31.12.2008 | 15:08
Vegið að lýðræðinu
Grundvallarréttur hvers og eins í lýðræðisþjóðfélagi er að geta sagt sína skoðun og komið henni á framfæri.
Að takmarka rétt sumra er ekkert annað en ofbeldi. Aðgerðir sem stöðvuðu útsendingar á Kryddsídlinni eru ekkert annað ef skemmdarverk á eigum Stöðvar 2 og sem enn verra er tilræði gegn lýðræði og ber að fordæma.
Eins er hætt við að þessir fáu öfgamenn komi óorði á alla þá sem hafa staðið fyrir friðsömum mótmælaaðgerðum.
Eitt er að vera ósammála en annað er að vera óboðlegur.
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. djöfull er ég reiður þessum lýð.
oskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:13
Sumir fá að taka þátt í sjónvarpsútsendingunni aðrir ekki, hefur lítið með lýðræði að gera. Þetta unga fólk hefur verið rænt öryggi og framtíðarmöguleikum. Hroki stjórnvalda er endalaus og ekkert uppá borðinu. Ekkert tillit er tekið til friðsamlegra mótmæla. Stjórnvöld eru að kalla þetta yfir sig. Að sjálfsögðu er alltaf slæmt þegar mótmæli bitna á saklausum en það virðist vera eina leiðin til að skapa pressu sem hreyfir við þeim sem sitja sem fastast við völd. Eigðu gott ár.
er (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:18
Telur þú að lýðræði ríki á Íslandi?
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:22
Ofbeldi af þessu tagi hefur tvennskonar áhrif.
Það kallar fram sterk viðbrögð og jafnvel ofbeldi gegn mótmælendum og skemmdarverkin eyðileggja málstað mótmælenda og hafa því gagnverk áhrif.
Jónas Egilsson, 31.12.2008 kl. 15:44
Óskar Örn
Hvað finnst þér?
Hingað til a.m.k. höfum við búið við fulltrúalýðræði, þ.e. við kjósum okkur þingmenn á fjögurra ára fresti til að fara með stjórn landsins.
Við höfum t.d. ekki eins og íbúar í Sviss og nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, þ.e. að geta kosið um einstök málefni eða með ákveðnum fjölda undirskrifta geta kallað á vantraustskosningar áður en kjörtímabili lýkur.
Jónas Egilsson, 31.12.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.