Sundurlyndi samræðustjórnmála?

Hluti andstöðu mótmælenda gegn síðustu ríkisstjórn var vegna hinna svonefndu „foringjastjórnmála“ þ.e. að foringjar stjórnarflokkana tækju ákvarðanir sem þingið „afgreiddi“ umyrðalaust!

Nú eru greinilega „ný stjórnmál“ í uppsiglingu, þ.e. gamla aðferðin sem þjóðin var reyndar búin að gefast alveg uppá í lok 9. áratugar síðustu aldar, þ.e. það sem kalla má „málamiðlunarstjórnmál“ (baktjaldamakk). Þá var við völd síðasta ríkisstjórn Steingríms nokkurs Hermannssonar, með tilstilli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, forverar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Til viðbótar sótti ríkisstjórnin stuðning til Stefáns Valgeirssonar sem þá var orðinn „óháður“ þingmaður. Niðurstaðan var eilífar málamiðlanir.

Ný ríkisstjórn ber þess greinilega merki að hinn nýji stíll verði málamiðlanir og aftur málamiðlanir vegna ósamstöðu. Nokkur dæmi:

  1. Hvalveiðimálið - Ljóst er að Framsókn styður ekki ríkisstjórn sem ætlar að afturkalla veiðileyfi til hvalveiða sem fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf úr í sl. mán.
  2. Myntsamstarf við Noreg! Bæði viðskiptaráðherra ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra Noregs hafa slegið á hugmyndir fjármálaráðherra Íslands um slíkt samstarf.
  3. Stóriðjumál. Umhverfisráðherra skilur stjórnarsáttmálan ekki á sama hátt og iðnaðarráðherra og forsætisráðherra.
  4. Evrópusambandsaðildin. Samfylkingin og VG stefna í tvær áttir í þessum málum, eins og kunnugt er!

Þessi mál voru öll komin upp á yfirborðið fyrir fyrsta fund ríkisstjórnarinnar!

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. 

Nýr viðskiptaráðherra blæs á hugmyndir fjármálaráðherra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband