimta veðin (veðköll) og svo er málið dautt. Úthluta svo þeim kvóta eftir útboð sftir reglum þar um.
Síðar er hægt að breyta veiðstjórnunarkerfinu með tilliti til framleiðslugetu náttúrunnar, virðingu fyrir botninum og öllum þeim fjölmörgu þáttum,s em stuðla að heilbrygðri framlegð.
Muna, að HHHHoJ smíðaði ekkert sem er óþarft og allt sem gert er, hefur afleiðingar, stórar eða litlar.
með kærum kveðjum hornréttum
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 10:53
Hræðsluáróðurinn um að allt fari um koll ef kvótinn verður innkallaður er ákaflega dapur. Útgerðin hefur aldrei skuldað meira þrátt fyrir alla þá "hagræðingu" og "góðu nýtingu" á auðlindinni sem LÍÚ heldur fram. "Braskararnir" hafa mokað fjármagni útúr greininni og lagt í óskildar atvinnugreinar og eftir situr útgerðin með hækkandi skuldir. Aðeins örfá útgerðarfyrirtæki standa undir nafni. Bankarnir eiga stærsta hluta útgerðarinnar í gegnum lánin og þjóðin á bankstofnanir, svo nú er loksins komið að því að kvótinn sé tekinn úr höndum "braskara".
Ósköp eru kjánaleg skrifin þín um að segja sig til sveitar (í Evrópu). Þú verður að gæta þín í svona skrifum. Stjórnmálafræðingur að mennt á að vita betur.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:47
Páll.
Hvar er skjaldborgin sem átti að setja upp heimilum og fyrirtækjum til varnar? Hver eru viðbrögð fjármála- og viðskiptaráðherra þegar fólk getur ekki borgað?
Það er ekkert verið að gera til að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju. Uppgjör gömlu bankanna hefur dregist úr hófi? Nóg var biðin orðin í haust þegar allt ætlaði um koll að keyra. Nú eru þrír mánuðir liðnir og ekkert áþreifanlegt hefur gerst. Reglugerð um endurgr. Vsk. á byggingar- eða vinnustað hefur ekki enn komið út. Eftir hverju er verið að bíða? Af hverju er ekki verið að mótmæla aðgerðarleysinu?
Þjóðhagslegur ávinningur af ESB aðild liggur ekki fyrir. Krónan er ónýt, en er það ekki vegna þess að efnahagskerfið stenst ekki og verður það eitthvað betra með aðild að ESB? Það liggur ekkert fyrir um það.
Jónas Egilsson, 7.5.2009 kl. 12:04
Varðandi útgerðina Bjarni, er þetta spurning hvort við viljum endurvekja bæjarútgerðir eða koma á ríkisútgerð. Stefnan hjá Ögmundi og Steingrími er ríkisþetta og ríkishitt. BSRB eflist að nýju.
Landinn þarf að segja sig til sveitar og landið til ESB!
Jónas Egilsson, 7.5.2009 kl. 12:07
ÞEtta er mikill misskilningur hjá þér um Bæjarútgerðir.
Ef farið væri í þær breytingar sem við Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn lögðum til við upptöku kerfisins, værum við í lagi.
Útgerðir hafa farið á hausinn í stórum stíl síðustu öld og ætíð hafa verið menn sem viljað hafa kaupa bátana og halda áfram útgerð.
Opinberar útgerðir verða ekki aftir
Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 12:20
Við þurfum enga bæjarútgerð ef við látum Bretana sjá um veiðarnar, eins og ýmislegt bendir til að Samfylkingin hafi samið um í vetur! Þá þurfum við enga útgerð í landinu yfirleitt, heldur látum okkur nægja að þiggja styrki frá Brussel! Það er draumur sumra, að því er virðist.
Óháð því, þá eru ákveðnar staðreyndir sem við þurfum að takast á við. Það má vel breyta samsetningu flotans og endurskoða veiðiaðferðir, en lausnin felst ekki í að rústa einni af okkar mikilvægustu atvinnugreinum með tómri vitleysu.
EF allar útgerðir færu á hausinn, þá borgar almenningu brúsan. Nær væri að láta útgerðina fara að borga upp sínar skuldir, hætta að skuldasöfnuninni. Það þarf ekki að gerast með þjóðnýtingu samt sem áður.
Jónas Egilsson, 7.5.2009 kl. 12:49
Hálf kveðnar vísur og aðrar dýrt kveðnar.
Það vantaði bara AMEN á eftir efninu.
Heiðar Birnir, 7.5.2009 kl. 13:40
Heiðar. Ég veit hvorki hvar þitt pólitíska hjarta liggur né hversu vel þú fylgist með umræðunni. Sá grunur læðist samt að þeim sem les þín skrif og hlustar á þitt tal, að þú freistist til að horfa jákvæðar á málinu nú, en þú gerðir e.t.v. fyrir jól.
Jónas Egilsson, 7.5.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.