Sorglegt

Dapur vitnisburður um þessa velferðarríkisstjórn að hún skuli ekki geta eða vilja semja.

Hægt er hins vegar að borga erlendum ráðgjafa 1,3 m.kr. á mánuði fyrir fjögurra daga vinnuframlag!


mbl.is Engin sátt í Breiðavíkurmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

1,3 milljónir eru smámunir við það sem þessi kona getur áorkað fyrir vora þjóð. Líttu bara svona á þetta Jónas: Nafni þinn og fyrrverandi framkv.stjóri FME var með sömu mánaðarlaun. Var þeim ríkisútgjöldum vel varið? Þótt þetta séu há laun fyrir erlendan sérfræðing þá er eina svið íslenskrar stjórnsýslu sem EKKI Á AÐ SPARA í útgjöldum rannsókn á efnahagshurinu. Íslenskir embættismenn og lögregluyfirvöld ráða ekki við verkefnið. Eva Joly hefur náð frambærum árangri á alþjóðavísu við að afhjúpa glæpamennina og við eigum frekar að gleðjast yfir því að hún verði til aðstoðar heldur en að væla yfir nokkrum milljónum sem koma til baka margfalt.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.4.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Bíddu aðeins Guðmundur

Þetta eru kr. 325 þús. pr. dag þessa fjóra daga sem hún er að vinna f. okkur!

Mánaðarlaunin, 1,3 væru ekki út úr kortinu fyrir fullan mánuð, en þetta eru FJÓRIR dagar í mán., sem eru TVÖFÖLD lágmarkslaun Á DAG! Er það ekki aðeins og mikið í lagt?

Jónas Egilsson, 2.4.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jónas. Það hreyfðist ekki spönn úr rassi þegar Geir var forsætisráðherra, eftir að skýrslan kom út. Hann vildi ekki biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnvalda. Hann talaði um sanngirnisbætur gegn því að þolendurnir sannfærðu geðlækna um skaða sinn.

Jóhann hefur beðist afsökunar og lagt fram tillögur sem Breiðavíkursamtökin telja vissulega ekki fullnægjandi, en innifela öllu hlýlegri andrúmsloft en kuldinn hans Geirs. Verði þér að góðu að skamma velferðar-Jóhönnu. Því þá húðskammar þú Geir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Friðrik Þór.

Samanburðarfræðin er sérgrein ykkar vinstri manna. Ef rætt er um þá, þarf að fara í samanburð, ekki ræða hlutina efnislega. Þó ég gagnrýni Jóhönnu, er ég alls ekkert að taka undir það sem aðrir hafa gert eða ekki gert.

Jóhanna hefur gefið sig út fyrir að vera hugað um þá sem minn mega sín og fær nú tækifæri til að standa við hugmyndir sínar og virðist vera að gefa eftir undir álaginu. Orðin, jú þau voru skref í rétta átt, en þau duga lítið þegar upp er staðið. Þetta mál reyndar lýsir stjórnmálaferli Jóhönnu vel, tala mikið, sýna hörku útávið, en aðgerðirnar láta standa á sér. Það eru fleiri dæmi til um þetta tvöfalda siðferði Jóhönnu - því miður.

Jónas Egilsson, 3.4.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Samanburðarfræðin er þá akkilesarhæll ykkar hægri manna?

Ég hafði ekki orð á þessu sem vinstri maður, Jónas. Ég sit í stjórn Breiðavíkursamtakanna. Ég hef setið þessa fundi. Ég veit um muninn á viðmótinu, Jónas. Ég fann á eigin skinni vatnaskilin sem urðu. Ekki þú. Þú varst víðs fjarri. Þú veist ekkert um málið. Þú slengir því fram að viðmælandi samtakanna hvorki geti né vilji semja, en ferð þar með tóma steypu. Ef eitthvað helduraftur af Jóhönnu þá er það peningaskorturinn sem þínir menn bera fremur öðrum ábyrgð á. Þá er það hrunið sem þið eigið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.4.2009 kl. 10:04

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Friðrik Þór.

Reyndar er kynntist ég frú Jóhönnu fyrir um 20 árum síðan þegar hún var ráðherra félagsmála. Satt best að segja gef ég ekki mikið fyrir hennar langanir ef hún getur ekki metið ástandið í réttu samhengi. Hér á ég við skort á raunsæi hennar. Eitt er að segja hlutina og vilja gera þá jafnvel og mögulega af einlægni, en annað er að framkvæma þá.

Vatnakilin segir þú. Vera má að Jóhanna hafi ekki aur, enda fara kr. 325 þús. á dag þessa daga sem Eva Joly er að vinna! Þá eru til peningar! Hvert eru þeir sóttir? Það eru til peningar, ef það er raunverulegur vilji til að leysa málin. Það getur ekki skipt máli hvort þetta er borgað út í ár eða á næstu fjárlagaárum. Bæði fyrri ákvörðun alþingis og ástandið er í raun fyrirsláttur - helber.

Ég mér þá von að þessi mál leysist farsællega. Sjálfur þekkti ég dreng sem sendur var þarna á sínum tíma og hef því smörþefinn af þessu. En kröfurnar þurfa að vera raunhæfar.

Jónas Egilsson, 3.4.2009 kl. 11:04

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk. Við þetta hef ég engu að bæta.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.4.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband