Landráð Samfylkingarinnar?

Í ljós er komið að fyrrv. utanríkisráðherra og form. Samfylkingarinnara var búin að gera leynisamkomulag við Breta vegna Icesave deildunnar.

  • Í staðinn fyrir eftirgjöf á Icesave og hrað-meðferð á umsókn Íslands í ESB var búið að semja um aðgang Breta að fiskveiðilögsögu Íslands! Það vill segja að búið var að semja um farmsal auðlindanna og inngöngu í ESB í desember sl. Þessi staða skýri í raun þrýsting Samfylkingarinnar á samstarfsflokka sína um að skipta um skoðun, fyrst Sjálfstæðisflokkinn, síðar Vinstri græna!
  • Einnig vildi utanríkisráðherran ekki halda til streitu hagsmunum Íslands í viðræðum við Bretanna, m.ö.o. hagsmunum fórnað fyrir aðild!

Minnt er á í þessu sambandi ákvæði í hegningarlögum. Þar segir:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. 

 Spyr sá sem ekki veit!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög athyglisverð færsla hjá þér, Jónas. Geturðu upplýst, hver er heimild þín fyrir því, sem kemur fram í tveimur inndregnu málsliðunum strax á eftir upphafssetningu þinni?

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Það er með ólíkindum að þú sem titlar sjálfan þig stjórnmálafræðing skuli halda fram slíkum ásökunum án þess að vísa í neinar heimildir. Þessi landráðastimpill sem margir sjálfstæðismenn og Evrrópuandstæðingar viljið klína á þá sem vilja fara í aðildarviðræður við ESB er auðvirðilegur og ekki sæmandi í lýðræðislegri umræðu. 

Lárus Vilhjálmsson, 23.4.2009 kl. 19:30

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Vegna þessa máls er skyndifundur í utanríkisnefnd alþingis í fyrramálið (föstudagsmorgun) og létt hefur verið af leynd fyrir nefndina af gögnum frá Bretlandi.

Jónas Egilsson, 23.4.2009 kl. 19:31

4 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jónas.

Já það var vitað að Ingibjörg Sólrún var á einum eða fleiri leynifundum varðandi Icesave

Þetta er landráð.

Hver gaf henni umboð til þessara samninga hún hefur ekkert sjálfkrafa umboð til samningsgjörðar í þessu máli -  sem utanríkisráðherra.

Svo var hún ein í þessum ferðum! það hef ég nokkuð góða vissu fyrir.

Hún var ekki í heilsufarslegu ástandi á þessum tíma til að gera nokkuð svona - kannski er það einmitt þess vegna sem hún hefur rokið í það - það kom svo oft í ljós í fjölmiðlum að hún hafði dómgreindar rof - þannig að hún hefði ekki átt að koma nálægt neinu sem hét ákvarðanataka eða forræði heillar þjóðar.

Það hlýtur að vera hægt að rifta slíkum gjörningi..........

Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar Jónas - ég er því miður hrædd um að þær séu réttar.

Benedikta E, 23.4.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Benedikta E

Lárus -  sparaðu stóru orðin þau eru ekki tímabær - en ég skyl að það setji að þér angist - hægri eða vinstri á ekki heima í þessari umræðu.

Landráð varðar heilaþjóð !

Benedikta E, 23.4.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Heiðar Birnir

Ljótt ef satt er.

Heiðar Birnir, 23.4.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef einhverjar upplýsingar eru af fundum, þá ættu þær að koma fram á fundinum í fyrramálið. Þangað til held ég að það sé ráð, að saka fólk ekki um landráð eða aðra glæpi. Við lifum í samfélagi sem þarfnast meiri virðingu milli manna.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónas hafði nú spurningarmerki á eftir fyrirsögninni og sagði í lok færslunnar: "Spyr sá sem ekki veit!" En ég bíð frétta af fundinum ...

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 00:42

9 Smámynd: Benedikta E

Á heimasíðu Björns Bjarnasonar.

Tilboð Breta:Íslendingar heimili veiðar,samþykki Icesave og fái hraðferð í ESB.

Ingibjörg Sólrún lét undirbúa hraðferðina með leynd.

23.4. 2009

Nákvæm samantekt á atburðarrás málsinns

Benedikta E, 24.4.2009 kl. 01:50

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér: http://fiskurfiskur.blog.is/blog/fiskurfiskur/entry/860964/, hjá Pétri Guðmundi Ingimarssyni, í löngu innleggi á nýliðnum degi, er afar merkilegt efni um þetta – líkl. það sem þú ert að vísa til, Benedikta, af vefsíðu Björns Bjarnasonar, þótt ég hafi ekki fundið það þar, en í innlegginu langa á tilvísaðri vefsíðu kl. 17:17 á nýliðnum 1. sumardegi er þetta allt saman tekið upp og sett þar inn.

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 02:19

11 Smámynd: Heiðar Birnir

Jónas beitir hér þekktum aðferðum, tekur Nixon á þetta.  Eins og hann segir sjálfur í athugasemd:

Nixon kallaði þessa aðferð "Let them deng it" þ.e. að henda fram ásökunum og láta varnaraðilana síðan sanna að þær væru ekki réttar! Bloggsíður eru yfirfullar af svona dylgjum og hálfkveðnum vísum.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 09:12

12 Smámynd: Heiðar Birnir

Átti að sjálfögðu að vera "Let them deny it".

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 09:21

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kynntu þér, Heiðar Birnir, það sem er að finna á tenglinum inn á síðu Péturs Guðmundar. Sjálfur trúi ég Ingibjörgu Sólrúnu til ýmissa hluta, svo auðsveip er hún gagnvart Evrópustórveldinu.

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 09:35

14 Smámynd: Heiðar Birnir

Jón Valur, takk fyrir að benda mér á þennan hlekk.  Þarna fóru fram skoðanaskipti fólks.  Í fljótu bragði sýnist mér ekkert nýtt vera þarna á ferðinni.  Báðir aðilar hafa rétt fyrir sér í þessu máli, svo einfalt er það.

Það er nefnilega ekki ekki hægt að útiloka inngöngu í ESB og það er ekki hægt að mæla með inngöngu nema allt sé uppi á borðum.  Í dag er talað þvers og kruss um þessa hluti, eitt í dag og annað á morgun.  Kannski er ég bara svo illa gefinn að það dugar mér ekki til að taka afstöðu.  Langhundur Björns Bjarnasonar, sem var "límdur" þarna inn,  hjálpaði ekki til, en hann fékk mig þó til að velta því fyrir mér hvers vegna það hafi verið Framsóknarflokkurinn sem óskar eftir þessum fundi í utanríkismálanefnd, ekki fyrrum samráðherrar í Sjálfstæðisflokki.  Fyrrum dómsmálaráðherra lætur sér nægja að blogga um hlutina.

En það væri gaman að vita hvaða ýmsu hlutir það eru sem þú trúir upp á Ingibjörgu?

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 10:49

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlustaðu á mig á Útvarpi Sögu í dag, kl. 12.40–13.00.

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 10:54

16 Smámynd: Heiðar Birnir

Jæja fundurinn búinn og þá vitum við það:

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra var gestur á fundinum. Hann segir ekkert þar hafa komið sér á óvart en taldi að gögnin gætu skýrt ýmislegt fyrir þingmönnum sem þeir vissu ekki áður.

Þá er hægt að velta því fyrir sér hvort Geir sé samsekur fyrst það hafi ekkert komið honum á óvart.  Nú eða það sem kannski er líklegra, að þetta hafi bara verið stormur í vatnsglasi.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 12:36

17 Smámynd: Jónas Egilsson

Siv í sjokki eftir fund utanríkisnefndar alþingis, í morgun, föstudag. Hvað hún fékk að vita liggur ekki fyrir a.m.k. vegna trúnaðar, sem Jóhanna vill greinilega ekki birta sem fram komu í utanríkisnefndarinnar, enn sem komið er a.m.k.

Heiðar er nokkuð fljótur að álykta, svona í stíl Nixons sýnist mér hér að ofan - og svolítið hagrætt að eigin sjónarmiðum.

Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 12:56

18 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég "hagræddi" mínum sjónarmiðum eftir orðum Geirs Haarde.  Það kom honum ekkert á óvart á þessum fundi.  Fljótfær? Jú kannski, en taldi mig vera með traustar heimildir.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 13:09

19 Smámynd: Jónas Egilsson

Jón Valur tók þetta mál ekki nægilega vel fyrir í pistli sínum í hádeginu, en hefði getað gert það. Samt minntist eigi að síður á þetta mál þar. E.t.v. erfitt að fjalla um þetta þar sem litlar upplýsingar eru fyrir hendi og leynd hvílir á mikilvægum gögnum í málinu.

Heiðar og heimildirnar. Það er stóra spurningin!

En njótið helgarinnar.

Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 13:24

20 Smámynd: Heiðar Birnir

Heimildirnar eru frétt á mbl.is, viðtöl við Siv Friðleifsdóttur og Geir Haarde:

Geir Hilmar Haarde:  Það kom honum ekkert á óvart á þessum fundi.
Siv Friðleifsdóttir:  Atburðarrásin sé ævintýralegri en hún hafi nokkurntíma ímyndað sér og hún sé slegin yfir þeim upplýsingum sem hafa komið fram.  Málið hafi þó ekki skýrst mikið.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 14:13

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú gleymir þessu þó, Heiðar:

Hún (Siv) sé bundin þagnarskyldu um það, sem fram fór á fundinum, en hún skori hins vegar á Jóhönnu Sigurðardóttur að upplýsa um það, sem þar kom fram, svo mikilvægt sé það.

Og á ekki þjóðin heimtingu á því, að allt sé uppi á borðum? Tala ekki Jóhanna og Samfylkingin um 'gagnsæi'? Hefur hún kannski eitthvað að fela af gjörðum fyrrv. formanns flokksins?

Ég veit, það Jónas, ég talaði ekki nógu ýtarlega um þetta, bara í blálokin, enda talaði ég að miklu leyti frjálst, án texta af blöðum, og hafði um margt að ræða. En þetta verður sennilega í endurflutningi á Ú. Sögu kl. 18.00 í dag og svo aftur seint í kvöld og á morgun.

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 15:50

22 Smámynd: Benedikta E

Það er ekki flókið að sjá hverjum Jóhanna er að hlífa ef hún opinberar ekki málsgögnin.............  

Ef þar væri eitthvað sem kæmi Sjálfstæðisflokknum illa þá væru "gatasigtin" í Samfylkingunni löngu búin að leka því...................

Þessa fullvissu getum við allavega haft með okkur inn í kjörklefann.

Benedikta E, 24.4.2009 kl. 15:51

23 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar.

Mér sýnist Benedikta hafi hitt naglan nokkuð vel á höfuðið í þessu máli. Hingað til höfum við getað "treyst" því nokkuð vel að þau mál leki sem koma andstæðum Samfylkingarinnar illa.

Enn og aftur er Jóhanna uppvís af því að vera ósamkvæm sjálfri sér. Nú hentar það ekki að öll spil séu uppi á borðinu. Nú vill Árni Þór allt í einu virða rétt rannsóknarnefndarinnar til að stjórna málsmeðferðinni!

Athyglisvert, gæti einhver sagt:

Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 16:03

24 Smámynd: Heiðar Birnir

Geir Haarde segir ekkert hafa komið á óvart, ergó ekkert nýtt komið fram. Ef eitthvað, óeðlilegt/ólöglegt, verið gert af hálfu Samfylkingar, hvers vegna í ósköpunum hafa Sjálfstæðismenn ekki komið með það fram á sjónarsviðið? Þeir hafa allt að vinna og engu að tapa.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 18:49

25 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrir landráð fyrr í dag.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 19:27

26 identicon

Heiðar. Geir sagði að SÉR hefði ekkert komið á óvart. Sem æðsti ráðamaður þjóðarinnar á sínum tíma hafi hann allar upplýsingar en var bundinn og er enn, þagnarskyldu. Talandi um að mála sig svo út í horn að maður tönnlast og stagast útí í eitt. Ég nennti ekki að telja færslurnar frá þér en þær eru allar eins, innihaldslausar.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 19:41

27 Smámynd: Heiðar Birnir

Runólfur, takk fyrir að lesa færslurnar mínar, þó þér hafi þótt þær innihaldslausar. Ég er ekki búinn að mála mig út í horn, enda hefi ég engra hagsmuna að gæta. Er ekki stuðningsmaður Samfylkingarinnar.

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 20:02

28 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar.

Þú gerist því miður aftur sekur um að einfalda þessi mál fullmikið. Málið snýst um það hvort ISG hafi gert samninga bak við tjöldin við Breta, samnigna sem aðrir stjórnmálamenn (a.m.k. utan Samfylkingarinnar) vissu ekki um, jafnvel ekki samráðherrar hennar. Flokkssystkyn ISG í Bretlandi hafa verið að leka upplýsingum um þessi mál. Pólitísk viðbrögð Samfylkingarinnar vegna ESB styðja þetta mál. Trúnaður yfir gögnum frá fundi utanríkisnefndar gerði það að verkum að ekki fást svör við þessari spurningu. Viðbrögð Sivjar benda til þess að þarna sé ekki aðeins fiskur heldur heil fiskitorfa undir steini. Þetta er kjarni málsins.

Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 20:24

29 Smámynd: Heiðar Birnir

Já, einmitt, þú segir

Málið snýst um það hvort ISG hafi gert samninga bak við tjöldin við Breta, samnigna sem aðrir stjórnmálamenn (a.m.k. utan Samfylkingarinnar) vissu ekki um, jafnvel ekki samráðherrar hennar.

Geir  Haarde sagði eftir fundinn,:

...ég held að þetta hafi skýrt ýmislegt fyrir þingmönnum sem ekki höfðu áður haft aðgang að þessum upplýsingum, sem til dæmis ég hef haft aðgang að.

Er Geir ekki að segjast hafa haft þessar upplýsingar?

Þú mátt svo sem alveg ásaka mig um að einfalda hlutina.  En ég get bara ekki skilið þetta nema á einn hátt. 

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 21:40

30 Smámynd: Jónas Egilsson

Kæri Heiðar.

Þú er vísvitandi að misskilja þetta svona álíka sannfærandi og Steingrímur J. og Jóhann S. í Evrópumálunum!

Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 22:00

31 Smámynd: Heiðar Birnir

Jæja, er ekki bara ágætt að setja punkt hér. 

Heiðar Birnir, 24.4.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband