5.2.2009 | 13:30
Hvar myndast meirihluti?
Almennt er viðurkennt í lýðræðisþjóðfélögum verði bindandi ákvarðanir fyrir almenning s.s. lög, skattaálagning, að vera teknar af meirihluta til þess bærra aðila. Með öðrum orðum minnihluti atkvæða dugi ekki til.
En hvar og hvernig á þessi meirihluti að myndast?
Við höfum haft svokallaðar hlutfallskosningar hér á landi, þ.e. framboð fái fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum í samræmi við atkvæðamagn. Síðan, eðli málsins skv., verða þeir fulltrúar sem kosnir eru, að mynda meirihluta til þess að taka ákvarðanir. Hér á landi hefur verið talsvert svigrúm fyrir framboð, þó öll hafi ekki náð inn fulltrúa t.d. á alþingi. Reynslan hefur sýnt að eins- eða tveggja-flokkastjórnir séu farsælli, en fjölflokkastjórnir. Nýlegt dæmi t.d. úr bæjarstjórn Blönduóss, þar sem einflokks framboð klofnaði, er að vísu undantekning frá þessari almennu reynslu.
Í Fréttablaðinu í dag, 5. febr., er umfjöllun um fjöl-flokka-meirihluta-samstarf á öðrum Norðurlöndum. Þar reyndar myndast ákveðnar blokkir sem raunverulega hafa skuldbundið sig til samstarfs að kosningum loknum, nái þær meirihluta. Helgast þetta fyrirkomulag af þeim fjölda flokka sem eiga fulltrúa á þingum þessara þjóða. Því er í raun um tveggja-flokka-kerfi í þessu löndum, þ.e. borgaraflokkarnir og vinstriflokkarnir.
Bretar búa við svonefnd einmenningskjördæmi, þ.e. að sá frambjóðandi sem fær flest atvkæði hlýtur sigur. Í kjölfarið hefur í raun verið ríkjandi tveggja-flokka-kerfi síðan þar um miðja þar síðustu öld, þ.e. annars vegar Íhaldsflokkurinn og hins vegar Verkamannaflokkurinn, núna en Frjálslyndi flokkurinn fram undir 1920 eða þar um bil. Þetta fyrirkomulag hefur skilað nær undantekningarlaust eins flokksmeirihlutastjórnum, þó svo að sjaldnast fái viðkomandi flokkar meirihluta greiddra atkvæða. Ábyrgðin er eins flokks og stjórnarskiptin hrein og klár. Hér á landi hefur aðeins einu sinni verið skipt um alla flokka við stjórn, árið 1971.
Það er talsvert útbreiddur misskilningur að að þetta séu einu stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi. Þvert á móti eru stjórnmálaöfl þar í landi talsvert mörg og sennilega mun fleiri en hér á landi. Til viðbótar við fyrrnefnda þrjá flokka, eru skoskir og velskir þjóðernissinnar mjög öflugir á sínum svæðum. Á Norður-Írlandi skiptast framboð með því sem næst alveg sérstökum hætti. Síðan eru framboð til við þingkosningar mjög mörg. Sem dæmi fékk Tony Blair ein 10 eða 12 mótframboð í sínu kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Þessi framboð fá öll sömu meðferð og athygli kerfisins innan kjördæmanna.
Á Írlandi er farin e.k. millileið, þess sem gerist á Norðurlöndunum og í Bretlandi (Single-Transferable Vote). Þar geta kjósendur valið annað hvort framboðslista eða frambjóðendur og þá af fleiri en einum lista. Slíkt kerfi er nokkuð flókið í framkvæmd og afar tafsamt við talningu, en hefur gefist þeim vel og skilað þeim iðulega eins flokks meirihluta stjórnum í kosningum, rétt eins og á Bretlandi.
Í Ísrael er landið eitt kjördæmi. Þar hefur í raun verið ríkjandi stjórnarkreppa í mörg ár, vegna áhrifa margra smárra stjórnmálaafla í landinu.
Í raun verður ekki séð að kosningakerfið sem slík skipti nokkru máli hvernig stjórn verður mynduð að þeim loknum. Stjórnmálaflokkar og önnur öfl laga sig að þeim aðstæðum hverju sinni.
Hætt er við að umræðan um kosningakerfi sé til þess fallin í raun til að breiða yfir annan vanda eða verði hálfgerð gervilausn á einhverjum vanda sem enginn veit í raun hver er.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.