Sturla besti vinur bílstjóranna?

Draga verður stórlega í efa að Sturla Jónsson, sem mikið hefur haft sig í frammi fyrir vörubifreiðastjóra, sé endilega heppilegasti talsmaður bílstjóranna.

Eins væri mjög fróðlegt að vita hvort hann hafi verið sérstaklega valinn til þess og að hann njóti óskoraðs stuðnings þeirra - sem verður að segjast eins og er, liggur hvergi fyrir. 

Bæði er framkoma Sturlu þannig að óhjákvæmilega fær hann fólk upp á móti sér. Þótt að honum takist að skapa sér ákveðið frumkvæði með offorsi sínu, er óvíst um árangurinn. Eins dregur hann fólk með sér sér sem endilega er ekkert að vinna að hagsmunum bílstjóra, heldur er meira að "búa til fjör" eða hasar, svona sem skemmtun meir en nokkuð annað.

Fjölmiðlar, sem oft eru líka að leita að fjöri, eða einhverju "krassandi" hættir líka til að leita þangað sem hitinn er mestur.

Er ekki tímabært að fara ræða málefni þau sem bílstjórar hafa verið að halda frammi á málefnanlega hátt - sleppa öllum viðbótarhasar og skoða hvort ekki séu til málefnalegar lausnir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 34432

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband