Misnotkun á lýðræði

"Þetta er ungt og leikur sér" voru viðbrögð eins skólastjóra í Reykjavík, þegar hann var inntur eftir framkomu unglinga sem voru að dimmitera. Við hvað hann átti nákvæmlega við skal ekki sagt, en hvort að þessi "ærsl" við Rauðvatn megi skýra með leik, verður eigi að síður að efa. Hvað þessum skólastjóra gengur til er illmögulegt að segja, en spurning hvort gera eigi ekki meiri kröfur til dómgreindar skólastjórnenda hlýtur að vakna.

Mótmæli og viðbrögð bílstjóra og lögreglu er nokkuð sem þarf að rannsaka, bæði inna lögreglu og utan. Einstök atvik þarna verða birt í annálum framtíðarinnar og ef ekki kemst viðhlýtandi skýring á viðbrögðum lögreglu, er hætt við að þessir viðburðir verði notaðir í baráttu gegn lögreglunni og yfirvöldum um ókomna tíð.

Unglingar sem þarna mættu og höfðu sig frammi, er annar kapituli. Sá "gálgahúmor" að mæta í herklæðum nasista er út af fyrir sig áhyggjuefni, þó ekki væri annað. Ef þessir búningar eru notaðir til að gera sér glaðan dag, sýnir ekki aðeins virðingarleysi fyrir fórnarlömbum nasista, heldur líka skeytingarleysi gagnvart samfélaginu. Þessi framkoma nemendanna væri sjálfstætt áhyggjuefni (jafnvel lögreglumál) í þeim löndum sem urðu verst úti af nasistum og í raun allt annað en leikur.

Eggja- og grjótkast er ekki síður áhyggjuefni og verður að skilgreinast sem talsvert umfram gáskafullan leik ungmenna. Hér er ekki aðeins virðingarleysi gagnvart samfélaginu að ræða, heldur mannslíf um líf að ræða. Sem betur fer, urðu meiðsli ekki mikil í þetta sinn. Enn, ef atburðir af þessu tagi endurtaka sig. Hvað þá?

Við vilum örugglega ekki búa í lögregluríki. Við höfum stært okkur af því að hafa vopnlausa lögreglu. Við höfum getað hingað til verið tiltölulega örugg um okkur nær hvar sem er. Krafa um aukið öryggi kemur aðallega til vegna utanaðsteðjandi hættum.

Nú eru við sjálf farin að nota okkur það frelsi sem höfum til að ganga á rétt annarra. Þá er stutt í að sett verði fram krafa um skert frelsi sumra a.m.k. til að tryggja öryggi okkar hinna. Slíkt er áhyggjuefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband