Lagatæknilegur ómöguleiki

Ríkisvaldið skuldar veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.

Ef ekki má aka utan slóða verður að gefa leiðbeiningar um það hvernig koma skuli veiddu dýri á þar til gerða slóða sem aka má eftir. Eins þarf að skilgreina, merkja og kortleggja þá merkta slóða svo veiðimenn álpist nú ekki af umræddum slóðum. Hinn kosturinn er að sjálfsögðu að dýrin haldi sig á eða við slóðs sem dómstólar viðurkenna, svo hægt verði að koma þeim til byggða eftir að búið er að skjóta þau. Reyndar er ég ekki viss um að það gangi í öllum tilfellum.

Málið er að ákvæði í lögum um akstur utan vega eru í öngstræti. Til eru slóðar um allt hálendið sem enginn veit hvort viðurkenndir eru eða ekki. Eins er alveg ljóst að þó að ekið sé utan slóða á fjórhjóli eða sexhjóli, þá þurfa skemmdir ekkert á umhverfinu að vera miklar eða nokkrar. Leiðsögumaður á að vera bær að meta það hvort óhætt sé að aka um svæði eða ekki.

Til upplýsinga fyrir þingmenn, ráðherra og jafnvel dómara, eru t.d. á hreindýraslóðum þar sem enginn getur með nokkrum móti sýnt fram á að ekið hafi verið um eða ekki. Eins má búast við að land breytist meira af náttúrulegum orsökum, snjóalögum, flóðum eða vegna hreindýranna sjálfra, en nefndum ökutækjum.

Hér er enginn að tala um að spæna upp landið með stórtækum vélum. Aðeins að ferðast um landið, veiða og koma bráðinni til byggða.

Sú staða sem ein hönd ríkisvaldsins er búin að skapa, gerir í raun illmögulegt fyrir þá sem kaupa veiðileyfi dýrum dómum af ríkinu, að ná í sína bráð.

Ráðherra skuldar veiðimönnum skýringar og úrbætur helst! 


mbl.is Sekt fyrir hreindýraveiðar á sexhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hjákátlegur dómur.  Ég styð Jón Egil í þessu máli, sennilega er hann sekur um að hafa brotið þessi lög en því miður hafa þau "setið eftir" eða eru gölluð. 

Sex- og fjórhjól einfaldlega valda ekki þeim spjöllum á jörðu sem gefið er þarna til kynna.  Það veldur miklu meiri spjöllum bæði á sverði og veiðibráð að draga skrokkana eða drösla þeim til og frá.  Þetta er staðreynd sem allir vita sem hafa verið við veiðar. 

Þessi lög eru ólög og á að breyta án tafar!

Kvarði (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Rétt. Nauðsynlegt er að breyta lögum.

Þessi vitleysa er dæmi um hvað skriffinnar geta stundum verið langt frá veruleikanum!

Jónas Egilsson, 5.2.2009 kl. 23:03

3 identicon

Að auki vil ég benda á að það eru engar líkur eru á því að skriffanir í Brussel fari  eitthvað nær raunveruleikanum á Íslandi eða þörfum okkar.

Kvarði (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband