Efnahagsstefna ríkistjórna sl. 18 ára fá viðurkenningu hjá viðskiptaráðherra

Í viðtali við Kastljósið 9. mars segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðerra að ýmsir þingmenn hafi haft uppi stærri orð um skuldastöðu en raunveruleikinn verði, þegar dæmið verði gert upp. Heildarskuldir verði á bilinu 8-900 milljarðar króna, en ekki 2-3 þúsund milljarðar, eins og t.d. Ögmundur Jónasson og Steingrímur Jóhann núverandi samráðherrar Gylfa hafa ítrekað haldið fram opinberlega sem og í þingræðum, eða þaðan af meira. Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var allt að því hrópaður út úr umræðunni þegar hann benti á hverjar skuldir ríkisins yrðu í lokin í síðasta mánuði. 

Annað, þegar dæmið verður gert upp, þá verði skuldastaða íslenska ríkisins ekki verri en meðal Evrópuríki, vegna þess að staða ríkissjóðs hafi verið það góð fyrir hrunið! Skyldu þau Jóhanna og Steingrímur J. hafa vitað þetta eða hafa þau hingað til talað gegn eigin sannfæringu?

En þakka ber það sem þakka ber. Gylfi bendir hér á árangur af stjórnun Sjálfstæðismanna í efnahagsmálum undanfarin ár. Ekki alslæmt og ríkissjóður all vel undir það búinn að taka á sig skell vegna útrásarinnar, sem allir vita að fór langt fram úr allri skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónas, ágætlega orðað hjá þér og undir margt hægt að taka. En hvernig færðu það út að Gylfi sé að veita efnahagsstjórn s.l. 18 ára viðurkenningu? Kannski þar sem skuldir þjóðarbúsins voru litlar sem engar fyrir hrunið?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Jónas Egilsson

"Súbereinfalt"

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fara með stjórnn ríkisfjármála í nær 18 ár, borga niður skuldir ríkisins markvisst, sýnt aðhald í ríkisrekstri, þrátt fyrir stöðug og hávær mótmæli núverandi fjármálaráðherra til dæmis.

Jónas Egilsson, 9.3.2009 kl. 21:19

3 identicon

Jónas, þetta fer væntanlega mest eftir því hvort menn eru að ræða brúttó eða nettó skuldir.  Snillingarnir í AGS segja alla vegana að við skuldum 2700 milljarða, en þeir eru þá væntanlega bara ruglaðir kommar eins og Ögmundur  

Annars kíkti ég aðallega hérna inn til að benda þér á þetta óborganlega vídeó sem ég fann af helsta átrúnaðrgoði frjálshyggju-postulanna hérna á Fróni.

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs&feature=related 

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Ögmundur hefur a.m.k. hætt að básúna sig út um þessi mál, sem og aðrir nefndir ráðherrar. Svo mikið er víst. Minn punktur var einfaldlega sá að Sjálfstæðisflokkurinn fær hrós frá ríkisstjórninni. Það er jákvætt.

Hitt varðandi HHG o.fl. Hann hefur einfaldlega fallið í sama far og nær allir Íslendingar og allir íbúar í hinum vestræna heimi, ofurtrú á hagvöxtinn. Eigum við taka ISG, ÓRG forseta, líka sem dæmi? Ég held að við séum bæði að sjá dýpri kreppu en nokkurn óraði fyrir og jafnvel stærri og umfangsmeiri efnahagsbrot en nokkurn gat látið sig dreyma um.

Ég skal lofa þér því að vinur þinn Svavar Gestsson og Steingrímur J. jarðfræðingurinn voru langt frá því að sjá þetta fyrir, ekki einu sinni heimskreppuna, hvað þá bankahrunið eða efnahagsbrotin. Það eina sem þessir menn geta stært sig af, er að hafa verið á móti, án þess að geta fært önnur rök fyrir því en bara "af því bara!"

Síðan er það spurningin félagi hvernig við reisum okkur upp úr þessu ástandi. Með ríkisvæðingu er það ekki? Sovét Ísland hvenær kemur þú? Nú fá viltustu draumar þjóðnýtingarsinna að rætast!

Jónas Egilsson, 10.3.2009 kl. 23:48

5 identicon

Varðandi skuldastöðuna þá er það fyrst að segja að fugl í hendi er betri en tveir í skógi og tala um skuldastöðu eftir að búið er að gera upp bankahrunið er í besta falli spádómar.  Skuldirnar eru jú nokkuð ljósar en hvað fæst fyrir eignirnar eru bara spádómar byggðir á einhverjum mis-vafasömum forsendum sem menn ættu að hafa lært að oft er lítið mark á takandi.  Ef menn lesa t.d. gamlar spár greiningadeilda bankanna þá má brosa út í annað yfir vitleysunni sem þar kemur fram.  Eins og efnahagsástandið í heiminum er núna þá finnst mér nú líklegra en ekki að eignirnar rýrni meira í verði en nú er gert ráð fyrir.  Það virðist vera rosaleg tregða í gangi að viðurkenna að heims-kreppan er komin og hún er ekkert að fara alveg á næstunni.

Varðandi ofurtrúna á hagvextinum (bólunni) þá virðast þið sjálfstæðismenn vera búnir að telja ykkur trú um að enginn hafi séð þetta fyrir, þó að fjöldi manns hafi ítrekað varað við afleiðingunum síðustu árin!  Vissulega spiluðu margir með og þar á meðal vinur þinn ORG.  En þið gerðuð líka bara grín af Ögmundi og fleirum þegar þeir voru að vara við þessu á sínum tíma.  Það voru líka fjölmargir aðrir aðilar sem voru búnir að vara við þessari fáránlegu útþennslu bankanna og þessum furðulegu gerningum sem virtust vera í gangi í viðskiptalífinu.  Ég var t.d. búinn að lesa fjölmargar greinar, með fínum rökstuðningi, sem spáðu fyrir um hrun íslenska brask-kerfisins, þó svo að hrunið hafi orðið heldur sneggra og meira en menn voru að spá. 

En eftir að hafa keyrt þjóðina í algjört skuldafen með kolrangri efnahagsstefnu sem einkenndist fyrst og fremst af ofurtrú á meðölum frálshyggjunnar þá eruð þið ennþá að reyna að halda því fram að ykkur hafi tekist VEL upp við stjórn efnahagsmála!  Hvernig teljið þið þá að staðan væri ef að þið hefðuð klúðrað málum? 

Annars er gaman að þú skulir nefna Sovét, því eins og alli vita þá eru möguleikarnir bara tveir kommar eða kapítalistar og það virkar alltaf svo vel að kalla þá sem ekki eru sammála kommúnista.  Mesta snilldin er reyndar sú að sfsakanirnar eru þær sömu í báðum trúarbrögðunum, það var náttúrulega ekki stefnan/kerfið sem brást heldur mennirnir

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:27

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll Þorsteinn

Þú stendur svo sannarlega undir nafni og bregst ekki skoðunum þínum. Síðan bregðist þið vinstri menn ekki. Þið hatið hvern annan meira en pestina. Ólafur Ragnar er m.ö.o. ekki þinn maður og þú vilt ekki kannast við hann. Reyndar til að upplýsa það, þá sótti ég um "stjórnmálafræðilegt" hæli í Bandaríkunum og fékk, m.a. fyrir þína tilstilli og þú mátt svo sannarlega eiga þakkir fyrir það. ORG var og er pest, yfirlætisfullur hégómagjarn spjátrungur, en duglegur og klár að vissu marki, en er að verða þjóðinni of dýr. Nú eru við endanlega búnir að glata trausti því sem við höfðum t.d. í Þýskalandi vegna frægra orða hans sem birtust í þýskum blöðum. Gert var grín af Nixon forseta fyrir að vilja yfirfæra e.k. "konunglegt" yfirbragð á Hvíta húsið þann tíma sem hann var þar. Sama má segja um forsetan okkar. Þegar Kristinn H. fór yfir í framsókn á sínum tíma sagði Svavar Gestsson að nú væri Ólafs Ragnars að fullu hefnt! Annar Allaballi sagði um Svavar að hann hætti best heima í "Jurassic Park." Sundurlyndi ykkar vinstri mann hefur orðið Íslandi að gæfu hingað til og mér sýnist það eitt geta bjargað ykkur er sameiginlegur ótti, þ.e. að annar flokkurinn verði stærri en hinn. Þá vísa ég til glundurroða í Samfylkingunni í vetur og snögg sinnaskipti VG til Evróusambandsins o.fl. mála. En þetta var bara útidúr.

Skuldastaðan, er ágiskun eins og þú segir, en aðeins að vissu marki skv. mati sérfræðinga, sem þú vitnar til er það sem haft er til viðmiðunar hér. Tryggvi Þór Herbertsson lýsti þessu sjónarmiði þegar m.a. Ögmundur var að æpa sig hásan. Nú hefur Ögumundur alveg þagnað, enda einn samráðherra hans bent honum á villu hans vegar. Ögmundur (form. BSRB í leyfi – og ráðherra til reynslu) sýndi þarna að hann ekkert annað er ódýr pólitískur tækifærissinni. Ríkisstjórnin getur svo sannarlega klúðrað málunum, það er alveg rétt og selt allar eignir á brunútsöluprís. Það veltur því mikið á að rétt sé staðið að málunum.

Margir vinstri menn eru hræddir við frelsi, hagvöxt, gróða og velmegun eins og Óli H. Þórðar við góða vegi. Menn gætu ekið of hratt! Auðvitað eru alltaf til menn sem freistast og hafa verið frá fyrstu tíð. Regluverkið var alls ekki nægilega gott og álitamál er, skal ég viðurkenna fúslega, hvort viðbrögð hafi verið nægilega sterk að hálfu SÍ og FME. Í öllu falli brást ríkisstjórnin þáverandi of seint við. Undir það get ég alveg tekið. Hins vegar er þetta regluverk ekkert frjálshyggjudæmi. Þvert á móti er þetta sam-evrópskt skriffinna-kerfi, keyrt áfram af Evrópusósíalistum, sem við létum glepjast af. Nú stefnir vinstri stjórnin enn hraðar að ESB, á meðan Írar, Portugalir og Spánverjar leita leiða til að komast úr úr þessu Evrópuhelsi! Það ber t.d. að skoða allar viðvaranir jarðfræðingsins Steingríms J. í því ljósi. Hann var sífellt að tala um rigningu og vissulega kom rigning, en hvorki á þeim forsendum sem hann spáði né heldur þegar hanns spáði því. Ég skal hins vegar fúslega viðurkenna aftur að yfirvöld hér á landi gerðu alltof lítið til að stöðva útrásina, en segðu mér hvernig var það hægt? Winston Churchill sagði um lýðræðið, að það hefði ótal galla, en væri samt það besta sem við hefðum. Sama má segja um freslið í viðskiptalífinu. Og Þorsteinn ekki ætlar þú að bjóða okkur upp á einhverjar snilldar ríkisreknar lausnir, er það nokkuð?

Jarðfræðingurinn á sína ábyrgð á hruninu. Fyrir tilstilli ykkar vinsntri manna reyndist ekki einu sinni hægt að koma böndum á heljartak útrásarvíkinganna á fjölmiðlum hér á landi. Þá er ég að sjálfsögðu að vísa til fjölmiðlalaganna. Þið voru of uppteknir við að klekkja á ríkisstjórninni og Davíð Oddssyni. Ætlar þú virkilega halda því fram Þorsteinn, að ríkisstjórnin, eins löskuð og hún var í hugum almennings, að eftir "de facto" neitun forsta á staðfestingu laganna og með bullandi stuðningi jarðfræðingsins, að hún hefði getað lagt í víking gegn útrásinni? Það er ekki liðið nema svona eitt ár síðan að Sigurður Einarsson Ágústssonar fyrrv. utanríkisráðherra, hótaði því að að taka Kaupþing og flytja út! Hefði Steingrímur J. verið samkvæmur sjálfum sér, hefði hann átt að styðja ríkisstjórnina í þessum fjölmiðlalögum og heimta stífari ákv. um hringamyndanir og auðsöfnun og styðja Davíð í baráttu hans við nú fallið Baugsveldi. Nei, það gerði hann ekki. Af hverju? Jú, hann sá sér pólitískan ávinning í því að Davíð og ríkisstjórnin biði álitshnekki. Hvar var öll umhyggjan fyrir okkur meðal Jóninum þá? Ekki ætlar þú líka að segja mér að Steingrímur J. hafi séð alla útrásina fyrir hér um aldarmótin þegar bankarnir voru einkavæddir?

Það sem gerðist og hefur komið fram að það var brunaútsala á fjármagni um allan heim. Bankarnir hér notfærðu sér það. Hingað flæddi inn meira fjármagn en nokkru sinni fyrr og hlutirnir fóru að gerast svo hratt að EKKERT fjármálakerfi réði við atburðarásina og vafasamir menn skutu upp kollinum. ENRON hefði átt að vekja einhverja, en svo var ekki. Þessi bóla var alþjóðlegeg og við höfðum allt í einu banka og fjármálakerfi sem tilbúið var að taka þátt í henni sem aldrei fyrr. Danir sem meira segja skrifuðu um útrásarbóluna, eru að missa sína banka líka. Allir stærstu bankar í Bretlandi hafa verið þjóðnýttir. Svo þetta er ekki bara Davíð að kenna, þótt hann eigi sinn þátt sjálfsagt.

Það sem vel tókst til, var að greiða niður skuldir ríkissjóðs og því er hann betur undir það búinn að takast á við þetta hrun en ella. Í því fólst ábyrgð.

Jónas Egilsson, 13.3.2009 kl. 09:10

7 identicon

Úff, Jónas þú átt alltaf jafn erfitt með að halda þig við efnið og blandar inn ótrúlegustu hlutum og persónum.  Ég nenni ekki að eltast við alla þessa útúrdúra, nema hvað ég get viðurkennt hér að ég kaus ekki ORG á sínum tíma, þ.e. þegar hann var með alvöru mótframbjóðendur.  Þú virðist líka vita meira um mínar stjórnmálaskoðanir en ég, sem hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki og hef held ég t.d. kosið a.m.k. 4 flokka í gegnum tíðina, en að vísu aldrei Sjálfstæðisflokkinn.  Ég skipti oft um skoðanir á mönnum og málefnum og sé bara ekkert athugavert við það, þó svo að ég fylgi alltaf eftir grunngildum jafnaðarstefnunnar

Ég sagði aldrei að skuldastaðan væri ágiskun, heldur skuldastaðan eftir x mörg ár, sem menn eru núna farnir að fabúlera með.  Það er nokkurn veginn ljóst hvað skuldastaðan (milli 2500 og 3000 milljarðar samkvæmt AGS), en hins vegar er mjög óljóst hver eignastaðan er, hvað þá hver hún verður eftir nokkur ár.  Þetta ætti að vera öllum augljóst, þú veist t.d. alveg hvað þú skuldar í dag en það er bara ágiskun hver nettóstaða þín verður eftir 5 ár.  Ég skil því ekkert afhverju Ögmundur hefði átt að þagna vegna þess að hann hafði a.m.k. jafn rétt fyrir sér og nýja átrúnaðargoðið Tryggvi Þór.  Skil reyndar ekki alveg hver er munurinn á 150 milljón króna kúluláninu hans Tryggva og starfsmanna lánunum hjá Kaupþing, hvoru tveggja tel ég algjörlega siðlaust.

Grunnástæðan fyrir bankahruninu á Íslandi, og reyndar heimskreppunni allri, er regluverkið eða reyndar þessi algjöri skortur á almennilegu regluverki og síðan ennþá meiri skortur á því að farið væri eftir því.  Þetta byrjaði í USA með "Deregulations" og hefur síðan dreift sér eins og skæður vírus og afleiðingarnar eru skelfilegar og sér alls ekki fyrir endan á þeim.  Þetta kom jú skýrt fram í Enron þættinum og það var reyndar alveg ótrúlegt að sjá hversu mikli samsvörun var á milli Enron og Íslensku bankanna.  Umhverfið sem leyfði þessu að grassera var samskonar (Laissez-faire - markaðurinn sér jú, um að stjórna sér sjálfur!) á báðum stöðum, siðferðið mjög svipað og afleiðingarnar þær sömu, nema hvað hliðaráhrifin á Íslandi voru miklu meiri af vegna stærðarhlutfallanna.   En nei, nei, þetta var ekki stefnan sem brást heldur mannskapurinn, snilld.  Þú ert meira að segja sammála að þetta sé að gerast út um allan heim, það ætti nú að segja þér að stefnan er ekki að virka!?  Ég get alveg lofað þér því að ein að afleiðingum kreppunnar verða mun strangari reglur á mörkuðum heimsins, enda eru menn (víðast hvar alla vegana) loksins farnir að skilja að markaðurinn er og hefur alltaf verið gjörsamlega ófær um að stjórna sér sjálfur.  Óheftur kapítalismi virkar ekki, spurðu bara Karl Marx. 

Annars er ég á því að heimskreppan hafi bjargað því sem bjargað varð á Íslandi.  Ef hún hefði ekki komið til þá hefði Íslensku bankabólan náð að blása ennþá meira út, með ennþá verri afleiðingum.

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn.

Þú hefur nú ágætt lag á því sjálfur að flækja hlutina og ræða um aðra hluti. Þú ert t.d. að rugla saman anarkisma og frjálshyggju og þá ertu í e.k. "cherry-picking" rökfræði, þ.e. þú tínir bara til það þér hentar og alhæfir út frá því. Eftir stendur að Steingrímur J. og Ögmundur fóru vísvitandi með rangar upplýsingar, af því að það hentaði þeim þá pólitískt - þeir mátu það þannig að þeir kæmust upp með það.

Þú eins og Steingrímur J. og Ögmundur gagnrýnið það sem ykkur hentar, þ.e. spillinguna og dæmið þar með allt frelsi ljótt, rangt og ekki gott! Þetta er eins og að gera alla vegi þrönga og svo slæma yfirferðar til þess að menn aki nú ekki yfir löglegum hraða! Svo ég klári aðeins þessa samlíkingu, þá er til vegakerfi og umferðalög. Þú hefur ákveðið svigrúm innan þessara reglna, ferð þangað sem þú vilt þegar þú vilt o.s.frv. En þó að það sé ekki lögga eða hraðamyndavél á hverju götuhorni, er ekki þar með sagt að þú megir aka of hratt eða hvert sem er. Þér er s.s. treyst að ákveðnu marki a.m.k. ENRON myndin sýndi akkúrat menn sem MISNOTUÐU sér kerfið og traust manna, þ.e. brutu af sér vísvitandi. Rétt eins og þessi Bernie Maddof gerði. Þessi afbrot hafa ekkert með frjálshyggju að gera. Og ef Þorsteinn þú heldur að efnahagsbrot hafi verið fundin upp í kjölfar þess sem kallað hefur verið "De-regulation" þá þarft þú að líta aðein betur í sögubækurnar. Það er m.ö.o. fullódýrt af þér og reyndar röng söguskýring að taka bara einn hlut út úr og fordæma allt kerfið út frá því. Það dettur vonandi engum í hug að halda því fram að þótt t.d. Samband íslenskra samvinnufélaga hafi verið gjörspillt og rotið út í gegn, að samvinna og samstarf séu úrelt hugtök. Eða það dettur engum heilvita manni í hug að halda að lögreglan sé slæm af því að Stalín misnotaði sér hana. Er það?

Jónas Egilsson, 14.3.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband