16.8.2008 | 14:47
Hvað er RUV að hugsa? Sófaspjall eða sagan?
Á meðan RUV var í "rólegu stofunni" fór fram úrslitahlaup í 100 m hlaupi á Ólympiuleikunum.
Fyrirfram var vitað að þetta gæti orðið sögulegt hlaup, Ólympíumet- og heimsmet jafnvel í hættu.
Hvað gerðist? Jú, RUV var í spjallgírnum á meðan heimsmet var sett í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Reyndar var hlaupið sýnt korteri síðar - eftir að spjallinu var lokið!
Var ekki hægt að bíða aðeins með spjallið og sýna Íslendingum sögulegan atburð í beinni útsendingu?
Hver er forgangsröðun RUV?
Þarna féllu þeir á prófinu frá RUV - því miður!
Fyrirfram var vitað að þetta gæti orðið sögulegt hlaup, Ólympíumet- og heimsmet jafnvel í hættu.
Hvað gerðist? Jú, RUV var í spjallgírnum á meðan heimsmet var sett í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Reyndar var hlaupið sýnt korteri síðar - eftir að spjallinu var lokið!
Var ekki hægt að bíða aðeins með spjallið og sýna Íslendingum sögulegan atburð í beinni útsendingu?
Hver er forgangsröðun RUV?
Þarna féllu þeir á prófinu frá RUV - því miður!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef samúð með þér Jónas minn, og öðrum íslenskum íþróttaunnendum!
Ólíkt hafast menn að hér í Frakklandi, sjónvarpsstöðvarnar búnar að keyra á því frá í gær klukkan hvað úrslitahlaupið væri í dag svo það var ekki hægt að missa af því. Ríkisstöðin France-2 hafði byggt upp spennu með því að spá heimsmeti í allan dag sem rættist! Og það þrátt fyrir að langi sláninn Bolt hætti að hlaupa 25-30 metrum frá marki.
Annað eins hef ég aldrei séð - nema ef væri Ben Johnson á HM í Róm 1987 en þar sat ég í stúkunni upp af endamarkinu.
Ágúst Ásgeirsson, 16.8.2008 kl. 15:40
Málið er að þetta er BEZTA 100 m hlaup sögunnar. Það var vel vitað fyrirfram enda þurfti 10,01 til að komast í úrslit!
Það sem bjargar nokkrum okkar er Eurosport var með beina útsendingu
Það á vera búið að margtesta þessa hlaupara og skima, svo lítil hætta er á að þeir verði Ben Johnsson #2! Þessi gaur, Usain Bolt, var heimsmeistari í 200 m hlaupi 18 ára og yngri 16 ára gamall. Svo á hann smásjens í að bæta metið í 200 m ef hann hleypur í gegn!
Jónas Egilsson, 16.8.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.