Slæmt ef satt er ...

... en hvað hefur þingmaðurinn fyrir sér þegar hann setur þetta fram?  Hefur þingmaðurinn sannanir fyrir sínu máli og ef svo hverjar eru þær?

Eða er bara um fullyrðingu að ræða sem mótuð er af pólitískum sjónarmiðum? Ef svo er, verður að líta á slíkar fullyrðingar alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þess að kröfur um gagnsæ stjórnmál og stjórnsýslu er ein aðal forsenda núverandi ríkisstjórnar.


mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já slæmt ef satt er, smá upprifjun.

Var formaður seðlabankastjórnar að gæta hagsmuna þjóðarinnar þegar hann fullyrðið í sjónvarpsviðtali að Ísland muni ekki borga.
Þetta voru sennilega dýrust orð Íslandssögunnar?

Var seðlabankastjórnin að gæta hagsmuna þjóðarinnar þegar um leið og hún varaði við lausafjárstöðu bankanna þá minnkaði hún bindiskyldu bankanna og lækkaði veðkröfur?

Var seðlabanastjórning að gæta hagsmuna þjóðarinnar þegar vextir voru hækkaðir og gengi krónunnar kýlt upp þrátt fyrir viðvarandi þenslu og viðskiptahalla?

Það er bara eitt einfalt svar við þessum spurningum og það er NEI þeir voru ekki að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
Hins vegar veit ég ekki hvað þingmaðurinn á við að þeir voru að verja sína eigin hagsmuni, það hefur ekki komið neitt fram að bankastjórnendurinn sjálfir hafi hagnast á þessum misgjörðum sínum.

Pétur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Pétur

Varðandi yfirlýsingar Seðlabankastjóra, sem þú vitnar til, er ljóst að þær eru ekki góðar. Hins vegar var bankahrunið orðin staðreynd þegar þetta gerist. Glitnir kominn í þrot og hinir tveir stjóru bankarnir komnir fram af brúninni.

Vegna bindiskyldu og vaxtastefnunnar, þá er spurning um hver ber raunverulega ábyrgð þarna. Voru það bankastjórarnir, bankastjórnin, ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar eða var þetta ákv. skv. lögum?

EKKERT rökstutt svar hefur borist við þessum spurningum sem hér um ræðir, hvorki hjá þingmanninum né öðrum. Þegar svona ávirðingar eru settar fram, sérstaklega af einstaklingi sem vill láta taka sig alvarlega, hlýtur að vera hægt að krefjast rökstuðnings. Ekki satt?

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 13:49

3 identicon

Allar þessar ástæður sem Pétur nefnir eru fínar ástæður til að segja af sér en ég er samt ekkert viss um að Árni Páll hafi verið að vísa til þess.  Er hann ekki einfaldlega að vísa til þess að þeir neita að víkja úr stólum sínum þrátt fyrir augljósan skaða sem að þeir valda þjóðinni með því að sitja áfram.  Þeir eru gjörsamlega rúnir trausti jafnt innan lands sem utan og traust er það sem seðlabankar þrífast á.  Því er það einfaldlega þegnskylda þeirra að víkja og ef að þeir neita því þá er ekkert um annað að gera en að reka þá. 

Þeir sem ennþá þurfa meiri rökstuðning fyrir því að þessir menn eigi að víkja, þeir hafa annað hvort ekki verið að fylgjast með fréttum (endalausar fréttir innan og utan-lands af vantrausti á stjórn seðlabankans) eða þeir taka einfaldlega ekki rökum.  Nema náttúrulega að menn séu bara alls ekki sammála því að það sé mjög mikilvægt að seðlabankinn og stjórnendur hans njóti trausts. 

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn Reynir.

Hrunið hafði nákvæmlega ekkert með hið margumtalaða Kastljósviðtal við Davíð að gera. Það veistu sjálfur. Var lækkun bindiskyldu ekki hugsuð til að gefa bönkunum aukið svigrúm til að bjarga sér? Síðan, þarf að rökstyðja að aðgerðir bankans hafi haft umrædd áhrif. Hvort það varði brottrekstrarsök að tjá sig um málin er síðan annað mál. Hver er þá réttur opinberra starfsmanna félagi Steini?

Seðlabankinn greip til ýmissa aðgerða á árinu 2008, en spurningin er réttmæt, var nóg að gert? Viðhlítandi svar hefur ekki borið fyrir mín augu a.m.k.

Það er ekki nóg að endurtaka sömu tugguna í sífellu til að að hún verði að einhverjum sannleik. Það kallast múgsefjun Þorsteinn og hefur ekkert með raunveruleikan að gera - ekki í lýðræðisríki a.m.k.

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 16:24

5 identicon

Ég var ekkert að tala um hverjum hrunið var að kenna.  Ég sagði bara að seðlabankastjórarnir hefðu misst allt traust (hvort sem mönnum þykir það sanngjarnt eður ei) og því beri þeim að setja þjóðarhag ofar eigin hag og víkja hið fyrsta.

En það væri svo sem eftir öllu ef að þú héldir því fram að blessaðir mennirnir hafi ennþá fullt traust, atvinnulífsins, almennings, hagfræðinga, erlendra sérfræðinga, erlendra fjámálastofnanna, osfrv.  Er það virkilega þín skoðun?

Annars er það auðvitað hrein snilld þegar frjálskyggju-postularnir hrópa núna svindl, það má ekki vera svona vondur við opinbera starfsmenn!  Sömu mennirnir og hafa í gegnum árin barist hartrammlega gegn akkúrat þessum sömu reglum sem vernda opinbera starfsmenn.  Mér finnst reyndar meira en vel í boðið að þessir kappar skuli vera leystir út með 6-12 mánaða launum, held að mörgum opinberum starfsmönnum hafi verið sagt upp með minna fé í farteskinu.

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn.

Hafa starfsmannaréttindi ekkert að gera ef þauð bitna á því sem þú kallar "frjálshyggjupostula?" Þetta snýst um í hið tvöfalda siðgæði þeirra sem hamast um réttindi opinberra starfsmanna, þegar þeim hentar að því að virðist, en halda sér saman þegar það hentar þeim pólitískt. Þú hlýtur að vera sammála því, ekki satt?

Það reyndar hljómar skondið í mín eyru að bráðabirgðastjórnvöld skulu taka ákvörðun um endurskipulagningu stjórnkerfisins, þegar hún er að auki minnihlutastjórn - starfsstjórn í raun!

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Heiðar Birnir

Hann ber fyrir sig bankaleynd.

Heiðar Birnir, 6.2.2009 kl. 20:33

8 identicon

Jónas, þú svarar ekki spurningunni minni og kýst frekar að spurja mig aftur að spuringunni sem ég var búinn að svara.

Svo ég endurtaki, fyrir mitt leiti þá fiunnst mér verið að bjóða mönnunum mjög góðan starfsloka-samning og ég er viss um að félag opinberra starfsmanna myndu stökkva samning sem myndi tryggja þeim 10-15 milljón í starfslokasamning, ja alla vegana myndi ég gera það. 

En spurningin mín um traustið stendur?  Reyndar skiptir náttúrulega engu máli hvað þér finnst (bara forvitni í mér), spurninginn er náttúrulega hvað finnst bankastjórunum sjálfum.  Telja þeir virkilega að þeir séu að þjóna hagsmunum Íslands með því að sitja sem fastast?  Ef svo er þá spyr ég bara í hve háum turni búa þessir menn?

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 00:08

9 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn.

Hvað nákvæmlega hefa bankastjórarnir gert af sér eða gerðu ekki sem þeir áttu að gera? Á það hefur aldrei verið bent. Það var miklu frekar Fjármálaeftirlitið sem átti að hafa stjórn á hlutunum. EN vissir þú að það eru í gildi - í landi nýfrjálshyggjunnar - um 125 lög, reglugerðir, reglur og samningar um starfsemi fjármálastofnana!

Hins vegar leist mér aldrei neitt sérlega vel á "geyma" Davíð uppí Seðlabanka í upphafi - Hans tími var búinn. Hann var búinn að gera sitt og átti bara að fara á þægileg eftirlaun, njóta arðs af sinni vinnu og hverf í helgan stein, fá e.t.v. ritlaun og gefið út bækur sem þeir gætu lesið sem kærðu sig um. Hefði þessi kreppa aldrei skollið á, hefði sennilega enginn sagt neitt þó svo að hann væri þarna til dauðadags- færri a.m.k. Úr því sem komið er, tel ég að þessir bankastjórar verði að víkja. Það er komið upp vantraust hjá ríkisstjórn, sem þeir eiga að vinna fyrir. Hver eftirlaunaréttindi þeirra eru veit ég ekkert um. Hins vegar er búið að eyðileggja mannorð þeirra, sérstaklega þeirra Eiríks og Ingimundar. Ég hef minni samúð með Davíð þess vegna.

Það breytir ekki þeirri staðreynd Þorsteinn, að skammtíma starfsstjórn, eins sú sem nú situr, er að taka ákvarðanir langt fram fyrir þann tíma sem hún situr og er að binda hendur komandi stjórnvalda - rétt eins og Steingrímur Jóhann jarðfræðingur er að kvarta yfir að Einar Kristinn hafi gert í hvalveiðimálinu. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur ekki við nein rök að styðjast, annað en álit nokkurra manna um þetta eða hitt.

Þú veist eins vel og ég, að álit eru lituð af pólitískri eða persónulegum sjónarmiðum sem stundum hafa ekkert með staðreyndir að gera. Til að friða ákveðin öfl í samfélaginu sem byrjuðu á að úthrópa nokkra hentuga einstaklinga. Helgi Hjörvar fór yfir feril Hallgríms heljarskálds Hallgrímssonar um daginn. Allt frá því að styðja Davíð, næst Ingibjörgu og Geir Haarde yfir í VG og að því sem næst fara hamförum vegna þeirra. Hvaða vit er í þessu? Þorvaldur Gylfason er annar "sérfræðingur" sem tjáð sig hefur um málið. Sjónarmið hans blindast af e.k. hatri í besta falli. Hvað hafði Hörður Torfason & Co. eða Gunnar Sigurðsson leikstjóri ígrundað sínar kröfur áður en þeir fóru af stað? Veistu það? Nákvæmlega ekkert. Þeir fóru bara af stað og atburðarásin sjálf tók völdin. Þannig er það með "byltingar" nema að sjálfsögðu í Rússlandi 1918, þar sem skothelt skipulag var á hlutunum. Byltingin etur börnin sín og hún á eftir að éta þessa líka. Skoðaðu bara viðbrögð og yfirlýsingar nýrra ráðherra - allt þvers og kruss, nema að sjálfsögðu hinir sameiginlegu óvinir. Þegar þeir eru uppurnir, byrja vandræðin - heimafyrir! Njóttu vel, ljóminn endist ekki lengi!

Jónas Egilsson, 7.2.2009 kl. 00:37

10 identicon

Mögnuð fræði þessi stjórnmálafræði, maður spyr einfaldrar já/nei spurningar og fær bara einhverja langloku um einhverja allt aðra hluti til baka. 

Annars finnst mér alveg magnað hvað allir þessi útlendingar hafa verið æstir í að taka þátt í seðlabanka-eineltinu mikla, minnir mig á söguna af þekktum íslenskum langhlaupara sem hélt því fram að Rono hefði lesið um hlaupastílinn sinn í Mogganum

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband