20.4.2009 | 12:19
Spunameistarar vinstri manna
Gordon Brown kveðst ekkert vita um fortíð nýrekins spunameistara síns, Damian McBride og alsaklaus af ófrægingarherferð hans gegn nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þessi afsökun Browns er svolítið hjáróma ef ferlill spunameistarans er skoðaður. Bara lokaritgerð hans í sagnfræði við Cambridge kemur fram að ...
- með óeirðum og mótmælum er hægt að ná fram breytingum á stjórnarfari og
- með því að koma af stað getgátum og sögusögnum er hægt að koma af stað óeirðum
Eins og áður sagði kannast Gordon Brown ekkert við skrif spunameistara síns, sem hann réði þó sérstaklega sjálfur til að sjá um kynningarmál sín og starfaði á skrifstofu hans í Downingstræti 10!
Þetta vekur upp áleitnar spurningar um aðferðir sumra vinstri manna hér á landi a.m.k. þegar reynt er að koma markvisst upp sögusögnum, getgátum um t.d. Sjáflstæðismenn með hálfsannleik, getgátum o.fl. í þeim dúr. Stöð 2 virðist nýtast vel í þeim tilgangi að koma slíkum fréttum á framfæri.
Bretar a.m.k. virðast sjá í gegnum þessa spuna og hafa vinsældir forsætisráðherrs náð nýjum lægðum, um 26%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.