25.4.2009 | 12:24
50% tekjuskattur í væntum?
Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi hefur, þrátt fyrir loforð um annað, boðað 50% hátekjuskatt frá og með næsta fjárlagaári. Rökin eru þau sömu og systurflokkur Samfylkingarinnar á Íslandi hefur notað, að þeir sem hafa haft það betra eigi að borga meira.
Með öðrum orðum systurflokkar Samfylkingarinnar ætla og vilja að "skattleggja" landsmenn út úr vandanum.
Er þetta fyrirboði þess sem koma skal hér á landi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34431
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heyrði hann ætti að vera 100%
Bobbi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 17:40
Hvort sem er, sýnir þetta algjört úrræðaleysi
Jónas Egilsson, 25.4.2009 kl. 18:01
Ástandið, bæði hér heima og án efa annarsstaðar, er erfitt. Mjög erfitt. Eitt af því sem verður að gera, ásamt, mörgu öðru eru skattahækkanir. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hægrimönnum svíður eitthvað svo ógurlega mikið þegar minnst er á slíkt, nema þegar það kemur úr þeirra eigin ranni.
PR sjálfstæðismanna gagnvart skattahækkunum, eru ekki eitthvað nýtt í heldur þekkt minni hjá hægrimönnum víða, hvort heldur er hér á Íslandi eða í útlöndum. George Bush eldri notaði fyrir forsetakosninga á sínum tíma þessa brellu sem Sjálfstæðismenn predikuðu fyrir kosningarnar núna, Read my lips; no more taxes, þú veist væntanlega hvernig það endað.
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg samkvæmir sjálfum sér tala þverss og kruss.
Vísir.is 30.03.09. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok.
Pressan.is 03.04.09. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki skattahækkanir komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum Alþingiskosningum.
Jón Magnússon 09.04.07, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á heimsmetið í skattahækkunum á tímabilinu 1995-2004 miðað við verga landsframleiðslu. Sem dæmi má nefna að aukin skattbyrði á Íslandi á tímabilinu var 9.8% á meðan hún var 3.8% í Noregi og 3.3.% á Spáni.
xD.is 21.04.09. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar skattahækkunum ...
Ég spyr þig, Jónas, er ekki ekki sanngjarnt að þeir sem meira mega sín hlaupi undir bagga þegar illa árar með þeim sem minna mega sín?
Heiðar Birnir, 25.4.2009 kl. 21:16
Heiðar.
Jú vissulega hafa skattar hækkað. En þú verður líka horfa á að tekjurnar hafa hækkað enn meira. Ef skattbyrðin væri bara 9,8% þá væri þetta algjör paradís - jafnvel Hannes vinur þinn Hólmsteinn myndi brosa útí bæði. Sagan sýnir að hátekjuskattur skilar litlu, öðru en helst minni skatttekjum fyrir ríkissjóð. Venjan er sú að þetta eru tiltölulega fáiir einstaklingar sem borga þennan skatt sem skilar þar að leiðandi litlu. Hinn möguleikinn er fleiri borgi. Þá endar það venjulega með því að fólk hættir að vinna.ÞAð tekur því ekki. Reynslan hér á landi og sérstaklega í Svíþjóð sýnir þetta. Fáranlegasta dæmið var þegar t.d. Astrid Lindgren rithöfundur borgaði meir en 100% tekjuskatt í sósílastapardís Olof Palme. Síðan þegar skattar verða of háir, verða freistingar meiri að svindla.
Það verður að setja hlutina í samhengi, ekki bara skoða þá af tilfinningu. Svo einfalt er það. Þessi breiðu bök eru sem sagt fá og þó hver borgi meira, skiptir það bara svo litlu. Málið er Heiðar, það borgar ENGINN skatta með bros á vör, eða því sem næst. Allt þetta tal um hærri skatta og tóma hamingju er ekki raunhæft.
Hins vegar eru fleiri dæmi um að skattalækkanir skili meiri sköttum. Það helgast einfaldlega af því að því að þá skila skattarnir sé betur, það tekur því ekki að svindla. Síðan er mun mikilvægara að hvatinn til að vinna, koma peningum og verðmætum í umferð verður meir. Um það snýst málið.
Jónas Egilsson, 25.4.2009 kl. 23:08
Það er nokkuð ljóst að þú hefur lært eitthvað í stjórmálafræðinni.
Heiðar Birnir, 25.4.2009 kl. 23:23
Þetta eru einföld grunnatriði úr hagfræðinni, sem er hliðargrein stjórnmálafræðinnar!
Jónas Egilsson, 25.4.2009 kl. 23:41
Er hagfærði hliðargrein stjórmálafræðinnar? Það útskýrir kannski ýmislegt.
Heiðar Birnir, 25.4.2009 kl. 23:53
Stjórnmál snúast ekki bara um hagfræði, heldur stjórnsýslu, rekstur, stefnumótun, lögfræði, fjölmiðlun o.fl.
Veitingarekstur snýst að sama skapi um fleira en eldamennsku og gott vín.
Jónas Egilsson, 26.4.2009 kl. 00:07
Minn skilningur hefur verið dálítið öðruvísi Ég hef litið þannig á að stjórnmál snúast fyrst og fremst um manneskjur. En stjórnmálafræði snýst m.a. um það sem þú telur upp, og það er munur þar á.
Stjórnmálamaður á að vera í beinu samskiptum við kjósendur og vita um þarfir hans. Þjóna honum og vinna að hagsmunum sinna umbjóðenda.
Stjórnmálafræðingurinn er gagnrýnandi. Tekur út starf stjórnmálamannsins (og samfélagsins alls) finnur að því sem miður hefur farið og upphefur það sem vel er gert.
Er ég að misskilja þetta eitthvað?
Heiðar Birnir, 26.4.2009 kl. 03:12
Stjórnmál snúast um heilmarga þætti. Nefndir voru nokkrir þættir í aths. #9, en þeir eru mun fleiri, s.s. félagafræði, sálfræði, markaðsfræði o.fl. Hvorki hagfræðin sem slík eða lögfræðin eru markmið í sjálfu sér, heldur tæki. Sama um stjórnmálafræðina sem byggist ekki á að hafa fullkomin tök á þessum sviðum, heldur ná þeim saman í mynd sem hentar hverju sinni. Til að ná árangri í stjórnmálum þarf góð tengsl við kjósendur, eins og þú bendir réttilega á og reynslan hér á Íslandi sýnir og margir hafa misfótað sig á, ef svo má að orði komast. Breski Verkamannaflokkurinn hefur aftur á móti gert spunastjórnmál að aðalatriðinu og gleymt hinu, enda er Gordon Brown persónugervingur hins pólitíska spuna.
Íslensk stjórnmál hafa verið brennd því marki að stjórnmálamennirnir sjálfir hafa "vitað" allt best sjálfir og ekki þurft faglega aðstoð, heldur valið sér unga og vaxandi stjórnmálamenn sér til aðstoðar. Með því hafa þeir sér auðsveipa einstaklinga, reyndar ódýrt vinnuafl, en ekki faglega aðstoð. Mistökin verða því meiri. Eitt augljósta dæmið um þetta er ferill Ingibjargar Sólrúnar. Hún byrjaði vel, hafði tök á umhverfinu en spilaði rassinn síðar algjörlega úr buxunum. Hún varð blóraböggull í stað þess að fá samúð út á veikindi sem flestir stjórnmálamenn hefðu gert. Metið í mistökum og ofmetnaði á Davíð Oddsson sem hreinlega slátraði starti nýs formanns Sjálfstæðisflokkins með hringavitlausri ræðu á landsfundi. Hann hafði ekki úthald í faglega ræðu, heldur hélt hálf-sannleiks og hálfyndnaræðu sem eyðilagði hans framtíðar ímynd líka. Geir Haarde treysti of mikið á eigið mat á aðstæður og fór ekki að ráðum sérfræðinga um viðbrögð við bankahruninu. Hann lét DO stjórna sér of mikið, bæði ímyndarlega og e.t.v. raunverulega - alla vega raunverulega í hugum almennings. Þessi einkenni eru farin að sjást hjá Vg. Þar er kóngurinn, meistarinn sjálfur Steingrímur J. farinnn að verða full ráðríkur. Með Þuríði og Jón Bjarnason sem aukamenn á dekki á dagróðrabáti, er hann nú kominn með með kerlingar eins og Guðfríði Lilju, Katrínu Jakobs Lilju Mósesd og Svandísi sem ekkert eru tilbúnar að láta vaða endalaust yfir sig. Síðan er hagsmunagæslumaðurinn Ögmundur sem þarf að verja sitt. Nú fer að velta á því hvaða mann Steingrímur hefur að geyma. Hann er þaulreyndur í stjórnarandstöðunni þar sem hver og einn fær að koma fram að vild og skjóta. Nú þarf að búa til lið úr hópnum.
Eitt stærsta glapparskot nýrrar framsóknarforystu var að gefa Vg og Samf. í raun óútfyllta ávísun á stjórn landsins fram að kosningum. Síðan að hengja sig of fast í stjórnlaga þingið og í raun ofurselja allt annað á þann kostnað í trausti þess að það færi í gegn umræðulaust. Þarna skorti bæði reynslu í hlutverki minnihlutastjórna sem bæði Steingr. og Jóh. áttuðu sig betur á, og á ofmati á eigin stöðu. Stjórnarflokkarnir tóku það frumkvæði sem þeim bauðst og skildu hina eftir úti í kuldanum, því sem næst áhrifalausa.
Þetta ofmat íslenskra stjórnmálamanna á sjálfum sér sést e.t.v best í þeirri lausung sem var innan Frjálslyndaflokksins og hvernig þeir leyfðu sér að gera hluti sem rýrðu flokkinn algjörlega öllu trausti. Flokkurinn var stofnaður að manni sem var og er yfirfullur af spjátrungshætti - Sverri Hermannssyni - og að öðru leyti yfirfullur af þannig einstaklingum.
Til að sinna vitrænu pólitísku starfi þarf upplýsingar og rannsóknir, þekkingu og getu til að leita þeirra upplýsinga sem nauðsylegar eru og greina þar á milli. Nýta þarf kosti og eiginleika einstaklinga, en takmarka sýnileika gallanna. Þetta er ekki spurning um eina ákvörðun eða tvær, heldur vinnubrögð og hugsun, almenna skynsemi gæti einhver sagt. Gallinn er bara sá að almenn skynsemi er ekki almenn!
Þetta var bara stutt innlegg í umræðuna, en vonandi skýrir hún að einhverju leyti um hvað þessi umræða snýst - þ.e. umræðan bak við sviðið.
Jónas Egilsson, 26.4.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.