Sveinn Rúnar skoði mál sín betur!

Ef Sveinn Rúnar Hauksson vill láta taka sig alvarlega ætti hann að skoða mál sinna umbjóðenda á Gaza aðeins betur en hann virðist gera í fjölmiðlum. Hann er nú að krefjast endurskoðunar á stjórnmálasambandi við Ísrael í ljósi ástandsins á Gaza.

Vissulega eru árásir á óvopnað fólk á Gaza ekki til eftirbreytni og í raun er ástandið þarna sorglegt. Hins vegar verður að skoða viðburði þarna í ljósi þess að svæðið er í heljargreipum hryðjuverkasamtakanna Hamas. Þessi samtök vilja ekki frið og þau halda uppi stöðugum eldflugaárásum á saklausa borgara í Ísrael og síðan er Ísarelsher kennt um ástandið! Eldflugum Hamas er að ásettu ráði beint á saklausa borgara og síðan felur Hamas starfsemi sína meðal óbreyttra borgara á Gaza.

Er það þetta sem Sveinn Rúnar Hauksson er að verja? Vill hann kenna sig við ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi? Dapurlegt ef satt er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónas þú er sami einfaldi blái Ameríkaninn og fyrr um daga. Vissulega ráða Hamas yfir Gaza en Gaza svæðið er í heljargreipum Ísraelska hersins þar sem þeir vinna hægt og rólega af þjóðarmorði og þykjast svo vera voða hneykslaðir þegar fólk þar mótmælir ástandinu. Samkvæmt Genfarsáttmálanum má fólk á herteknum svæðum stunda vopnaða mótspyrnu til að mótmæla ásandinu. Ég segi eins og Sveinn Rúnar. Við íslendingar eigum tafarlaust að slíta stjórnmálasambandi við Hryðjuverkaríki eins og Ísrael og hætta að kaupa alla vöru þaðan. Ég er ekki viss um að okkar duglausi untanríkisráðherra hafi þor til að gera slíkt þar sem Íslendingar höfum ekki haft sjálfstæða utanríkisstefnu í 20 ár. Það voru yndislegar fréttir þegar við komust ekki inn í Öryggisráðið sem er algerlega duglaus stofnun sem hefur ekkert vald og hefur ekkert gert af viti í meira in 30 ár. Við Íslendingar eigum ekki að vera þekktir fyrir að starfa í slíkri stofnun. Friðarkveðjur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorvaldur.

Hamas-samtökin vilja einfaldlega ekki frið. Þeir hunsa friðaumleitanir Egypta til dæmis. Þetta eru öfgasamtök sem hafa ekkert með vilja eða hagsmuni íbúa Gaza eða annarra Palestínumanna að gera. Reyndu ekki að blanda þessu tvennu saman.

Að sjálfsögðu hafa allir hugsandi menn áhyggjur af ástandinu. Aðferðafræðini og Sveins Rúnars Haukssonar og Co. eru ekki til þess fallnar að skapa frið eða leysa nokkurn vanda. Því miður.

Þorvaldur. Það leysir heldur ekki neinn vanda að stimpla menn eða sjónarmið og fordæma. Við eigum að sína umburðarlyndi - hvort sem gagnvart okkar nánustu eða eð öðrum!

Jónas Egilsson, 29.12.2008 kl. 13:33

3 identicon

Ísraelska stjórnin hefur heldur engan áhuga á friði. Þeir ætla sér að bola Palestínumönnum út úr Palestinu með einum eða öðrum hætti. Með góður eða illu. Reyndu ekki að sannfæra mig um að Ísraelska ríkið sé ekki hryðjuverkaríki.  Sveinn Rúnar er friðarsinni sem reynir að segja rétt frá því sem hann sér og heyrir í Palestínu. Ég treysti honum betur fyrir sannleikanum heldur en ísraelsku stjórninni. jamm það er best að sýna saman umburðarlyndi og Ísraelsmenn sýna Palestínuaröbum er það ekki.

Þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Olli

Ef þetta álit þitt, um að Ísreael hafi engan áhuga á friði, lýsi ekki fyrirframmótaðri skoðun þinni á málinu, þá er slíkt ekki til. Þú hefur of sterkt mótaðar skoðanir á þessu máli fyrirfram, búinn að gefa þér allar forsendur til þess að geta verið hlutlaus í þessu máli.

Reyndar er það þannig að það eru Hamas samtökin sem hafa lýst því yfir formlega að þau vilji Ísrael út af kortinu. Þess vegna eru þau skilgeind sem hryðjuverkasamtök og ekkert vestrænt ríki við hafa með þau að gera. Hér snýrð þú málinu á haus, af því að það hentar þér karlinn minn.

Sveinn Rúnar má vel vera vel viljaður gagnvart Palestínumönnum. Gott og vel. Hins vegar er hann blindaður, rétt eins og ofstopa maður í trú - svona ekki ósvipað talibönum o.fl. Hann er hættur að greina satt frá röngu, allt sem Ísraelsmenn gera er vont. Allt sem hans menn segja og gera er gott. Allar þær hörmungar sem fólkið líður á Gasa er Ísraelsmönnum að kenna. Eitt dæmi. Fyrir nokkrum misserum lokuðu Ísrelsmenn fyrir rafmagn til Gasa. Í kjölfarið var Ísraelsmönnum kennt um að börn og gamalmenni sem og aðrir sjúklingar væru að deyja á Gasa svæðinu. Málið er að 60% raforku á Gasa er framleitt á svæðinu og stjórnvöldum þar í lófalagið að hleypa rafmagni á sjúkrahúsið sem ætti að vera forgangsatriði hjá siðmenntuðu þjóðfélagi. Nei, það var EKKI gert heldur til þess að ná athygli nytsamra sakleysinga á Vesturlöndum var rafmagnið tekið af sjúkrahúsinu af heimamönnum!

Þetta er nú hluti af þessum stríðrekstri Hamas á Gasa og hefur ekkert með mannúð að gera. Hver kom síðan í útvarpið hér og hneyklaðist á mannvonsku Ísraela? Jú, "mannvinurinn" Svein Rúnar!

Jónas Egilsson, 30.12.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband