23.1.2009 | 23:10
Hörður á að segja af sér og biðjast afsökunar
Ummæli Harðar í dag í kjölfar tilkynningar forsætisráðherra um hans alvarlegu veikindi er dapurlegur vitnisburður um alvarlegan dómgreindarskort.
EF Hörður Torfason hefur snefil af þeirri samvisku sem hann er að gera kröfu um til annarra, á hann skilyrðislaust að biðja forsætisráðherra afsökunar á ummælum sínum og segja af sér sem fulltrúi Radda fólksins.
Að öðrum kosti gerir hann sjálfan sig að ómerkingi og hefur engin efni á að gera siðferðiskröfur til annarra.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þessi ummæli hans til í upptöku?
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að nokkur geti lagst svona lágt eða látið slík viðbjóðsleg ummæli út úr sér.
Er þetta það sem fólk vill að stj´rni hér.
Ótrúlegur viðbjóður.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.1.2009 kl. 23:21
Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:25
Kreppukarl
Það er nú einu sinni þannig að meðal þeirra sem ég þekki, að það tíðkist ekki að hæðast að þeim sem eiga undir högg að sækja, hvorki vegna veikinda, t.d. eins og með Geir og Ingibjörgu eða eins og þegar Steingrímur J. missti bílinn út af vegi fyrir norðan fyrir nokkrum árum síðan og slapp sem betur fer lifandi. Já eða hver sem á í hlut.
Síðan, úr því að Hörður gerir kröfur til annarra, getur hann einfaldlega ekki verið minni maður sjálfur. Eða hvað finnst þér kreppukarl?
Jónas Egilsson, 23.1.2009 kl. 23:27
Þeir sem vilja hlusta á þetta ættu að geta fundið slóðina á:
http://www.mbl.is/media/96/1196.wav
Jónas Egilsson, 23.1.2009 kl. 23:30
Ágæti Kreppukarl
Umræðan HÉR er hreinlega ekkert um hvort Davíð, Ingibjörg, Geir, Jónas Fr. Jóns. eða einhver annar eigi að gera eitt eða annað. Hún snýst um SIÐFERÐI, öllu heldur greinilegan siðferðis- og dómgreindarbresti Harðar Torfasonar. Þegar Hörður hefur sýnt af þér þann mann sem hann hefur að geyma, má ræða hitt. Hann setti mælistikuna hátt á aðra. Hann hlýtur að gera sömu kröfur til annarra. Er það ekki sanngjarnt?
Svon geri ég ráð fyrir því Kreppukarl, að þú eigir þér skírnar- og eftirnöfn.
Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 00:14
Sæll Arnar Helgi.
Auðvitað eiga stjórnmálamenn, embættismenn sem og aðrir að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Á því er enginn vafi í mínum huga. Og nú kemur það sem þú kallar ekki svar. Ég kalla það aftur móti að fara að reglum réttarríkisins, þ.e. lögum. Hins vegar eigum við ekki að dæma fólk nema að fyrir liggi fyrir því gild rök eða sannanir eins og dómstólar eiga að gera og gera væntanlega.
1. Það verða kosningar í þessu landi, væntanlega 9. maí nk. Reyndar fyrr en áætlað hafði verið, m.a. vegna þrýstings frá almenningi. Hvort ríkisstjórnin verði leyst upp nú, skal ég ekki segja. Það veltur á ástandinu í Samfylkingunni. Hún er að molna í sundur og nú er spurning hvort og þá með hvaða hætti ISG tekst að berja í brestina. Ég hef ekki haft ástæðu til að treysta t.d. Steingrími j. Framsókn er ekki tilbúin í stjórn. Hvaða kostir eru þá? Við getum ekki kosið á morgun eða í næstu viku. Það þarf lengri tíma til að undirbúia framboð. Og það að flýta kosningum of mikið, væri t.d. ósanngjarnt gagnvart nýjum öflum sem vildu bjóða sig fram, því slíkt krefst undirbúnings, söfnun undirskrifta, stilla saman lista og ákveða kosningastefnumálin svo dæmi séu tekin.
2. Um sekt embættismanna er erfitt að segja. Hvar á að draga mörkin, hver á að ákveða. Pólitískt er staða Seðlabankastjórnar og stjórnar FME orðin mjög erfið og þeirra sem bera ábyrgð á setu þeirra. Það er staðreynd. Það væri því ákveðin "pólitísk lausn" að láta þetta fólk fara. Hvort þessir aðilar hafi raunverulega brotið af sér eða gerst sekir um vanrænsklu get ég ekki dæmt um. Þá vísa ég til ástandsins í Bretlandi, þar sem nákvæmalega sömu vandamálin eru, að IceSave deilunni frátaldri.
3. Ástandið hér er óvenjulegt - svo ekki sé meira sagt og sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá okkur. Því eru allir aðilar að feta sig áfram í viðbrögðum og aðgerðum - sem e.t.v. sýnir annars vegar óþólinmæði mótmælenda og þeirra viðbrögð, sbr. Hörð Torfa og stundum ómarkviss viðbrögð á hinum endanum, lögreglu, stjórnvöldum og embættismannakerfinu.
Sjálfur hef ég hugmuyndir hvað ætti að gera og ætti að vera búið að gera, en ég ræð ekki. Ég er hins vegar tilbúinn að taka þátt í umræðunni og þar sem ég búsettur í fámennu byggðalagi úti á landi er ekki svo gott fyrir mig að taka þátt í þessum aðgerðum með öðrum hætti.
Eftir standa, ótvíræð orð Harðar, sem ef ráðherra sjálfur hefði sagt, þá hefði viðkomandi verið krafinn skilyrðislausrar afsagnar og afsagnarbeiðni. En kannski gerir Hörður ekki sömu kröfur til sín og hann gerir til annarra. Hann er það sem kallað er Séra Jón!
Vona að þetta dugi sem svar, Arnar Helgi. Annars farnist þér vel.
Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 08:27
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.