Var þá bankahrunið ekki ríkisstjórninni að kenna?

Svo virðist sem þegar fleiri og fleiri upplýsingar koma í ljós um hrun bankanna á Íslandi, að skýringarnar hafi ekki verið jafneinfaldar og sumir hafa viljað vera láta.

Mikið framboð af ódýru fjármagni og mikill vöxtur íslenskra banka ásamt áhættusamri starfsemi þeirra skapaði miklar hættur. Hins vegar virðast allir hlutir hafa farið úr böndunum við hrun Lehman Bros. í BNA, lánalínur hrunið o.s.frv.

Erindi Ingimundar svarar nokkrum spurningum, en þó hljóta ýmsar spurningar að vakna við lestur þess. Af hverju var ekki hægt að grípa inn í hinn gífurlega vöxt bankanna með einhverjum hætti þegar umfang þeirra virðist nífaldast m.v. þjóðarframleiðslu á þriggja ára tímabili? Þrátt fyrir að allar hefðbundndar kennitölur hafi verið í lagi, var þessi vöxtur samt ekki óeðlilega mikill?


mbl.is Örlög bankanna réðust með falli Lehman Brothers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hann minntist á það einhverstaðar þarna að þá hefðu menn unnið gegn ákvæðum EES samningsins.

Carl Jóhann Granz, 6.2.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við höfum kannski ekki gert okkur nógu vel grein fyrir því að stóru bankarnir þrír voru allir reknir af hlutfélögum í "einkageiranum" og störfuðu eftir reglum sem við höfðum samþykkt að skyldu gilda.

Með öðrum orðum, á Íslandi var starfrækt rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja, eins og gerist í Evrópu, enda höfðum við gengist undir það með aðild að EES. Fyrirtækin voru rekin á ábyrgð eigenda sinna, sem eru ekki lengur ríkissjóður og við, heldur tilteknir fjárfestar eða hluthafar. Það var ekki í verkahring Seðlabankans að segja þessu fólki fyrir verkum: "Hann hafði hins vegar ekki lagalegt vald til þess að þvinga fram breytingar á atferli bankanna."

Mér þykir hins vegar athyglisvert það sem sagt er um starfshætti mörlandans í útlöndum. Íslendingar finna alltaf leið um "óhefðbundnu" götuna sem liggur meðfram þeirri löglegu.

"Um mitt ár 2008 brást Seðlabanki Evrópu hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu"

"Okkur leggst alltaf eitthvað til!"

Flosi Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Reyndar verður ekki séð annað en að EES samningurinn hafi beinlínis gert þessa bankaævintrýramennsku auðveldari, þegar offramboð var af lánsfé á markaðinum varð að veruleika.

En spurning er, hvort og hvernig SB, ríkisstjórn og alþingi hefðu átt að bregðast við fyrr?

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Nú eru stjórnvöld í Írlandi, Spáni og Portugal að skoða möguleika á því að draga löndin út úr Evru-myntsamstarfinu. Það er að skapa þeim of þröngan ramma til að geta brugðist við efnahagserfiðleikum í þessu löndum.

EES samningurinn skapaði sóknarfæri sem bankarnir nýttu sér greinilega með sögulega miklu framboði af ódýru lánsfjármagni á erlendum mörkuðum.

Veikleikinn var hreinlega sá að regluverk Evrópusambandsins var ekki undir þetta ástand búið, sbr. erfiðleika Evrópusambandsríkja, s.s. Bretlands og ofangreindra ríkja.

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband