Skeleggur maður, Tryggvi Þór

Tryggvi Þór gengur þarna á undan með góðu fordæmi, þar sem hann óumbeðið gerir grein fyrir sínum málum.

Í allri þessari umræðu um efnahagsleg tengsl stjórnmálamanna við atvinnulífið er nauðsynlegt að framboðsefni hafi einhverjar viðmiðunarreglur til að styðjast við þegar ákveðið er að fara í framboð. 

Reyndar ættu þingmenn að geta átt og ættu sem flestir að eiga hlut af sínum sparnaði í formi hlutafjár. Slíkt þarf ekki að orsaka neina hagsmunaárekstra, ef allar eignir væru t.d. settar í það sem á ensku er kallað „Blind Trust.“ Þá væri hlutafé, verðbréf o.fl. í höndum sérfróðra aðila og eigendur hefðu ekki vitneskju í hvaða fyrirtækjum eignir þeirra lægju. Þá gætu stjórnmálamenn óhikað lagt fyrir sparifé sitt í hlutafé og tekið þátt í stjórnmálum án þess að eiga á hættu að til hagsmunaárekstra komi.

Þarna eru komnar tillögur um tvö baráttumál fyrir Tryggva Þór. 


mbl.is Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott mál.

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 15:03

2 identicon

Skynsamur og traustur maður Tryggvi. Fólk heldur að hann sé búinn að vera að fjármálaævintýrast lengi. Því fer fjarri. Lengi forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Þetta var gott hjá honum. Í raun með ólíkindum af hverju það sé ekki komið í kosningalög að frambjóðendur geri það sem Tryggvi og fleiri hafa gert. Í því skyni má hrósa þingmönnum Vg. Og það hef ég ekki oft gert. Annars geta stjórnmálamenn sparað eins og þorri landsmanna. Þeir verða að hafa hreint borð. Velja og hafna.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Einar.

Þeir þurfa að geta sýnt fram á þeir séu ekki að taka ákvörðun á þingi vegna tengsla sinna við tiltekin fyrirtæki eða atvinnugreinar. En það er rétt, þeir þurfa að hafa hreint borð.

Jónas Egilsson, 9.3.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband