11.2.2009 | 10:26
Skýrari reglur um embættið
Það er að verða greinilegra með hverjum deginum að setja þarf skýrari reglur um embætti forseta Íslands en gilda í dag.
Við berum okkur oft saman við Svía til dæmis. Þar er konungsveldi reyndar, en þjóðhöfðinginn þar, tjáir sig ekki um opinber mál, nema að undangengnu samþykki viðkomandi ráðherra. Eins fer hann ekki til útlanda nema í fylgd með ráðherra. Þaðan af síur rekur þjóðhöfðinginn sjálfstæða utanríkisstefnu.
EF forsetaembættið á að virka sem sameiningartákn ALLRA Íslendinga, er nauðsynlegt að skýrari reglur verði settar um forsetaembættið. Slíkt hlýtur að vera krafa í hinu Nýja Íslandi!
Skapstóri forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef forsetinn er ekkert nema puntudúkka, má alveg eins leggja embættið niður. Við höfum ekkert við konungslíki að gera.
Villi Asgeirsson, 11.2.2009 kl. 12:22
Í nútímasamfélagi er það ekki á nokkurn leggjandi að verða að aðgerðarlausri puntudúkku. Þrælahalda var lagt af fyrir meir en 200 árum í Evrópu. Næst er að gefa puntudúkkunum frí.
Jónas Egilsson, 11.2.2009 kl. 17:39
Það er greinilegt að Óli er ekki eina átrúnaðagoðið þitt sem bullar aðeins of mikið í erlendum fjölmiðlum, sjá
http://visir.is/article/20090211/FRETTIR01/299167321/-1
Er ekki bara hægt að senda þá saman í varanlegt frí?
Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:19
Steini
Hvað átti maðurinn að segja við fjölmiðla? Hann langaði að fara út á Austurvöll og mótmæla? Ertu strax búinn að gleyma nýlegum viðtölum við forsetan og frúna hans? Hvað hefði verið sagt á Íslandi, í heimspressunni, hefði formaður Seðlabankastjórnar sagt fyrir einu ári síðan að allt færi til a... eftir 6 mán.? Getur þú ímyndað þér það? Hver voru viðbrögðin þegar Davíð einmitt sagði sl. sumar að fasteignaverð ætti eftir að lækka hugsanlega um 30%? Mannstu það? "Get real" Steini, "for Gods Sake!"
Það er bara einn fyrrv. stjórnmálamaður og fyrrv. formaður stjórnar Seðlabankans sem gat sagt það sem honum bjó í brjósti (og gerir enn) af því að það hefur aldrei neinn tekið mark á honum! En það er allt önnur Ella.
Jónas Egilsson, 11.2.2009 kl. 23:48
Ég náði þessu nú ekki alveg, hvern langaði út á Austurvöll að mómæla, Davíð eða Óla?
Ja, mér finnst nú svolítið sérstakt að einhver sem vissi svona óskaplega vel að bankarnir voru dauðadæmdir skildi lofa fyrir Íslandshönd að við færum létt með að standa skil á öllum þessum greiðslum, vitandi vits að þar væri um nokkur hundruð milljarða að ræða. Gefa svo skömmu seinna út skýrslu þar sem fullyrt var að allt væri í fína lagi hjá Íslensku bönkunum. Koma svo nokkrum mánuðum í íslenska sjónvarpið og segja við borgum ekki rassgat.
Það er náttúrulega ekkert skrítið þó að þeir félagar hafi gjörsamlega tapað öllu trausti, sem minnir mig á spurninguna góðu sem að þú vilt ekki svara fyrir þitt litla líf Var reyndar gaman að heyra hvað það vafðist fyrir Sveini Andra (sem er reyndar frægur fyrir að taka að sér að verja vonlausan málstað - táknræknt að senda hann til að verja Davíð) að svara þessari spurningu en jafnvel hann varð að viðurkenna að líklega hefði Davíð tapað traustinu. Það er einfaldlega óskiljanlegt og óverjandi að hann skuli ekki setja hagsmuni þjóðarinnar ofar þessum sandkassaleik sínum og segja af sér og biðjast afsökunnar á sínum þætti í hruninu.
Ég man reyndar ekkert sérstaklega eftir viðbrögðum (nema frá fasteignasölum) þegar Davíð/Seðlabankinn sagði að fasteignaverðið myndi lækka um 30%, mér hefur reyndar þótt þetta augljóst lengi að það myndi lækka gott betur en það og finnst það reyndar hið besta mál.
Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 01:11
Þorsteinn.
Ég var einhversstaðar búinn að segja það á blogginu fyrir löngu síðan, að þegar æðra vald hefur ekki traust til þess sem neðar er í valdakerfinu, eins og er milli núverandi ríkisstjórnar og Seðlabankastjórnar, þá verður hið lægra setta stjórnvald að víkja.
Það má alveg vera ljóst að til þess þurfa að vera málefnaleg rök, ekki persónulegar ástæður. Það er mikill ábyrgðarhlutur að heimta afsögn einhverra eða sakbendla einstaklinga áður en einhver sök er sönnuð. Slík var gert með t.d. þá tvo ópólitísku hagfræðinga sem nú hafa látið undan þrýstingi og sagt af sér, án þess að hafa meira en "af því bara" rök! Reyndar er þessi svonefndi málatilbúnaður núverandi forsætisráðherra ekki traustvekjandi - reyndar eru stjórnarliðar þegar orðnir uppvísir af missögnum og þversögnum, eftir örfáa daga í embætti. Enginn mótmælir því, eða bullinu í forsetanum! Ekki sannfærandi Þorsteinn og ég á erfitt með að trúa því að þú sjáir heila brú í þessu, þótt þú "haldir með þeim" fram í rauðan dauðan. Það er eitt að vera í stjórnarandstöðu og geta sagt því sem næst hvað sem er eða vera ábyrgur orða sinna. Það er t.d. Steingrímur að upplifa heldur betur!
Ég gef ekkert fyrir málatilbúnað Harðar Torfarsonar sem hefur ekki fært nein málaefnleg rök fyrir sínu máli. Hann líður bara með straumnum og þusar einhverjar klysjur. Enn minna er gefið fyrir pólitíska sannfæringu og lýðskrum Bubba Morthens, sem er bara póltíkst rekhald eins og t.d. Hallgrímur Helgason. Lastu grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu um daginn um Helga? Hún segir allt sem segja þarf um þennan ríkisstyrkta "ofurlistamann" sem allt í einu er hættur að sjást! Listamenn eru til að hlusta á og njóta - en ekki taka mark á þeim, hefur stundum verið sagt!
Til er máltæki sem segir að "meirihlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér." Hversu satt það er veit ég ekki alveg, en alla vega höfðu höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar fyrirvara á beinu lýðræði, með kjöri forseta og öldungadeildar á sínum tíma. Það hefur líka sýnt sig að "augnbliksæði" getur tekið heila þjóð í skjóli og með stuðningi fjölmiðla. Við höfum séð hvað gerðist í tengslum við umræðuna vegna fjölmiðlafrumvarpsins fyrir nokkrum árum. Í dag er fólk farið að sjá gegnum "lýðskrum" Baugsfeðgana, en þeim er ekki kennt um neitt reyndar! Engin mótmæli þar! Núna er Seðlabankinn, þar áður alþingi. Ástæðan: Jú, þetta er auðvelt skotmark, auðkennanlegt og auðveldara að ná til kjörinna fulltrúa eins og Samfylkingarmanna sem hreinlega kikknuðu í hjánum og gáfu eftir.
Þegar rykið fellur í þessu brjálæði sem heltekið þjóðina, við förum að skoða hvað gerðist á margt eftir að koma í ljós. Ég vil málefnalegar umræður, rannsóknir á aðdraganda þess sem gerðist og hvað gerðist návæmlega, hver gerði ekki nægjanlega mikið, braut af sér, stal eða stakk peningum undan o.s.frv. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir áskil ég mér rétt til að fella dóm í þessu máli. Ég tek ekki mark á Jóhönnu Sig., Steingrími J. eða Herði Torfa í þessu máli. Þú vonandi fyrirgefur það.
Jónas Egilsson, 12.2.2009 kl. 08:36
Jónas það hjálpa ekkert skýrari reglur um forsetaembættið - fyrir Ólaf Ragnar Grímsson - reglurnar eru alveg nógu skýrar hann gerir bara það sem honum sínist - vaðandi í sínu dómgreindarleysi.
Fyrirrennarar hans á Bessastöðum höfðu sömu reglur að fara eftir og Ólafur- ekki höguðu þeir sér eins og hann - þeir fóru eftir reglunum!!!
Benedikta E, 12.2.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.