Vantraust á mótmælendur

Eitt er að mótmæla, halda ræður á fundum og skrifa í blöð o.s.frv. Eins og ástandið í efnahagsmálum er orðið er full ástæða til að andmæla.

Hins vegar eru þessi læti í miðbænum orðin allt annað en mótmæli. Þau eru farin að snúast upp í andhverfu sína og nærast á sjálfum sér - mótmæli mótmælanna vegna.

Mótmælin hafa snúist upp í ólæti eru farin að kosta þjóðfélagið mikil útgjöld sem almenningur þarf að borga fyrir.

Ég vil ekki borga fyrir mótmæli annarra og lýsi vantrausti á mótmælendur og krefst þess að þeir af sér!! 


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.  Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk.

Freyr (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mótmælin kosta okkur aðeins örlítið brotabrot  af því sem stjórnvöld kosta. Kannski verður þetta til að flýta kosningum og að við fáum hæfari stjórnvöld.

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 23:37

3 identicon

Þú ert nú greinilega hreinræktað fífl og sjálfstæðisdrusla.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Halda menn virkilega að það kosti ekkert að nýta sinn lýðræðislega rétt sinn til að mótmæla .Ég fæ ekki séð að mótmælin séu farinn að snúast upp í andhverfu sína .

Þvert á móti eru þau að eflast og er skynsemin en við völd og vona að svo verði áfram ,það er vandratað á línunni hvar farið er yfir og hvar  haldið er réttu megin.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 20.1.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mótmælin eru enn ekki orðin að meðmælum, og ég spái því að þau munu seint verða að slíkum.

Áfram mótmæli! 

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Nú fyrst er hægt að tala um mótmæli.

Jens Sigurjónsson, 20.1.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Ingi Örn Hafsteinsson

Þù veist væntanlega þìna eigin sögu, en það var bylting sem bjò til það sem að við viljum ìdag kalla fyrir

lyðræði. Ups" getur það virkilega verið satt.

Jà þvì miður þà var það þannig,,,Aðallinn þurfti að vìkja fyrir einhverju sem að við viljum kalla fyrir lyðræði..

À virkilega að þurfa að ùtskyra hvað lyðræði er ?

Það hefur ætìð verið haldið framm að ef einhver tekur brauðið sem að börnunum þìnum er ætlað að borða,

þà snyst fòlk til varnar með kjafti og klòm.

Sù staða er komin à Ìslandi ( þvì miður ) hèr verða stjòrnarskipti hvað sem mönnum kann að þykja um það...

Rìkisstjòrn er ætlað það einfalda hlutverk að tryggja rèttarfarsælt umhverfi fyrir alla sìna þegna ( ALLA )

Hinum sterku er ætlað að verja hina veikburða,,,, en ekki nìðast à þeim.

Sjàlfstæðismenn gàfu ræningjunum lausann tauminn, og mùlbundu hina heiðarlegu sem auðvitað treystu ì

blindni

Ingi Örn Hafsteinsson, 21.1.2009 kl. 00:16

8 identicon

Ég skil ekki hvað þessi mótmæli eiga að skila þjóðinni okkar. Haldið þið mótmælendur, virkilega að stjórnvöldin í landinu séu ekki meðvituð um ástandið nú þegar. Hverskonar lýður eruð þið eiginlega!! Ég fellst alveg á það að einhver mistök hafi verið gerð. Hinsvegar held ég að ástandið sé óyfirstíganlegt nema ef við, LÝÐURINN styðjum stjórnvöldin og sitjandi ríkisstjórn þar til að stöðugleiki hefur náðst í landinu. Þá er ég fyrst til í að sjá kosningar. Alger óþarfi að eyðileggja vinnu æðstu ráðamanna þjóðarinnar, sem eru ekkert að gera nema að reyna að laga ástandið. Efast ekkert um að mörgum ykkar finnist "skemmtilegt", "huggulegt" og "hamingjuríkt" (sem eru orðin sem ég heyrði og las í fréttunum) að mótmæla fyrir utan Alþingishúsið. En hypjiði ykkur nú að fara að gera eitthvað sem er mannbætandi, er gott fyrir fjölskylduna  ÞIÐ MEGIÐ OG SKULUÐ SKAMMAST YKKUR!!!!

Gabríel Þór Gíslason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:19

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er rétt að byrja.  Það eitt að hafa Geir Hilmar og hans hyski við völd, kostar okkur varlega áætlað um 1 milljarð á viku.  Að hreinsa skyrið af alþingishúsinu kostar nokkra hundrað þúsund kalla, ætti reyndar að virkja alþingismenninna í það, þá gerðu þeir allavega eitthvað gagn.

Þ.a. kostnaðar rökin falla um sjálf sig. 

Guðmundur Pétursson, 21.1.2009 kl. 00:28

10 identicon

Þetta er með ólíkindum. Eru mótmælin farin að kosta þjóðfélagið mikil útgjöld!!! Nú fyrst eru mótmælin að byrja. Fólk er búið að fá nóg...algjörlega nóg. Hvað með öll útgjöldin sem við og komandi kynslóð þurfum að borga sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Ríkisstjórnin skal segja af sér......ég krefst þess að ríkisstjórnin segi af sér. Það þarf að stokka allt kerfið upp. Gefa upp á nýtt. Þetta eru ekki mótmæli vinstri grænna eða anarkist. Þetta eru mótmæli fólksins í landinu. Lifi byltingin!!

Sævar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:28

11 identicon

Elskurnar mínar

Auðvitað sendum við reikninginn af þrifunum til húsráðenda t.d á Túngötu 6.

Þar er nóg af peningum sem sumir ættu að vera í vasa almennings.

Ásta B (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:29

12 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég krefst þess að þú svarir þeirri spurningu hvort sé dýrara fyrir þjóðarbúið að hreinsa Alþingi eða seta ríkisstjórnarinnar áfram?. Hvað kostar að hreinsa Alþingishúsið meðan ríkisstjórnin situr???? nokkra þúsundkalla, hvað hækka lán Íbúðareigenda mikið á meðan? NOKKRA HUNDRAÐÞÚSUND KALLA.........er ekki ódýrara að koma þessu liði frá sem ekki ræður við vandann og leifa öðrum að taka við?

Sverrir Einarsson, 21.1.2009 kl. 00:44

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þessi "læti" eru það eina sem mun koma þessari ríkistjórn í burtu sem mundi borga sig margfalt , að nota rökin að mótmæli séu dýr til að banna þau er kjaftæði og er það kommunískt blaður úr heimskum sjöllum

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 01:39

14 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Það er í lagi að mótmæla en ekki með obeldi og skemmdarverkum. Og þegar við mótmælum gerum það grímulaust

Guðrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:34

15 Smámynd: Jónas Egilsson

Allt í þessu fína að mótmæla - það er réttur hvers og eins.

Ofbeldi er allt annað. Skemmdaverk á eigum annarra hafa ekkert með mótmæli að gera. Það kostar aukið lögreglueftirlit í besta falli. Þrif og viðgerðir kosta líka peninga, sem ég hef ekki efni á að borga (í formi aukinna skatta eða minnaðrar þjónustu) og vil ekki borga. Ef eitthvað eru þessi "mótmæli" farin að fá á sig mynd óláta og e.k. útrásar fyrir hóp manna sem ekki fær útrás með öðrum hætti. Ennfremur, þá skemma þessi læti fyrir tilgangi mótmælenda. Almenningi fer að verða misboðið.

Ágætis ábending frá Guðrún hér að ofan - Komið fram undir eigin andliti í mótmælunum.

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 09:24

16 Smámynd: Mofi

Þeim vantar greinilega kennslu í mótmælum frá greinarhöfundi og fleirum. Mótmælendur eiga auðvitað að mótmæla í friði og helst heima í stofunni hjá sér og helst þá ekki með miklum hávaða.

Mofi, 21.1.2009 kl. 10:06

17 Smámynd: Jónas Egilsson

Mofi

Hver er þín uppskrift?

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 10:09

18 Smámynd: Hlédís

Óeirðalögregla var réttnefni í gær - er þessi fyrirbrigði komu askvaðandi MEÐ DÓLGSLÁTUM í Alþingisgarðinn kl. um 13:30, þar sem friðsamir mótmælendur stóðu með sínar kökudósir og pönnur, rétt eins og framan við húsið. Höfðu þeir, óeirðalöggur, ekkert að gera en hófu samt stimpingar - hrintu fólki aftan frá, óvörum og því um líkt. Stilltu sér síðan bara í röð með bök að steinhúsinu, þar sem fyrir var vænn fjöldi léttgöngulöggu. Mátti helst halda að þeir væru að verja húsið hruni!  Á húsinu voru nokkrir snjóholtar, ekkert annað - ekki einu sinni egg, hvað þá að grjóti væri kastað. Nú hafði "óeirðalöggan" valdið smámeiðslum og hneygslan fólks, á öllum aldri, er hún hrinti og stjakaði við í "innkomunni" og gat svo beðið eftir að ergelsi yfir nærveru hennar hitaði fólki í hamsi. Um þrem korterum seinna var soðið uppúr og skjaldsveinar komnir með óeirðir (!!) - gáti þá "MEYSAÐ" af hjartans lyst, handtekið, mest af handahófi og yfirleitt haldið óeirðum gangandi.   Athyglisvert er að framan við húsið þar sem aðalmótmælin foru fram, sást engin plastlögga - allt var friðsamlegt þar, enda litu fréttamenn varla/eða ekki þangað!

Seinna byjuðu óeirðapésar lögreglustjóra að lemja fólk, aðallega í höfuðið - og nú hefur undirrituð frétt af tveim beinbrotum eftir þá!       Jónas og Guðrún Jóns! Hvaðan komið þið af fjöllunum?  Fáeinir aðgerðasinnar hylja andlit sín, sumir af fullgildum ástæðum. Allur fjöldinn er "UNDIR" eigin andlitum, eins og þið orðið það svo sérkennilega !

Bið ykkur annars vel að lifa - í þeim friði sem piparúðandi og beinbrjótandi óeirðalöggur veita!

Hlédís, 21.1.2009 kl. 10:38

19 identicon

Jónas,

Hver er þinn núverandi flokkur?

quote"Ofbeldi er allt annað. Skemmdaverk á eigum annarra hafa ekkert með mótmæli að gera. Það kostar aukið lögreglueftirlit í besta falli. Þrif og viðgerðir kosta líka peninga, sem ég hef ekki efni á að borga (í formi aukinna skatta eða minnaðrar þjónustu) og vil ekki borga"

Í það fyrsta hvar var OFBELDIÐ, réðust mótmælendur á lögregluna eins og í Aþenu?

Mikið er ég þreyttur á fólki sem segir að ofbeldið gangi ekki, það er ekkert ofbeldi í gangi, það kastaði engin neinum steinum.

Mótmælendur voru með ólæti en beittu ekki ofbeldi og skemmdarverk eru ekki til að tala um.

qoute"Ágætis ábending frá Guðrún hér að ofan - Komið fram undir eigin andliti í mótmælunum."

Hverju breytir það þó nokkrar hræður mótmæli með klúta, það er þekkt í U.S.A að mótmæla með klúta vegna þess að þar er gengið á eftir þeim næstu daga...

Hermann K (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:54

20 identicon

Þú rústaðir dæminu alveg.. andhverfa mótmæla eru meðmæli.... þú étur auglausljóslega ruglið hrátt út úr Þorgerði.

Lifi ísland, niður með ríkisstjórn... og eiginlega alla íslenska stjórnmálamenn... nýtt blóð

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:58

21 Smámynd: Jónas Egilsson

Á nú að fara dæma ummæli eftir stjórnmálaflokkum? Hvert er nú lýðræðið á þeim bæ?

Stór hluti mótmælanna hafa ekkert að gera með andstöðu við þingmenn eða ríkistjórnina - Þetta eru að verða ólæti sem allur almenningur hefur engan áhuga á og reyndar verður fráhverfur almennum borgaralegum mótmælum. Þess vegna eru mótmælin að snúast í andhverfu sína, þ.e. fólk sem vill mótmæla á friðsaman hátt, gerir það ekki og tekur afstöðu gegn ólátunum!

Hermann: Er búið að endurgreiða Stöð 2 kostnað vegna skemmda sem urðu við útsendingar á Kryddsíldinni 31. des. sl. eins og lofað var?

Ofangreind viðbrögð því miður staðfesta vonbrigði mín með „mótmælendurna" eftir því sem þeir eru fulltrúar þeirra. Vantraustið er því ítrekað!

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 12:08

22 identicon

Einn 3 milljónkróna kapall vá.
Jónas samlandi okkar ætlar augljóslega ekki að vera partur af nýja íslandi, sem er sorglegt... eiginlega móðgun við almenning sem er í 100% rétti að mótmæla eins og gert hefiur verið.

Ekki vera þrælar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:30

23 Smámynd: Hlédís

Hún Þorgerður, þín, Katrín hefur gefið línuna:  ,Allt í læjj með mótmæli, ef þau sjást, ekki heyrast ekki og trufla ekki "vinnu"-friðinn!   Mikið væri gott ef svoleiðis þægilegheita-"mótmæli" skiluðu árangri!  Þið eruð fyndin, í óttanum við reiði almennings.

Ætli einhver, einu sinn enn,  að gera lítið úr fjölda aðgerðafólks, skal bent á, að jafnvel þó kröfufólk við Alþingi í gær hefði "aðeins" verið 2000 manns, hefði það jafngilt 2 milljónum manna í BNA - sem vill til að þótti nokkuð FLOTT hjá B. Obama að trekkja að Hvíta húsinu einmitt í gær!

Hlédís, 21.1.2009 kl. 12:34

24 Smámynd: Jónas Egilsson

Siðferðið hjá þér "Doctor " (sem væntanlega er ekki rétta nafn þitt) er svolítið sérstakt! Svo lengi sem tilgangurinn helgar meðalaðið er allt í lagi að eyðileggja annarra manna eigur?

Bara ef "réttur" aðili borgar þá má "hefna" sín? Ekki vil ég búa í svoleiðis "nýja Íslandi"!

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 13:20

25 Smámynd: Jónas Egilsson

Hlédís G

Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Mér sýndist í sjónvarpinu reyndar, ýmislegt gert til að ögra lögreglunni, t.d. að lemja lögregluþjón í hausinn aftan frá ítrekað - svona hrekkjalómabragð.

Mótmæli sem skila árangri, eru kosningar. Kosningar vinnast með málefnalegum umræðum í lýðræðissamfélagi. Þeir sem ekki hafa burði til slíkts - grípa til örþrifaráða - ofbeldis. Mannkynssagan er uppfull af dæmum um slíkt.

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 13:24

26 identicon

Jæja Jónas, nú þegar mótmælin þessi alvarlegri hafa virkað betur en þau 15 á undan hvað segirðu þá?

En annars að spurningunni hvar er ofbeldið hjá mótmælendum??þú æsir þig sjálfan upp með svona rugli og ef þú bara slakar á þá færðu þínar rólegheitarkosningar í vor, þú virðist reyna að "gera úlfalda úr mýflugu"

Og einhverjir af mótmælendum buðust til að borga tjónið til stöðvar2 sem var svarað á þann veg að þeir ættu frekar að styrkja þá sem verða fyrir svipuðu ofbeldi og benti á NAUÐGUNARFÓRNALÖMB!!.Og stöð2 er stöð sem ég hef verið áskrefandi að í mörg ár og var í M12 og Sportklúbbnum en sagði mig úr beggja veggna ruglsins sem þeir komu af stað, ég gersamlega hata "drama" en þeir eru greinilega miklir vælukjóar...

Hermann K (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:04

27 identicon

Menn fá sér ekki eggjaköku án þess að brjóta egg, öll ábyrgð hvílir á ríkisstjórn.. hún ber ábyrgð á mótmælum og áframhaldi þeirra.
Boltinn er hjá ríkisstjórn, ef hún segir ekki af sér þá verða læti og hún ber alla ábyrgð á þeim látum.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:29

28 Smámynd: Hlédís

Kæri Jónas! Mér sýnist hér að ofan að þú viljir í raun það sama og kröfu/aðgerðafólk - þ. e. kosningar. Við skulum reyna að skilja að margar leiðir liggja að sama marki. Varastu að trúa fréttum í blindni. þar er yfirleitt mestur áhugi á hasar - eins og í gær, er RúV, (sem samt virðist ekki hlutdrægt) fylgdist eingöngu með hasarnum í Alþingisgarðinum sem Óeirðalöggan olli, að mínu mati, að mestu leyti.

Hlédís, 21.1.2009 kl. 18:38

29 identicon

Félagi Jónas, ég hreinlega trúi ekki að þú sért svo taktlaus og ruglaður í trúnni að þú skynjir ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu.  Þetta eru ekki örfáir villingar sem eru að mótmæla heldur þverskurður af þjóðinni.  Ég fyrir mitt leiti dáist að rósemi mótmælenda eins og sást vel í dag.  En það er augljóst að í svona stórum hópi eru alltaf einhverjir sem fara ekki alveg eftir þessum óskilgreindum "mótmæla-reglum".  Ekki fremur en að það komi á óvart að allar löggurnar hagi sér ekki samkvæmt þeirra, væntanlega aðeins skýrari, "mótmæla-reglum".  

Eignaspjöll hafa verið hverfandi og að kvarta yfir þeim í skugga rúmlega 2000 milljarða nýkomins skuldaklafa þjóðarinnar er ótrúlega taktlaust.  Ég fyrir mitt leiti er alveg tilbúinn að borga "þinn" hluta í eignaspjöllum mótmælenda ef að þú borgar svona eins og 1/1000 af "mínum" hluta í nýkomnum ríkisskuldum

Þorsteinn Þórsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:34

30 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn.

Ég hef hingað til ekki séð hvernig ofbeldi leysir nokkur mál. Af því þú talar um rósemi, þá er ég reyndar ákaflega þakklátur fyrir það að búa á Íslandi. Hálf er ég hræddur um að ef þessi mótmæli væru erlendis - jafnvel bara í Danmörku, væri hlaupin miklu, miklu meiri harka í þessi mál á báða bóga og það með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Þú hlýtur að sjá, þ.e. ef þú vilt, að þetta eru ekki allt einstaklingar sem hafa misst vinnu eða tapað miklu í peningamarkaðssjóðum sem eru að mótmæla. Af hverju þetta fólk er að berja hús að utan skil ég ekki. Ekki ætla ég að verja aðgerðir eða framkomu lögreglunnar. Hún gerir það sjáfl. EN að koma fram og ásaka aðra fyrir það sem þeir gera sjálfir, er ótrúlegt!

Svo, þú hafir það, þá er ég ekkert sérlega ánægður með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar - satt best að segja. Hins vegar er þetta ekkert séríslenskt ástand - betur ef svo væri reyndar - því þá væri auðveldara að fá aðstoð við að komast út úr þessu.

Það er verið að rannsaka málið og ég á ekki von á öðru en að þeir sem hafa klúðrað málunum hérna fái tækifæri til að bera sína ábyrgð - til saka ef svo ber undir. Ég vildi helst láta réttarkerfið hafa sinn gang.

Svo er það hinn kosturinn: Steingrímur J. Hann hefur bara EKKERT fram að færa því miður - nema jú að draga IMF lánið til baka og taka upp norsku krónuna! Ef hagfræðingar eru sammála um eitthvað, þá er þetta tóóóm deellla - og ekkert annað. Það er það sem ég óttast. Ég sé ekkert eftir einhverjum þingmönnum eða ráðherrum. Þvert á móti.

EN gangi þér sem best í friðsömum mótmælum!

Jónas Egilsson, 21.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband