12.2.2009 | 10:29
Afsögn Jóhönnu?
Nú þegar ríkissjóður hefur verið dæmdur í héraðsdómi til að greiða bætur vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur þá félagsmálaráðherra á stjórnsýslulögum, hlýtur sú spurning að vakna hvort Jóhanna geri sömu kröfur til sín og annarra, segji af sér?
Jóhanna hafði skipað mann í sem formann nefndar um málefni fatlaðra 17. apríl 2007 til fjögurra ára á grundvelli laga nr. 59/1992. Um tveimur mánuði síðar hafði ráðherra skipt um skoðun og vildi nýjan formann!
Hvað gerir Hörður Torfa nú? Það er stutt fyrir hann að færa sig að stjórnaráðshúsinu og hefja á ný mótmæli þar og Bubbi hefur smátíma til að semja nýtt lag fyrir útvaprsþátt sinn nk. mánudag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá leiðrétting: Magnús Stefánsson var sá sem skipaði í nefndina 17. apríl 2007, Jóhanna varð félagsmálaráðherra í lok maí sama ár. Þá lét hún hendur standa fram úr ermum.
Ragnhildur Kolka, 14.2.2009 kl. 11:19
Takk fyrir ábendinguna.
En var Jóhanna samt ekki dæmd fyrir það að hafa brotið lögin?
Ertu að segja að með því "að láta hendur standa fram úr ermum" að tilgangurinn helgi meðalið? Svo lengi sem hinn pólitíski litur sé réttur, þá sé allt í lagi að brjóta landslög, lög sem hún hefur sennilega samþykkt sjálf?
Jónas Egilsson, 14.2.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.