20.1.2009 | 15:07
VG þinghæfir?
Uppákomur í þinginu vegna harla óvenjulegrar framkomu formanns Vinstri grænna og formanns þingflokksins í vetur hljóta að kalla á þá spurningu hvort þessir menn séu almennt hæfir til setu á þinginu og hvort þeir virði almennt reglur þing- og lýðræðis.
Vegna óláta í Ögmundi í dag, 20. jan., var þingfundi frestað. Fyrir jól voru uppákomur Steingríms með þeim hætti að varla hefur annað eins sést í þingsal, þegar hann beinlínis barði í forsætisráðherra.
Það er dapurleg staðreynd þegar reyndir menn, eins og þeir Steingrímur og Ögmundur, virða ekki almennar reglur í lýðræðisríki. Nýr forseti Bandaríkjanna sagði "There is a difference between a disagreement and to be disagreeable!" Nokkuð sem þeir kumpánar ættu að taka til fyrirmyndar.
Er Steingrímu síðan búinn að gleyma því að hann var ráðherra í einni alóvinsælustu ríkisstjórn sem setið hafði fram að þeim tíma vorið 1991? Hvarflaði að honum að láta sig hverfa úr ráðherrastól þótt skoðanakannanir sýndu að ríkisstjórnin nyti ekki meirihluta stuðnings í kosningum?
Eða eiga ráðherrar og ríkisstjórnir bara að segja af sér þegar honum þóknast?
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.