20.4.2009 | 10:14
Er fréttatofa Stöðvar 2 treystandi?
Fréttastofa Stöðvar 2 er stöðugt að skúbba fréttum um REI málið svokallaða. Nú síðast eru birtar fréttir um gífurlegan áhuga ónefndra erlendra frjárfesta í REI í október 2007. Málið á að hafa verið svo langt komið að fulltrúar erlendu fjárfestanna, sem voru að sjálfsögðu virtir, að sögn fréttamannsins Höskuldar Schram. Þingframbjóðanda Sjálfstæðisflokkins er blandað í málið og það gefið í skyn að hann sem þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi ekki sinnt fyrirspurnum útlendinganna, vegna áhuga á sameiningu við Geysir Green Energy, hafi fjárfestingar möguleiki klúðrast og OR orðið fyrir gífurlegu tjóni þess vegna.
Marg er athugavert við þessa frétt. Í fyrsta lagi var viðkomandi þingframbjóðandi ekki stjórnarformaður OR á þessum tíma. Eins er margt gefið í skyn og almenningur látinn túlka fréttina
Annað tveggja, er hér um beinan áróður og vísvitandi rangfærslur að ræða, eða að fréttastofa Stöðvar 2 er ekki meiri fréttastofa en það teknar eru upp gagnrýnislaust "fréttir" sem koma úr hópi andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.
Vakna upp spurningar um hvort Svandis Svavarsdóttir, sem hefur verið iðin að fjalla um málið sé hinn raunverulega uppspretta þessarar fréttar og gangi Stöð 2 erinda hennar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.