21.3.2009 | 09:37
„Ekki gera ekki neitt“
Tími hástemmdra yfirlýsinga er liðinn og tími aðgerða líka, en ríkisstjórnin er fallin á tíma, en lítið er farið að bóla á aðgerðum fyrir fjölskyldur og atvinnulífið í landinu, á meðan vandinn eykst og atvinnulausum fjölgar.
Nokkrum smáatriðum hefur verið komið til framkvæmda eða komið frá ríkisstjórninni:
- Búið er að skipta um stjórn Seðlabankans. Árangurinn af nýrri stjórn varð 1% lækkun. Sú aðgerð að skipta um stjórn tók þrjár vikur í þinginu og á meðan gerðist ekkert annað í efnahagsmálum þjóðarinnar.
- Fjármálaráðherra hefur sett fram hugmyndir um myntsamstarf við Noreg, sem Norðmenn sjálfir hafa hafnað!
- Skatthækkunum hefur verið lofað!
- Blásið hefur verið á tillögur um skuldalækkun almennings og fyrirtækja þar sem gætu sett hjól efnahagslífsins af stað að nýju.
Áfram mætti telja. Spurning er hvort ekki sé tímabært að setja loforðalista ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms í innheimtu!
A.m.k. ætti þau að taka kjörorð einnar innheimtustofnunar til skoðunar Ekki gera ekki neitt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég sá þessa fyrirsögn, hélt ég snöggvast að ég hefði ferðast aftur í tímann og lent á haustinu 2008, þar sem Geir væri ákallaður (svona PLÍÍÍS) og beðinn um að ranka við sér. Geir kallinn hafði reyndar fjóra mánuði eftir hrun (og mörg ár fyrir hrun) til að bregðast við, en geðdeyfðin var allsráðandi og því gerði hann ekkert.
Ég frábið mér þess háttar stjórnendur og veit um nokkra sem segjast flytja úr landi ef Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn.
Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:56
Kolla.
Ekki er ljóst hvað þú varst að lesa í vetur, en til glöggvunar er hér listi sem með aðgerðum fyrrv. ríkisstjórnar:
1. Setning neyðarlaganna veitti FME heimild til að taka yfir starfsemi banka
2. Settur var upp upplýsingavefurinn www.island.is með miklu magni af upplýsingum um efnahagsvandann og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
3. Símaver var sett upp í utanríkisráðuneytinu - 30 starfsmenn unnu á vöktum við símsvörun frá kl. 8 - 22 alla virka daga fyrstu vikurnar eftir hrunið
4. Fjölmiðlamiðstöð var opnuð fyrir erlenda blaðamenn í Miðbæjarskólanum frá 7. - 15. október
5. Nýtt embætti sérstaks saksóknara var stofnað
6. Sérstök rannsóknarnefnd var skipuð til að rannsaka aðdraganda hruns bankanna
7. Frumvarp dómsmálaráðherra um skuldaaðlögun hefur verið kynnt þingflokkum
8. Samið var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu og efnahagsáætlun til tveggja ára
9. Alþjóðlegt matsfyrirtæki, Oliver Wyman, var fengið til að vinna endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna
10. Tilmælum var beint til viðskiptabankanna í eigu ríkisins um að frysta afborganir skuldara á myntkörfulánum
11. Óskað var eftir samstarfi við stjórnvöld í Lúxemborg um að veita rannsóknaraðilum nauðsynlegan aðgang að gögnum
12. Dráttarvextir voru lækkaðir með lagabreytingu
13. Víðtæk endurskoðun hefur verið hafin á löggjöf á fjármálamarkaði
14. Reglugerð var sett um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar
15. Vinnumálastofnun var efld vegna aukins álags
16. Atvinnuleysisbætur greiddar á móti hlutastarfi til að sporna gegn atvinnuleysi
17. Réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga til atvinnuleysisbóta var rýmkaður
18. Atvinnuleysisbtækur voru hækkaðar um áramót
19. Ýmis vinnumarkaðsúrræði voru efld
20. Réttur fólks til atvinnuleysisbóta samhliða þátttöku í ýmsum verkefnum var tryggður
21. Sjálfboðaliðastörf voru viðurkennd sem virkt vinnumarkaðsúrræði
22. Boðið var upp á atvinnutengda endurhæfingu
23. Tryggður var réttur til atvinnuleysisbóta samhliða námi
24. Skilyrði fyrir búferlastyrkjum voru rýmkuð
25. Starfshópur var skipaður um leiðir til að sporna við atvinnuleysi
26. Ný vísitala tekin upp við reikning á húsnæðislánum
27. Íbúðalánasjóði voru veitt úrræði til að bregðast við vegna greiðsluvanda einstaklinga
28. Tilmælum var beint til fjármálastofnana um úrræði við viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum
29. Lánstími greiðsluerfiðleikalána var lengdur
30. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að annast leigumiðlun íbúðarhúsnæðis
31. Íbúðalánasjóði var veitt heimild til að taka yfir íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja
32. Starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var efld
33. Íslendingum erlendis var veitt fjárhagsaðstoð
34. Bætur, styrkir og frítekjumark hækkuðu um 9,6%
35. Lágmarksframfærslutryggingar lífeyrisþega hækkuðu um 20%
36. Reglum breytt þannig að úttekt á séreignarsparnaði skerði ekki lengur lífeyrisgreiðslur
37. 100.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur örorkulífeyrisþega framlengt
38. Stimpilgjöld voru felld niður tímabundið
39. Skuldajöfnun barnabóta var felld niður
40. Skuldajöfnun vaxtabóta á móti lánum Íbúðarlánasjóðs var felld niður
41. Tilmælum beint til innheimtumanna um aukinn sveiganleika í samningum um gjaldfallnar skattakröfur
42. Heimild var veitt til að endurgreiða vörugjöld og virðisaukaskatt af útfluttum ökutækjum
43. Gjalddögum var frestað og álag á aðflutningsgjöldum, staðgreiðslu og virðisaukaskatti var lækkað
44. Persónuafsláttur hækkaði ríflega
45. Lögum um lífeyrissjóði var breytt til að liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs
46. Breytingar á lífeyrissjóðslögum vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar við 60 ára aldur
47. Fyrirtækjum var gert kleift að gera ársreikjninga upp í erlendri mynt
48. Stutt var við sparisjóði með framlagi
49. Innlausn lífeyrissparnaðar var heimiluð við 60 ára aldur
50. Samkeppniseftirlitið kynnti skýrslu undir titlinum „Öflug uppbygging - opnun markaða og efling atvinnustarfsemi"
51. Samkeppniseftirlitið beindi tíu meginreglum um samkeppni til viðskiptabanka í eigu ríkisins
52. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um krosseignatengsl kynnt
53. Geðsvið Landsspítalans var eflt og veitt var sálfræðiráðgjöf vegna áfalls
54. Bráðaþjónusta við fólk sem lenti í tímabundnum erfiðleikum vegna umrótsins
55. Heilbrigðisstofnanir voru settar í viðbragðsstöðu
56. Sameiginlegum tilmælum var beint til stofnana heilbrigðisráðuneytisins vegna velferðar barna
57. Boðið var upp á fyrirlestra um viðbrögð vegna álags, kvíða, depurðar og svefnerfiðleika
58. Heilbrigðisstofnanir greiddu lyfjafyrirtækjum upp skuldir svo fyrirtækin gætu haldið uppi lyfjadreifingu í landinu
59. Styrkir Sjúkratrygginga Íslands vegna hjálpartækja hækkaðir, m.a. vegna gengis íslensku krónunnar
60. Styrkir Sjúkratrygginga v. næringarefna og sérfæðis voru hækkaðir
61. Sprotafyrirtæki fengu heimild til að ráða starfsmenn af atvinnuleysisskrá án þess að bætur yrðu skertar
62. Framlög í Tækniþróunarsjóð voru aukin
63. Sérstakir styrkir voru skilgreindir hjá Tækniþróunarsjóði til að koma til móts við þarfir í núverandi efnahagsástandi
64. Framlög voru tryggð til Frumtaks-samlagssjóðs sem fjárfestir í lengra komnum sprotafyrirtækjum
65. Komið var á fót frumkvöðlasetrum í samstarfi við Landsbankann og Glitni
66. Fjárfestingasamningur gerður vegna álvers í Helguvík
67. Auknum fjármunum veitt til kynningar á Íslandi sem ferðamannastað
68. Heimild til að veita aukanámslán fyrir tveggja mánaða framfærslu hjá nemum erlendis
69. Hækkun á vaxtastyrk vegna aukins fjármagnskostnaðar á yfirdráttarlán námsmanna
70. Skerðingarhlutfall námslána var lækkað úr 10% í 5%
71. Forsendum í gengisútreikningum námslána var breytt - tryggði um 23% hækkun í þágu námsmanna
72. Aukinn sveigjanleiki var veittur vegna greiðsluerfiðleika námsmanna
73. Tekjutengdar afborganir af námslánum voru lækkaðar
74. Settur var á fót bakhópur til að fara yfir úrræði og námsframboð á framhaldsskólastigi
75. Tryggðar voru sveigjanlegar fjárveitingar til framhaldsskóla á vorönn 2009 til að allir sem þess óskuðu fengju inngöngu í framhaldsskóla
76. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð til að leggja drög að stefnumótun ráðuneytisins á sviði háskólamála og vísinda vegna breyttra aðstæðna
77. Stofnaðir voru þrír vinnuhópar sem var falið að leggja fram tillögur um aðgerðir sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar í öllum málaflokkum
78. Lögum var breytt til að losa sveitarfélög undan því að greiða verðbætur á byggingarlóðir sem skilað er
79. Lögveð vegna fasteignaskatts var lengt úr tveimur árum í fjögur
80. Heimild var veitt í lögum til hækkunar útsvars sveitarfélaga og auknu fé sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
81. Mannaflsfrekar framkvæmdir voru settar í forgang við úthlutun fjár til nýrra samgönguframkvæmda
82. Nefnd skipuð um átak í þorskeldi með áherslu á seiðaeldi
83. Ákveðið að AVS-rannsóknasjóður geti stutt við rannsókna- og þróunarstarf í kræklingarækt
84. MATÍS ohf. bauð fram aðstöðu fyrir meistaranema í samstarfi við fyrirtæki, sjóði og háskóla
85. AVS-rannsóknasjóður lagði aukna áherslu á styttri verkefni og slíkar umsóknir njóta forgangs við úthlutun á styrkjum
86. Hámarksafli í þorski var aukinn um 30 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn
87. Hvalveiðar í atvinnuskyni hafa verið heimilaðar til ársins 2013
88. Íslensk stjórnvöld hafa staðið fyrir fjölda funda í sendiráðum erlendis til að útskýra stöðu mála á Íslandi
89. Aðstoð var veitt til Íslendinga erlendis, t.d. veittu sendiskrifstofur Íslendingum erlendis lán að uppfylltum ákveðinum skilyrðum
90. Krónunni var fleytt samhliða því að gripið var til aðgerða til að styrkja gengi hennar og koma í veg fyrir fjármagnsflótta
91. Virtur bankasérfræðingur, Mats Josefsson, var skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna
92. Samið var við Evrópusambandið um lausn Icesave-deilunnar og tryggt að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna
93. Mikil hagræðing í ríkisrekstri umfram það sem áætlað var til þess að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum fyrir árið 2009
94. Lán allt að þremur milljörðum dollara tryggð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi
95. Bankaráðum hinna nýju banka var gert að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu
96. Ákveðið var að skipa óháða umboðsmenn viðskiptavina í hverjum banka
97. Lög voru sett til að heimila ríkissjóði að styðja við málsókn á hendur breskum yfirvöldum vegna beitingu hryðjuverkalaga
98. Þingmenn og ráðherrar tóku á sig tímabundna launalækkun um 5-15%
99. Verkefnastjóri var ráðinn til að fylgja eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tryggja aukið upplýsingaflæði
100. Sett var í gang vinna við málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 12:13
ertu í þessum félagsskap?
Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:40
Þetta er linkurinn sem ég vísaði á í færslu 3:´
http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/
Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:05
Væntanlega ekki frú Kolla.
En hvernig er samanburðurinn?
Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 22:12
Þetta er bara fyndið séra Jónas. Samanburður við hvað? Ég renndi yfir listann frá predikarinn.blog.is og mörg atriði sem orka vægast sagt tvímælis svo ekki sé meira sagt.
En fínn félagsskapur sem þú ert í.
Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:34
Ekki er ég "séra" frú Kolla.
Eftir stendur, listi með aðgerðum, þótt hann hefði þurft að vera lengri skal viðurkennt. Eins hefði verið æskilegt að sjá fleiri fyrirbyggjandi aðgerðir. En samt, er þarna listi með aðgerðum sem "aðgerðarstjórnin" stenst ekki samanburð við. Svo einfalt er það.
Þess vegna þarf að að ganga eftir því við stjórnvöld hvort þau ætli ekki að gera eitthvað meira en lækka stýrivexti um heilt prósent og skipta út yfirstjórnum SB - jú og halda áfram að yfirtaka bankastofnanir! Þetta aðgerðarleysi fer að verða grátbroslegur pólitískur farsi og kostar heimilin, fyrirtækin og ekki síst sífellt fjölgandi atvinnulausum mikla fjármuni! Það er alvarleiki málsins frú Kolla!
Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 22:47
Þú hefur lent illa í hvítþvottinum predikari Jónas
Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:50
Jæja frú Kolla.
Ekki veit ég hvaða þú færð hina miklu þolinmæði og umburðalyndi svo af ber, í að bíða eftir aðgerðum sitjandi ríkisstjórnar. En mikið hefðu ýmsir mátt taka þig til fyrirmyndar hér á Austurvelli í janúar. E.t.v. hefur Hörður Torfason gengið í þinn skóla umburðarlyndis, nú þegar hann er mótmælandi kominn í frí.
Mikil er ró þín kona.
Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.