10.2.2009 | 10:08
Tími Ólafs Ragnars kominn?
Forseti lýðveldisins hefur verið talsvert í sviðsljósi bæði innlendra erlendra fjölmiðla undanfarið. Nú síðast fyrir yfirlýsingar sambærilegar þeim sem Seðlabankastjóri hefur verið sem mest skammaður fyrir, að við stöndum ekki við erlendar skuldbindingar okkar. Þessi yfirlýsing um að við greiðum ekki þýskum sparifjáreigendum inneignir þeirra á reikningum íslenskra banka verður varla talin á verksviði forsetans - ekki hingað til.
Spurning þetta með að tími Jóhönnu sé kominn sé bara misskilningur og forsetinn sé að hasla sér völl sem bjargvættur þjóðarinnar á erfiðleikatímatímum þ.e. hans tími sé kominn!
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki tími til kominn að einhverjir fari að segja hér sannleikann? Axli þá ábyrgð sem felst í því að segja sannleikann. Hið áa alþingi hefur ekki leyft sér þann "munað".
Það er bara að koma í ljós að Íslendingar eiga varla ofan í sjálfan sig, hvað þá að þeir geti gengið í ábyrgð fyrir útúrruglað lið sem stjórnaði og stjórnar hér bönkunum og bankakerfinu.
Þórður (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:26
Skattman gamli að bjarga hverju... sjaldan hefur verið jafn mikið fokk og þegar hann var í stjórn.
Gaurinn er algerlega úti að aka, hann er eins og aðrir íslenskir stjórnmálamenn.. algerlega óhæfur, ekki starfi sínu vaxinn.
Leggjum niður þetta embætti súperofuröryrkja.. .og sópum út öllum stjórnmálamönnum.. its the only way
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:26
Þessi afskipti forsetans er náttúrlega hneyksli - hann er að blanda sér í umræðu sem klárlega er ekkert á hans verksviði - nema að hann ælti sér meiri völd, völd sem hann hefur ekki skv. stjórnarskrá!
Eitthvað yfirklór í fjölmiðlum eftirá er ekki til að bæta stöðu hans!
Jónas Egilsson, 10.2.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.