27.4.2008 | 17:53
Íþróttir ekki í pólitík og pólitík ekki í íþróttir!
Nokkuðöruggt er að íþróttamenn myndu lofa að taka ekki þátt í mótmælagöngum með eðamóti hverju sem aðrir mót- eða meðmæla, svo fremi sem þeirra viðburðir verðalátnir í friði. Það er, ef aðrir láta láta það vera að blanda íþróttum í pólitískmál, mun íþróttahreyfingin láta aðra í friði.
Íþróttahreyfinginer sennilega ein fjölmennasta fjöldahreyfing landsins. Þar sameinasteinstaklingar og hópar í áhugamálum sínum sem eru íþróttir. Þó svo margir innanhreyfingarinnar hafi pólitískar skoðanir og tengsl er eitt af aðaleinkennum hennarer að hún er laus við stjórnmálaumræðu.
Það eru ýmsirandmælendur sem vilja gera íþróttaviðburði að pólitískum viðburðum.Ólympíuleikarnir í sumar eru því miður að verða að póltískum viðburði. Ekki erlaust við að kínversk yfirvöld hafi freistast til að sýna mátt sinn og mátt með kyndilhlaupi víða um heim, heldur eru andstæðingar kínverska yfirvalda víðaum heim að nota Ólympíuleikana sem vettvang til að vekja athygli á málstaðsínum. Ráðamenn eru hvattir til að taka ekki þátt í opnunar- og lokahátíðleikanna. Sem betur fer hefur Þorgerður Katrín menntamálaráðherra ákveðið aðláta ekki undan þrýstingi olympískra andófsmanna og mun að óbreyttu sækjaleikana.
Vissulegaþarf Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) að gera kröfur til mótshaldara og vissulegalét hún undan gífurlegum þrýstingi Kínverja að láta þá hafa leikana í ár.Vissulega eru Ólympíuleikarnir tækifæri fyrir Kínverja til að sýna jákvæðarhliðar á þeirra þjóðlífi. Hins vegar að gera Ólympíuleikana og aðdragandaþeirra að pólitísku skotspæni er ekki af hinu góða fyrir íþróttahreyfinguna ogæsku heimsins. Nú eru samstarfsaðilar (sponsorar) IOC farnir að halda að sérhöndum eða jafnvel gefa í skyn að þeir ætli að hætta samstarfi við hreyfinguna.Hún hefur með öðrum öðrum ekki þá jákvæðu ímynd sem hún hafði, m.a. vegna mótmælanna.Eðli málsins samkvæmt eru Ólympíuleikarnir aðal tekjulind IOC. Þeim peningum erað miklu leyti varið til íþróttahreyfingarinnar, til að mynda njóta íslenskir íþróttamenngóðs af.
Þessiumræða er með öðrum orðum að valda miklu fleirum tjóni en kínverskumyfirvöldum. Spurning er hvort veltekst til með mótmæli f. þessa Ólympíuleika að atvinnuandmælendur sjái þarnanýjan vettvang til að vekja athygli á sjálfum sér og getið því skemmt fleiri íþróttaviðburði.
Efandmælendur vilja taka þátt í íþróttum Ólympíuleikana, er þeim velkomið aðreyna sig. En þá þurfa þeir að komast í form og búa sig undir að þurfa að takalyfjapróf!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.