20.3.2009 | 23:45
Framsókn í einangrun?
Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stefnir hraðbyri að pólitískri einangrun flokksins, áður en kemur að kosningum og áður en hann kemst sjálfur á þing.
Fyrir skemmstu lýsti formaðurinn því yfir að hans hugur stefndi í vinstri stjórn. Nú hins vegar lýsir hann Samfylkingunni sem loftbóluflokki og hefur endurgoldið viðeigandi svör frá væntanlegum formanni á þeim bæ.
Fyrri yfirlýsing formanns Framsóknar kom þegar fylgi Framsóknar tók að dala eftir fyrstu uppsveiflu í kjölfar landsfundar flokksins, en hugur almennings stefndi í vinstri stjórn. Nú þegar fylgi flokksins er farið að dala og sýnt að hvorki Samfylkingin eða VG virðast hafa áhuga á samstarfi við Framsókn eða þörf, leitast Sigmundur við að spyrna við fótum með gagnrýni sinni á Samfylkinguna.
Niðurstaðan er að í viðleitni formanns Framsóknarflokksins til að efla fylgi flokksins og tryggja eigin framtíð sem formaður, hafi honum tekist að einangra sig frá bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og þar með frá stjórnarsamstarfi að loknum kosningum.
En vika er langur tími í pólitík, hvað þá mánuður. Nú er spurning hvort og þá hvernig nýjum formanni tekst til að við að rétta fylgi flokksins af og þá hasla flokknum völl að kosningum loknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.