Hættulaus innflutningur?

Ríkisstjórnin er að láta undan þrýstingi vegna hækkandi verðlags með því að leyfa aukinn innflutning á kjúklingakjöti. Reyndar kemur það á óvart, eins og stefnufastur og fylginn sér landbúnaðarráðherran hefur verið hingað til, að gefa svona auðveldlega undan. Nema að þetta hafi verið ákveðið í einskonar pólitískri refskák að "sefa reiði landans" og dreifa athyglinni með þessu "trikki".

Í upphafi skyldi endinn skoða. Hafa stjórnvöld gert sér grein fyrir því hvað fylgir í kjölfarið? Það liggur a.m.k. ekkert fyrir um framhaldið.

 

  1. Hver verða áhrifin á framleiðslu kjúklingakjöts hér á landi þegar umrædd tollalækkun kemur til framkvæmda? Hvaða tíma fær greinin til aðlögunar?
  2. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnulífið og stöðu þeirra byggða sem framleiðslan fer fram? Kannski eru þessir hagsmunir ekki það miklir að það megi bara fórna þeim!
  3. Gæðamál. Hafa talsmenn neytenda velt þessu máli fyrir sér? Hver eru gæðin á erlendu kjöti í samanburði við þau innfluttu? Höfum við tryggingu fyrir því að þetta séu ekki "vatnssprautuð" ofaldin eða erfðabreytt framleiðsla með tilbúnum dönskum gæðastimpli? (Málið er að hægt er að umpakka t.d. S-Amerískri vöru í Danmörku, setja í þarlendar umbúðir, frysta á ný og kalla "Ferska danska" kjúklinga! Halda menn því fram að gæðin séu þau sömu af íslenskri framleiðslu?
  4. Verðlagningu. Hafa neytendur einhverja tryggingu fyrir því að verð verði lægra? Við erum að sjá ýmsar innfluttar matvörur á sambærilegu verði í búðum hér á landi, þrátt fyrir að hún sé "ódýrari" fyrir söluaðila. Eins er verðlag á öðrum vörum, sem fluttar eru inn ekkert ódýrari en gerist erlendis. Eru ekki aðrir þættir sem skipta máli, eins og t.d. álögur ríkisvaldsins sjálfs á framleiðsluferlið sem skiptir máli. 
  5. Heilbrigðismál. Við erum að fá reglulega fréttir af salmonellu, fuglaflensu jafnvel í Danmörku - hvað þá annarstaðar þar sem eftirlitið er enn minna! Er það þetta sem við viljum? Höfum við tryggingu fyrir því að aðrar þjóðir séu tilbúnar að niðurgreiða sínar landbúnaðarvörur til okkar í framtíðinni?
  6. Hvað næst? Kjúklingar núna, svínakjöt næst? Síðan nautakjöt og loks Nýsjálenskt lambakjöt? Er þetta hinn íslenski draumur? 
  7. Hvað með matvælaöryggið, nú þegar átök eru farin að brjótast út vegna skorts á matvælum erlendis og aðrar þjóðir leggja metnað sinn í að tryggja matvælaframleiðslu heima fyrir.

 

Með öðrum orðum. Þessi umræða er hvorki byggð á réttum forsendum né fullkláruð.

Stjórnvöld þurfa ekki aðeins að hugsa lengra fram á veg, heldur þurfa þau líka að skýra út fyrir landsmönnum hugsunina sem að baki þessari ákvörðun liggur. 


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las blogg sem kona skrifaði við sömu frétt, hún segir að íslenskt kjúklingakjöt sé líka sprautað með vatni. Hvers vegna telur þú að íslenska eftirlitskerfið virki eins og það ætti að gera?

KátaLína (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:53

2 identicon

Má vera alveg rétt. En munurinn er sá að við höfum meiri möguleika á að leiðrétta þetta og framkvæma úrbætur.

Jónas Egils (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:57

3 identicon

He he svo bölva allir tollGÆSLUNNI nema þegar svona kemur upp...hræsnarar...

AG (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband